blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 2
2 I XNNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaAÍ6 blaöió Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Flestir skila skattframtali á Netinu Mbl.is | Rafræn afgreiðsla skattffam- tala hefur minnkað líkur á villum og mistökum við útfyllingu og bætt nýtingu á mannafla Ríkis- skattstjóra. Þetta kom fram í máli Indriða H. Þorlákssonar ríkisskatt- sjóra á blaðamannafundi í gær. Af þeim 230.000 Islendingum sem eru á skattgrunnskrá hafa 108.000 afþakkað pappírsframtal og 60 þúsund fengu aðeins upplýs- ingablað sent. Islandsbanki gerir nú notendum netbanka síns kleift að senda þær upplýsingar sem þeir kjósa inn til RSK þar sem þær fara sjálfvirkt inn á sundurliðunarblað skattframtalsins. Aðrir bankar eru að sögn starfsmanna RSK óðum að vinna að því að bjóða upp á sömu vefþjónustu og íslandsbanki. íslenskum ríkisborgur- um fjölgar Mbl.is 11 fyrra fengu 872 manns íslenskan ríkisborgararétt.Á vefriti dómsmálaráðuneytisins kemur fram að flestir hafi fengið ríkisborgararétt með veitingu ffá dómsmálaráðherra eða 650 manns. Þá veitti Alþingi 35 manns ríksi- borgararétt með lögum. Felstir nýju íslendinganna eru fæddir í Póllandi eða 187 alls. Frá Serbíu og Svartfjalla- landi koma 66, Bandríkjunum 63, Taílandi 53, Filippseyjum 48, Kína 42, Svíþjóð 35, Króatíu 29, Rússlandi 24, Víetnam 22 og Borsníu Herzegovínu 17. Færri komu frá öðrum löndum. „Þörf á að lögreglan vakti Metiðv' Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telurað réttlætanlegt geti verið að nota tálbeiturgeng ætluðum barna- níðingum. Hann leggur áherslu á aðjafnan þurfi aðfarafram af meiriforsjá en kappi íslíkum málum. „I sumum tilfellum finnst mér vera réttlætanlegt að nota tálbeitur gegn ætluðum barnaníðingum“, segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. „Oft eru þetta sömu mennirnir sem ástunda þá iðju að lokka til sín börn í gegnum Netið. Notkun tálbeitna þarf þó að fara fram af meiri forsjá en kappi.“ Bragi er þess fullviss að notkun tálbeitna til að ná til barnanfðinga hefði fælingaráhrif. „Við verðum að hafa í huga að þeir glæpir sem þessir menn fremja geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Það er ljóst að þegar menn eru ítrekað að leggja snörur fyrir varnarlaus börn þarf að bregðast við og þarna finnst mér tál- beitur koma til greina.“ Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra sagði í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í vikunni að sterklega kæmi til greina að beita tálbeitum til að koma upp um barna- níðinga. Bragi er sammála þessu en segir jafnframt mikilvægt að láta til- finningar ekki bera sig ofurliði. „Ég sá sjónvarpsþáttinn Kompás þar sem tálbeitum var beitt og það sem kom mér mest á óvart var um- fang ætlaðra brota en í þættinum kom í ljós að 80 karlmenn gerðu til- raunir til að komast í samband við barn á tveimur sólarhringum. Ég tel að lögreglan þurfi að fá heimildir til að vakta vefinn og fylgjast með þvf sem þar er að gerast. Eðlismunurá kynferðisafbrotamönnum Á Barnaverndarstofu eru til með- ferðar mál fórnarlamba kynferðis- afbrotamanna. Fjöldi fórnarlamba Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnavernd- arstofu. liggur ekki fyrir en þó er ljóst að umfang þessara brota hefur aukist á undanförnum árum og nauðsyn- legt að fylgjast betur með þessum málum.“ Bragi segir eðlismun á þeim brota- mönnum sem stunda iðju sína á Net- inu og þeim sem brjóta af sér innan veggja heimilisins. „Þeir sem eru á Netinu hafa kynferðislanganir sem beinast eingöngu gagnvart börnum (pedofílar) og þessir menn eru oft sfbrotamenn á þessu sviði. Þeir sem brjóta af sér innan veggja heimilis- ins eru oftar en ekki jafn markvissir í viðleitni sinni og brjóta oft af sér á fleiri sviðum. Þessir menn eiga það til að misnota börn, fullorðna og aldraða og notfæra sér varnarleysi barna á heimilunum." Bragi segir þann hóp sem reyni að komast í samband við börn á Net- inu stærri en þann sem brýtur af sér innan veggja heimilisins. Bla6i6/Steirwr Hugi Upphafshöggiö Hauður Helga Stefánsdóttir nýtti góða veðrið i gær til að bæta sveifluna á æfingasvæði kylfinga að Básum. Hauður sagði fjölskylduna alia nýverið hafa smitast af golfbakteríunni. Aður hefði fjölskyldan lagt stund á skíði en sökum veðurblíðunnar hefðu fá tækifæri gef- ist til aö iðka þá ágætu íþrótt að undanförnu. Slökkviliðsmenn boða til verkfalls Slökkviliðs-ogsjúkraflutningamenn samþykktu í gær verkfallsboðun náist ekki samkomulag í kjaravið- ræðum þeirra við Launanefnd sveit- arfélaga. Komi til verkfalls er Ijóst að miklar tafir gætu orðið á innanlands- flugi. Framkvæmdastjóri Flugfélags Islands hefur þungar áhyggjur af þróun mála og segir fyrirtækið geta' tapað miklum fjármunum. Afgerandi meirihluti Félagar í Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta í gær að boða til verkfalls 20. til 21 mars næstkomandi og síðan ótíma- bundið frá og með 27. mars náist ekki samkomulag í kjaraviðræðum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla hófst síðastliðinn þriðjudag og lauk í gær. Á kjörskrá voru 197 en 183 greiddu atkvæði eða um 93% félagsmanna. Alls sam- þykktu 179 verkfallsboðun eða 98% þeirra sem atkvæði greiddu. Tveir greiddu atkvæði gegn verkfalls- boðun en tveir seðlar voru auðir og ógildir. Fundur milli LSS og Launanefndar stóð enn yfir í gær þegar Blaðið fór í prentun og átti Vernharð Guðnason, formaður LSS, von á löngum fundar- höldum. „Þessi fundur verður ansi langur. Það er lítið annað hægt að segja að svo stöddu.“ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sam- þykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta atkvæða. Þungar áhyggjur Komi til verkfalls er ljóst að slökkvi- liðsmenn munu aðeins sinna neyð- artilvikum en öll önnur almenn þjónusta mun falla niður. Það mun hafa áhrif á innanlandsflug þar sem slökkviliðsmenn sjá m.a. um bremsu- mælingar á flugbraut ásamt öðrum öryggismálum. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Islands, segist hafa þungar áhyggjur af þróun mála. „Verkfall getur haft miklar og alvar- legar afleiðingar fyrir okkur. Það er alveg klárt. Ef við getum ekki farið í loftið án þess að það liggi fyrir ákveðnar bremsumælingar á brautum þá munum við ekki gera það. Það er svo einfalt.“ Árni segir erfitt að meta hugsanlegt tjón af völdum verkfalls en það gæti orðið mikið ef það dregst á langinn. „Eðli málsins samkvæmt munum við verða fyrir tjóni. Það gæti fljótlega orðið að stórum upphæðum.“ (O Heiðskírt (3 Léttskyjað Skýjað ^ Alskýjað Rlgnlng, lítllsháttar //' Rigning ? 9 Súld Snjókoma 9 * * Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 02 16 02 -05 01 0 -05 -03 04 09 15 -05 -02 13 -06 03 -04 0 04 15 04 05 ^j Slydda JJ Snjóél 0 -1 -1 0 -4° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýslngum trá Veðuretofu (slands 9 J0° A morgun 9 -1° ■O 0°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.