blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 4. MARS 2006
VIÐTAL I 23
99.........................................................
Það versta var að þurfa að vera í flóttamannabúðum. Enginn vill það. Allir
vilja eiga heima ísínu eigin landi, í sínu eigin húsi, hjá sínu eigin fólki.
Hvað finnst þér skemmtilegast á
íslandi?
„Bara að vera til og að vera í skól-
anum. Mér finnst gaman að læra og
hef alltaf verið dugleg í skóla. Samt
sakna ég vina minna. Eg hef samband
við þá og sendi þeim stundum sms
en mig langar til að sjá þá og hitta þá
aftur. Hérna eru allir góðir við mig og
enginn stríðir mér en stundum finnst
mér eins og ég eigi ekki alveg heima
hérna. Það er auðvitað afþví að éghef
verið hérna í svo stuttan tíma og ég er
svo langt í burtu frá fólkinu í Kósóvó
og Bosníu. En mér finnst ísland vera
skemmtilegt land.“
Lífið í flóttamannabúðunum
Var ekki erfitt að búa í
flóttamannabúðum?
„Ég fæddist í Kósóvó og við fluttum
í flóttamannabúðirnar í Bosníu
þegar ég var fimm ára. Þá var ég svo
lítil að ég man ekki mikið hvað gerð-
ist. Við vorum að flýja þetta hræði-
lega stríð, sem var svo voðalega vont.
Það er erfitt að vita af þvi að það sé
stríð í landinu manns. Mjög margir
voru drepnir en enginn úr minni fjöl-
skyldu dó. Núna er stríðið búið en
það er samt erfitt að lifa þarna.
Fyrst þegar við komum voru tjöld
í búðunum, seinna voru byggð hús.
Þarna var allt fullt af fólki. Eg eign-
aðist mjög góðar vinkonur. Besta vin-
kona mín var lítil eins og ég og var
þess vegna ekki í skóla. Eftir tvö ár,
þegar ég var sjö ára, byrjaði ég í skóla
og lærði bosnísku sem er mitt tungu-
mál, alveg eins og albanskan. Ég var
dugleg að læra og var best í mínum
bekk.
Það er erfitt að búa í flóttamanna-
búðum en það var samt oft gaman því
ég átti vinkonur. Við vorum mikið
saman og fórum í alls konar leiki.
Um helgi kom kennari og kenndi
mér og vinkonum mínum á tölvu.
Svo kom fólk að skemmta okkur.
Það vann fyrir hóp sem hét Save The
Children. Fólkið þar var óskaplega
gott við okkur og öllum krökkunum
þótti vænt um það. Þetta var gott.“
Hvað var slæmt við að búa í
flóttamannabúðum?
„Lífið í flóttamannabúðunum var
ekki eins og venjulegt líf en það var
heldur ekkert óskaplega ólíkt. Það
versta var að þurfa að vera í flótta-
mannabúðum. Enginn vill það. Allir
vilja eiga heima í sínu eigin landi, í
sínu eigin húsi, hjá sínu eigin fólki.
Ég á eftir að fara þangað aftur, í ferða-
lag en ég veit ekki hvort ég á eftir að
eiga heima þar.
Einn daginn kom fólk frá íslandi
í ílóttamannabúðirnar að skoða
hvernig við lifðum. Það ætlaði að
bjóða flóttamönnum að koma til ís-
lands þar sem hægt væri að eiga betra
líf. Þetta fólk skoðaði alla flóttamenn-
ina og sagðist svo ætla að taka okkur.
Ég var mjög ánægð með það og þau
voru líka ánægð með okkur, kannski
af þvi að við, krakkarnir í fjölskyld-
unni, systur mínar tvær og tveir
bræður, erum mjög góðir nemendur.
Það var erfitt að segja vinkonum
mínum að við værum að flytja. Það
var erfitt vegna þess að við vorum
bestu vinkonur og ég vildi vera með
þeim. Samt var ég glöð vegna þess
að ég var að fara til lands þar sem ég
ætlaði að lifa betra lífi, alveg eins og
mig langaði til. Það var skemmtilegt.
Vinkonur mínar urðu sorgbitnar. Eg
sagði líka kennaranum að ég væri að
fara. Honum fannst það leiðinlegt
vegna þess að ég var besti nemand-
inn í bekknum. Allir krakkarnir i
bekknum mínum voru mjög sorg-
mæddir af því að ég var að flytja.
Ég var mjög glöð og lfka mjög sorg-
bitin. Ég var glöð af því að ég var fara
að lifa betra lífi og ég var sorgbitin
af því að ég var að fara frá bestu vin-
konum mínum.
Allir í flóttamannabúðunum vökn-
uðu til að geta kvatt okkur. Þetta
var sorglegur morgunn. Eftir marga
klukkutíma komum við til Reykja-
vfkur og vorum eina nótt á hóteli og
svo fórum við í blokkina þar sem við
búum núna. Eftir það byrjaði ég í
skólanum og það fannst mér gaman.
Eftir tvo til þrjá mánuði var ég farin
að tala góða íslensku. Ég er ennþá
að læra hana. Svo ætla ég að læra ís-
lenska málfræði og þá get ég talað ís-
lensku alveg eins og Islendingar."
Finnst gaman að skrifa
Er ekki mjög erfitt að læra íslensku?
„Islenskan er rosalega erfitt tungu-
mál að læra. Pabbi og mamma eru að
reyna að læra íslensku. Það er miklu
erfiðara fyrir þau heldur en mig. Ég
læri líka ensku en ekki jafn mikið
og íslensku og hún er ekki eins erfið
og íslenskan. En mitt tungumál, al-
banska, er líka erfitt tungumál. Það
er ekki erfitt tungumál fyrir mig en
það væri erfitt fyrir þig af því að þú
ert Islendingur.“
Hvað ætlarðu að læraþegarþú verður
stór?
„Ég er ekki búin að ákveða það
en ég held að ég ætli í menntaskóla.
Kannski verð ég kennari. Ég ætla líka
að halda áfram að æfa körfubolta. Ég
æfi með Val og það er skemmtilegt af
því mig hafð lengi dreymt um að æfa
körfubolta. Kannski verð ég körfu-
boltamaður, það þætti mér gaman.
Þegar ég er ekki i skólanum þá er ég
í körfubolta eða er að læra. Ég vakna
alltaf snemma til að fara í skólann.
Ég vakna klukkan sjö og þá er ég ekk-
ert voðalega ánægð að þurfa að fara á
fætur og mér finnst gott að sofa þegar
ég á frí.“
Áttu vini á íslandi?
„Ég á vinkonu frá Slóvakíu og
þekki krakka frá Kólumbíu en ég á
ekki marga íslenska vini. Það finnst
mér dálítið leiðinlegt. Ég veit ekki af
hverju ég kynnist þeim ekki. Það er
ekki vegna þess að ég skil þá ekki eða
að þeir skilji mig eldci. Kannski á ég
bara eftir að eignast þá.“
Finnst þér gaman að skrifa sögur og
það sem þú ert að hugsa?
Já, mér finnst það gaman. I skól-
anum í flóttamannabúðunum áttum
við stundum að skrifa sögur um
eitthvað. Mér fannst það óskaplega
gaman. Þá tók ég ekkert eftir því hvað
var að gerast í kringum mig. Skrifaði
og skrifaði og skrifaði. Kannski á ég
eftir að skrifa þegar ég verð eldri.“
Áttu uppáhaldsbók og uppáhaldsljóð?
„Róbinson Krúsó er uppáhalds-
sagan mín. Hann lendir á eyðieyju
og þarf að bjarga sér og það er spenn-
andi að lesa um það. Svo er ég búin
að læra fyrsta erindið í Ég bið að
heilsa eftir Jónas Hallgrimsson. Það
er mjög fallegt, kannski verður það
uppáhaldsljóðið mitt.“
Þeir sem þekkja þig segja mér að þú
sért alltafglöð. Er það rétt?
„Já, ég er eiginlega alltaf kát og glöð
af því að mér finnst svo gaman að
vera til.“
kolbrun@bladid. net
NY LINA A FRABÆRU VERÐIi
Curvo
Domus
90cm kr. 29.900.
120cm kr. 38.500.
160cnffkr. 59.500.
Sigma
3ja sæta kr. 86.000
2ja sæta kr. 69.000
Electa.-^
90cm kr. 39.000 -
120cm kr. 49.600.-
160cm kr. 79.500,-
mm
Capri
kr. 79.000,-
ptiflex
x200 verð frá kr. 69.000.-
ws*
CO
c3
Ö
cá
o
cn
O
•
£
£
£
HÚSGAGNAVERSLUN
UÖSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGOGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
17. ágúst 2005, klukkan sex um
morguninn, fórum við frá Bosníu.