blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 6
6 I IWNLEWDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö Mikið um svifryk Svifryk hélt áfram að mælast yfir heilsuverndarmörkum i Reykja- vík í gær, fjórða daginn í röð, sam- kvæmt tilkynningu frá Umhverf- issviði Reykjavíkur. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri og því er útlit fyrir að magn svif- ryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum. Svifryk er fínasta gerð ryk- agna sem eiga greiða leið i önd- unarfærin og er fólki með við- kvæm öndunarfæri því ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Hiti sjávar áfram yfir meðallagi Mbl.is | Hafrannsóknarstofnun hefur nú skilað frá sér niður- stöðum vetrarmælinga sem sýna að almennt er hiti og selta sjávar yfir meðallagi umhverfis landið. Hiti og selta í efri lögum sjávar norðan og austan við landið mælast svipuð og áður en hafís lagðist yfir norðurmið síðla vetrar 2005. Sjávarhiti og selta úti fyrir Suður-og Vesturlandi hafði verið vel yfir meðaltali vetargilda ár- anna 1970-2006. Hafrannsókn- arstofnun segir að hlýsjórinn að sunnan hafi því verið með svip- uðum styrk og síðustu ár þó hiti hans hafi lækkað lítið eitt. Hiti og selta á norðurmiðum lækk- uðu nokkuð í kjölfar hafíssins árið 2005 en hafa hækkað aftur og eru nú yfir meðallagi síðustu 30 ára. Ferðaþjónustan er vanmetin auðlind „Náttúran mun skila okkur mun meiri verðmœtum en álver.tc „Mér finnst Húsvíkingar fagna fyr- irhuguðum álversframkvæmdum hér á svæðinu af full miklum ákafa,“ segirÁsbjörnBjörgvinsson.forstöðu- maður Hvalasafnsins á Húsavík. „Menn fóru fram úr sér í fagnað- arlátunum og mér fannst þau ekki gefa skemmtilega mynd af Húsvík- ingum. Þær auðlindir sem ég sé á norð-austurhorninu er hin frábæra náttúra sem hér er og sú auðlind er stórlega vanmetin. Náttúran mun skila okkur mun meiri verðmætum en álver þegar litið er til lengri tíma en mér finnst ráðamenn skorta framsýni til að horfa svo langt fram í tímann.“ Álver gæti fækkað ferðamönnum Ásbjörn segir að á síðasta ári hafi um 18.500 manns sótt Hvalasafnið á Húsavík og segir að þessir gestir hafi margfeldisáhrif. „Allt í tengslum við hvalaskoðunarferðinar sem gerðar eru út héðan er gott dæmi um hvað hægt er að gera og í kringum þær hafa orðið til tugir starfa. Með til- komu þjóðgarðs á Vatnajökli opnast síðan enn fleiri möguleikar. f vor er að hefjast beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar og það gæti þýtt enn meiri fjölgun ferðamanna til norðausturlands. Mývatn þykir mikil náttúruperla og þar er orðið uppbókað í gistingu stóran hluta ársins.“ Ásbörn minnir einnig á að þær skoðanakannanir sem birtar hafa komiMi i| gei'um veritiM AiFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaöur Hvalasafnsins á Húsavík. verið í tengslum við ferðaþjónust- una bendi til að erlendir ferðamenn komi hingað til lands vegna náttúr- unnar. „í ljósi þessa er ég hræddur um að álver myndi ekki bæta at- vinnulíf á svæðinu að sama skapi og ferðaþjónustan þegar hlutirnir eru skoðaðir í stærra samhengi og litið lengra fram í tímann. Rísi álver á svæðinu er það ekki aðeins ferð- þjónustan sem mun líða fyrir það heldur einnig sjárvarútvegurinn en sjómenn hafa orðið fyrir tekjuskerð- ingu vegna hás gengis sem að hluta er tilkomið vegna álversframkvæmda.“ Skiptar skoðanir meðal aðila í ferðaþjónustunni Ásbjörn segir skiptar skoðanir um uppbyggingu álvers á norð-austur- horninu innan ferðaþjónustunnar og að margir þeirra vilji fá álver á svæðið. „Það er einhver uggur í mér um að þetta verði ekki til góðs ef af verður en ég er eina röddin í bæjarfélaginu sem ekki fagnar fyrirfram." Ásgeir rifjar upp bið eftir nýrri verksmiðju sem átti að tengjast fullvinnslu á rækjuskel. „Skóflustungan var alltaf handan við hornið og menn biðu árum saman eftir þessari verksmiðju sem aldrei leit dagsins ljós. Nú er rækjan dottin upp fyrir og þessi draumur úti. Það er spurning hvort að eitthvað svipað verði upp á teningnum með álverið. Það er mikilvægt að við lítum okkur nær og horfum á þau verðmæti sem við höfum í kringum okkur sem er náttúran." Listi Framsóknarflokks ákveðinn Óskar Bergsson, húsasmíðameistari (annar frá vinstri) verður í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Röð efstu manna var ákveðin á fundi í gær. Asrún Kristjánsdóttir hönnuður (lengst t.v.) verður í 4. sæti, Marsibil Sæmundardóttir (lengst t.h.) verður f því þriðja en fyrir listanum fer Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður forsætisráðherra. Impregilo greið- ir skaðabætur ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í gær dæmt til að greiða portú- gölskum trésmið rúmlega 900.000 krónur vegna leiðréttingar á launum að því fram kemur á fréttavef ruv.is. Portúgalinn var við vinnu við byggingu Kárahnjúkavirkjunar í gegnum starfsmannaleiguna Sélect. Hann fékk greidd laun sem verkamaður frá febrúar og fram í júní 2004. Portúgalinn krafði Impregilo um mismun á þeim launum sem hann fékk greidd og þeim sem hann taldi sig eiga rétt á samkvæmt kjarasamningi. Fiskiskipum fækkar Alls voru 72 færri fiskiskip skráð á landinu í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt riti Hagstofunnar um fiskiskipatól í árslok 2005. I fyrra voru alls 1.752 fiskiskip á skrá en árið 2004 voru þau 1.824. Þar af voru vélskip 862, togarar 65 og opnir fiskibátar 825. Skipum fækkaði í öllum flokkum milli ára. Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum eða um 313 en næst flest á Vesturlandi. Fæst skip voru með skráða heimahöfn á Norðurlandi vestra eða 101 skip. 240 milljón- ir í árslaun Forstjórar og forstöðumenn Straums Burðaráss voru saman- lagt með tæpar 240 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2005. Samkvæmt henni var Þórður Már Jóhannes- son, forstjóri, með 64 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári og Benedikt Gíslason, forstöðumaður eigin viðskipta, með 16 milljónir. Þá fengu níu aðrir forstöðu- menn alls um 159 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári eða að meðaltali um 18 milljónir hver. Reykjavík->Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Þrándheimur “Kr. 12.500 — Reykjavík -> Stavanger Kr. 9.500 a www.flysas.is Reykjavík ■> Bergen Kr. 9.500 Tími til kominn! S4S Scandinavian Airlines Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. A STAR ALLIANCE MEMBER '/>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.