blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 48

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 48
48 i barnaeFni LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöiö Búðu til eldingu Kondórinn Kondórinn sem býr í Andesfjöllum í Suður-Ameríku er stærsti fuglinn í heimi sem getur flogið. Þrátt fyrir tiltölulega mikla þyngd gerir gífur- legt vænghaf kondórsins honum kleift að svífa nánast endalaust með því að nýta sér uppstreymi lofts. Upphaflega bjó Andeskondórinn víða í Andesfjöllum, allt frá Venesú- ela til suðurodda Suður-Ameríku. Á síðustu öld fór fuglunum að fækka gífurlega vegna ásóknar veiðimanna. Fuglarnir sem eru hér á myndunum voru aldir upp í bandarískum dýra- görðum með það að markmiði að sleppa þeim út í náttúruna. Árið 1989 var 120 dýrum sleppt í Kól- umbíu en nú eru einungis 65 þeirra lifandi. Ástæðan er líklega veiði og eyðing þess landsvæðis sem kon- dórar búa á. Þyngd: 9 til 12 kíló. Vænghaf: Rúmir þrír metrar. Aldur: Rúm 75 ár. Fæða: Kondórar eru hræætur. D Ph 1 J L Geturðu hjálpað Rauðhettu litlu að komast að eggj- unum svo mamma hennar geti húið til eggjaköku handa ömmu hennar? Próf- aðu líka að lita Rauðhettu oghænuna. Elding er ljós sem sést frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar elding- una hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu sem berst í allar áttir. Eldingar sjást ekki oft hér á Is- landi en erlendis eru þær mun algengari. Þær eru í senn fallegar, hættulegar og dularfullar. Meðaleld- ingin er um fimm kílómetra löng og jafnbreið fingri. Hins vegar hitnar næsta nágrenni hennar í hita sem er fimm sinnum hærri en yfirborð sólarinnar. Þessi létta tilraun gerir þér kleift að búa til eldingar heima í stofu. Gæludýraverðlaun Skilaöu inn lausn viö stafagátunni á þessari síöu í Dýraríkiö Blómavalshúsinu Skútuvogi. Verölaun eru 5000.-kr inneign í verslunum Dýraríkisins VERÐLAUNAÞRAUTIN Nú er stafaþrautin okkar orðin miklu veglegri en áður. Hvað getur þú myndað mörg orð með því að nota stafina sem gefnir eru í reitunum. Öll orðin sem þú finnur verða þó að innihalda stafinn í miðjunni og vera íslensk. Engin takmörk er fyrir þvi hversu oft hver stafur má koma fyrir þannig að það getur verið alveg jafn erfitt að finna löng orð. Dæmi: Rani, tað, eða... Farið með lausnirnar ykkar, eða sendið þær í Dýraríkið, Skútu- vogi 16,104 Reykjavík. Sá sem fundið hefur flest orð hlýtur veg- leg verðlaun frá Dýraríkinu. STAFARUGL Blaðið fór um daginn í ótrúlega skemmtilegt bakpokaferðalag til Suður-Ameríku til að safna upplýsingum um kondóra. Á leiðinni í einni rútunni fór minnisblokkin okkar út um allt og stafirnir rugluð- ust. Getur þú hjálpað okkur að greiða úr flækjunni? N R 1 J 1 Ð \A T E V 1 r DYRARIKIÐ Grensásvegi s: 5686668 Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is s 1 G U F L U G R R Ð B J •• O A N R Ó G 1 É M F 1 G D E L E S í M K N A R G V V Ý Þ O í 1 G G S R S K V O M 1 K T A T Æ Æ R H 1 Ú Ameríka Egg Flug Hrææta Kondór Svífa Útrýming Veiði Tól, tæki og efni: Albakki Kúlupenni Teiknibóla Ullarsokkur Bakki úrfrauðplasti Framkvæmd: Vertu í herbergi sem þú getur myrkvað mikið með því að slökkva ljósin. 1. Stingdu teiknibólunni upp í gegnum álbakkann miðjan. 2. Settu pennann ofan á teikni- bóluna svo hann standi lóðrétt upp í loftið. Festu hann vel, með lími ef þess gerist þörf. 3. Nuddaðu frauðplastbakkann Þrumuguðinn Þór bjó í Bilskirni og kast- aði eldingum í þá sem honum þótti eiga þaðskilið. hratt með ullarsokknum í a.m.k. hálfa mínútu. 4. Lyftu álbakkanum með því að halda um pennann og leggðu á frauðplastið en passaðu þig að snerta ekki álið. 5. Slökktu ljósin og færðu fingur- inn varlega nær álbakkanum. Ef allt hefur gengið vel fyrir sig ættir þú að heyra, sjá og finna fyrir neistum. Það sem gerist Þegar þú nuddar frauðplastið stelur það rafeindum frá ullinni og fær svo- kallaða neikvæða hleðslu. Sú hleðsla ýtir rafeindum í enda álbakkans þar sem þær vilja ólmar komast í burtu svo jafnvægi náist. Þegar puttinn þinn nálgast álbakkann sjá rafeind- irnar færi og stökkva yfir í hann og þá myndast neistinn. f°talausa kind? Ský. * Hvað finnst þér? Hvað finnst þér vanta í barnaefnið í Blaðinu? Er eitthvað skemmtilegt að gerast hjá þér í skólanum? Skrifarðu sögur eða Ijóð? Teiknarðu eða málar eða gerir eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri í Blaðinu? Sendu okkur efnið þitt. Tölvupóstur: krakkar@vbl.is Venjulegur póstur: Krakkar Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Ekki gleyma að merkja allt sem þú sendir til Blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.