blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 32
I 32 I FJÖLMENNING LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöið Samrœða ólikra menningar- heima aldrei jafnbrýn og nú Sjaldan hefur verið jafnbrýnt að stuðla að gagnkvæmum skilningi og virðingu milli fólks sem tilheyrir ólíkum menningarheimum og trúarbrögðum en nú á tímum alþjóðavæðingar og fjölmenningarlegs samfélags. Fullorðinsfræðsla þjóðkirkjunnar heldur í næstu viku námskeið undir yfirskriftinni „Hin trúuðu og trúarbrögðin" þar sem fjallað er um samskipti og samræður trúarbragða og menningarheima. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, guðfræðingur og verkefnisstjóri samkirkjumála á biskupsstofu, og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. Báðar hafa þær lengi haft áhuga á þessum málum og tekið þátt í vinnu á vegum þjóðkirkjunnar sem miðar að því að skapa samráðsvettvang ólíkra trúarbragða. Tilhneiging til að líta á múslíma sem hryðjuverkamenn Steinunn Arnþrúður segir að deil- urnar vegna birtinga Jótlandspósts- ins á skopmyndum af Múhameð spámanni hafi verið kveikja að námskeiðinu. Á sama tíma og deil- urnar blossuðu upp stóðu þær fyrir svipuðu námskeiði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Myndir, ímyndir og fjölmiðlar séu eitt af umfjöllunarefnum námskeiðs- ins að sögn Steinunnar. Þar verður fjallað um hvaða ímynd fréttir vekji í huga fólks og á hvaða forsendum það lesi þær. „Þegar við á íslandi heyrðum að kristnir Irar hafi sprengt sprengju í London eins og var ekki óalgengt þegar ég var yngri þá hugsuðum við til irska lýðveldishersins. Við hugs- uðum ekki að allir Irar eða að allir kaþólikkar væru hryðjuverkamenn," segir Steinunn og bætir við að það sé vegnaþess að við höfum ákveðna sam- kennd með þeim. „Margir þekkja íra og við vitum ýmislegt um þá annað en þessar sprengingar þannig að við horfum á fréttirnar í gegnum þann spegil,“ segir Steinunn. „Þegar við aftur á móti heyrum um múslíma höfum við ekki endilega þennan sama spegil til að skoða frétt- irnar í því að við þekkjum ekki hugs- anlega ekki marga múslíma. Við höfum ekki reynslu af þeim fjölda friðsemdarfólks í þeirra röðum sem við hefðum annars ef við þekktum þá betur. Við höfum tilhneigingu til að líta á þá alla sem hryðjuverka- Á námskeiðinu fjalla guðfræðingarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir meðal annars um hvað ein- kennir sýn og umfjöllun fjölmiðla á trúarbrögð og minnihlutahópa. menn,“ segir Steinunn. I hvaða Ijósi sjá múslímar skopmyndirnar? Steinunn bendir einnig á að músl- ímar líti margir hverjir á teikni- myndamálið ekki sem einangrað tilfelli heldur í víðara samhengi. „1 hvaða ljósi horfa þeir á þessar teiknimyndir? Þeir horfa á þær í ljósi sögunnar allt frá krossferðum til nýlendustefnunnar. Þeir eru að horfa á þetta í ljósi stríðsins í írak og stríðsins í Afganistan og ástands- ins á Vesturbakkanum þar sem þeir sjá greinilega Vesturlönd leika stórt hlutverk. Þeir horfa á þetta í ljósi nið- urlægingarinnar i Abu Ghraib fang- elsinu. Þeir horfa á þetta í gegnum þann spegil og þá sjá þeir ábyggilega aðeins það slærna," segir Steinunn. Deilurnar vegna birtinga Jótlandspósts- ins á skopmyndum af Múhameð spá- manni voru helsta kveikjan að námskeiði á vegum fullorðinsfræðslu þjóðkirkjunn- ar um samskipti og samræður trúar- bragða og menningarheima. Steinunn telur að samskipti fólks sem tilheyrir ólíkum menningar- eða trúarhópum hafi gengið vel hér á landi og þar hafi fjölmiðlar gegnt mikilvægu hlutverki. „Þeir hafa lagt sig fram við að sýna menningu inn- flytjenda hér á landi áhuga og viður- kenningu. Ég held að við höfum allar forsendur til að geta vandað okkur og skapað hérna samfélag þar sem fólk getur búið saman þó að uppruni þeirra sé á einhverjum tíma ólíkur," segir Steinunn sem lýkur jafnframt lofsorði á það fræðslu- og kynningarstarf sem Alþjóðahúsið, Rauði krossinn og fleiri aðilar hafa staðið að á undanförnum árum. Þegar Steinunn er spurð hvort að neikvæðar myndir af ofbeldis- fullum mótmælum og fánabrennum vegna skopmyndamálsins kunni að styrkja staðalmynd fólks af músl- ímum enn í sessi svarar hún að þær geri það áreiðanlega. Hún bendir þó á að fréttir séu í eðli sínu iðulega nei- kvæðar og það eigi ekki aðeins við um fréttir af múslímum. „Þær eiga að vera stuttar, skýrar og skilmerki- legar. Þegar fólk horfir á fréttir hefur það tilhneigingu til að taka eftir því sem styrkir þeirra eigin hugmyndir," segir hún. Samskipti kristinna og fólks af öðrum trúarbrögðum Auk þess að fjalla um þær ímyndir sem fréttir vekja í huga fólks hyggj- ast Steinunn og Kristín fjalla um sjálfsmynd kristins fólks og á hvaða forsendum það mætir fólki af öðrum trúarbrögðum. Steinunn og Kristín telja að eftir því sem íslendingum með ólíkan bakgrunn fjölgar aðhyllist fleiri önnur trúarbrögð en kristni. Af þeim sökum sé mikilvægt fyrir þá sem starfa í kirkjunni að hafa vitn- eskju um önnur trúarbrögð en sín eigin. Ekki síður er mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir því hvað einkennir kristna trú og hvað er líkt og ólíkt með henni og öðrum trúarbrögðum. Steinunn segir að ekki verði þó farið í langar lýsingar á öðrum trúarbrögðum á námskeið- inu. „Fólk er oft að velta fyrir sér hvort þetta sé ekki allt sami hlutur- inn. Nei, það er það náttúrlega ekki. Þetta eru allt saman trúarbrögð en þetta er ekki sama trúin og maður gerir múslímum engan greiða með því að segja að trú þeirra sé alveg sú sama og okkar,“ segir hún. Steinunn er nýkomin af heims- þingi Alkirkjuráðsins sem haldið var í Porto Alegre i Brasilíu. Hún segir að þar hafi samskipti trúarbragða meðal annars verið til umræðu i ljósi skopmyndamálsins. „Þar fann maður mjög sterkt fyrir því að fólk sem veit hvað trúin skiptir það miklu máli veit líka að trú skiptir aðra máli og það er mikilvægt að sýna þeim líka virðingu og þeirra trú,“ segir hún. Námskeiðið fer fram í Grensás- kirkju og hefst kl. 18.00. Kennt verður í tvö skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram á vef Ieikmanna- skólans eða í síma 5351500. Nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni: www.kirkjan. is/leikmannaskoli RR ehf 1 samstarfi við Solo kynna: TUBORG Lettbjor ps.'ktttttrk lcelandExpress® Netsala WWW.ICELANDEXPRESS.IS AAiðasala hefst 5. mdpá eftirtöldum sölustöðum: Mál og meffiíng - Laugavegi 18, Penninn Glerártoííjl&kureyri, Hljóðhúsið-Selfossi Hljómval - Keflœfík, Tónspil - Neskaupstað þriðjudaginn 7.mars á: ww.netvisir.is BlaliS/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.