blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 31
MaöÍA LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 VIDTALI 31 99................................ Siggi er náttúrulega algjör snillingur og ein mesta perla sem ég hefkynnst. Strákunum. Þetta var reyndar mjög skrýtið fyrst. Sérstaklega þegar við Siggi vorum bara tveir að æfa og tala um typpi heilu klukkustundirnar - það er kannski svolítið sérstök að- staða. Svo var einmitt mjög fyndið að vera alltaf með áhyggjur af því að fólk sem gengi framhjá þar sem við vorum að æfa upp á RÚV heyrði það sem fram fór í æfingaherberginu." Endalaust að tala um typpi við vini og vandamenn Eru málefni tengd typpinu efni í heila sýningu? „Já, það er það skemmtilega við þetta. Það kemur ýmsilegt í ljós, menn notaþetta tól í margt - kannski of margt stundum og ég get sagt þér það að maður er orðinn ýmsu vanur eftir að hafa fengið svör margra við hinum ýmsu spurningum. Ég er auðvitað ekki bara að tala um typpi - meira bara hvað viðkemur typpinu og hvað menn hafa verið að gera við það,“ segir Auddi og bætir því við að mikil rannsóknarvinna hafi farið af stað þegar ákveðið var að setja Typpatal á laggirnar. „Það má kannski segja að maður hafi verið þessi pirrandi í vina- hópnum þegar maður var endalaust að tala um typpi og spyrja vini og vandamenn spurninga um það. Menn voru farnir að efast um kyn- hneigð mína áður en ég sagði þeim frá því að spurningaflóðið væri vegna fyrirhugaðrar sýningar." En komstu að einhverju merkilegu um typpið í rannsóknarvinnunni? „Já, maður komst að heilmiklu. Það er kannski ekki eitthvað sem ég vill deila með fólki hér - það kemur bara í ljós á sýningunni. En ég get allavega sagt að engin tvö typpi eru eins. Maður er náttúrulega búin að vinna í kringum þetta líffæri í nokkra mánuði og er alveg farinn að tékka á málunum, t.d. á djamm- inu og svona,“ segir Auðunn og hlær. „Ekki það að ég sé beint að glápa á alla karlmenn en maður svona gefur ýmsu gaum. Ég tek nú samt fram að þó að typpi sé búið að eiga hug mitt og hjarta undanfarið er mig ekki farið að dreyma typpi - það er ekki orðið svo slæmt!“ Þá segist hann hafa rætt þetta mikið við þá félaga sína i Strák- unum, Sveppa og Pétur, enda eyðir hann miklum tíma með þeim. „Ég hef mikið talað um typpi við þá og spurt allskyns spurninga. Sveppi og Pétur hafa alltaf sagt að ég sé með svo stórt typpi en það sem þeir bara fatta ekki er það að hamstur virkar stór við hliðina á tveimur maurum!“ Að sögn Auðuns er sýningin jafnt fyrir karla og konur þó svo að vert sé að athuga að yngsta kynslóðin sé ekki æskilegur áhorfendahópur. Hann segir skemmtilegt að fylgjast með salnum og að konur hlæja jafn- Blaðið/Steinar Hugi vel meira en karlarnir. „Salurinn hverju sinni skiptir auð- vitað máli. Ég reyni að spila svolítið eftir því hvernig stemmningin er í salnum. Svo auðvitað dettur manni í hug að skjóta á vini og vandamenn, en það er nú bara létt grín og til þess að gera þetta skemmtilegra. En miðað við frumsýninguna þá fellur þetta alveg jafn vel í geðið á konum og körlum, enda lögðum við upp með að hafa það svoleiðis “ Engin ástæða til að vera feimin Hvað er það sem fólk vill fá að vita um typpið? Hvaða spurningum ertu aðsvara? „Það kemur ansi margt fram þarna, t.d. hvar menn hafa stungið honum inn að gamni sínu og allskyns æsku- minningar karla tengdar typpinu. Svo spyrjum við konur líka hvað sé það óvenjulegtasta við typpi sem þær hafa séð o.s.frv.. Svörin koma öll svart á hvítu fram í sýningunni og alveg ótrúlega fyndið að sjá sum þeirra. Þó svo að ég kippi mér ekki upp við þetta lengur þá eru sumir í salnum sem eru agndofa yfir mörgu.“ Nú áttu kærustu - hvernig leist henni á það þegar þú sagðir henni að til stœði að halda uppistand um typpi? „Bara ágætlega held ég,“ segir Auddi og hlær. „Það hefur kannski verið orðið svolítið pirrandi að heyra mig endalaust tala um typpi á heimilinu þegar ég var að æfa mig en hún er alveg sátt held ég.“ Aðspurður segir Auðunn málefni typpisins vera mikið feimnismál meðal margra, sérstaklega miðað við það sem tíðkaðist í gamla daga. Hann segist vilja breyta þessu enda engin ástæða fyrir fólk að vera feimið þegar talað er um typpi. „1 gamla daga var typpið stolt karl- mannanna. Nú er þetta einhvern veg- inn orðið þannig að enginn vill tala um þetta og allir voðalega feimnir. Þetta á ekki að vera svona og ég hreinlega skil ekki af hverju þetta gat orðið svona mikið feimnismál. Það þarf að snúa þessu við aftur.“ En svona að lokum, hvernig líðurþér með þitt typpi? „Ég er mjög sáttur og ánægður með minn jafnaldra. Við erum nátt- úrulega jafngamlir og hann hefur fylgt mér alla tíð. Sá eini sem hefur alltaf nennt að vera með mér þó svo að hann geti nú stundum verið svo- lítið uppáþrengjandi!“ halldora@vbl.is • Nylon • Birta og Báröur • Andlitsmálun fyrir krakkana • Léttar veitingar í boöi • Allir leystir út meö gjöfum Hlökkum til aö sjá þig! 410 4000 landsbanki.is un í dag kl. 14:00 -16:00 vegna opnunar á nýju og glæsilegu útibúi Landsbankans í Holtagöröum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.