blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 16
16 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö
Vatn verður uppspretta átaka
John Reid, varnarmálaráðherra Breta, óttast að loftslagsbreytingar kunni að leiða til átaka
í heiminum á næstu áratugum. Reid óttast einkum átök um yfirráð yfir vatnslindum.
Loftslagsbreytingar geta orðið ein
helsta ástæða átaka í heiminum
á næstu 30 árum, ekki síst ef átök
brjótast út á milli ríkja um yfirráð
yfir vatnslindum að mati John Reid,
varnarmálaráðherra Breta. Á ráð-
stefnu um alþjóðamál sem haldin
var í London fyrr í vikunni benti
Reid á að á sama tíma og mannfjöldi
á jörðinni eykst ganga vatnslindir
í auknum mæli til þurrðar. Hann
varaði við því að átök milli ríkja
af þessum völdum myndi fjölga á
næstu árum þar sem hlýnun jarðar
leiddi til þess að eyðimerkur þektu
stærri hluta yfirborðs jarðar, ís-
breiður bráðnuðu og vatnslindir
menguðust.
Reid sagði jafnframt á ráðstefn-
unni að loftslagsbrey tingar væru ein
helsta hætta sem steðjaði að öryggi
í heiminum ásamt alþjóðahryðju-
verkum og orkuskorti.
Benti hann jafnframt á að breski
herinn yrði að vera í stakk búinn að
fást við átök sem kynnu að brjótast
út vegna dvínandi vatnslinda.
Innan hersins eru menn þegar
farnir að íhuga afleiðingar loftslags-
brey tinga á næstu þremur áratugum
og vara við þvi að hersveitir verði að
búa sig undir fleiri neyðaraðgerðir
í mannúðarskyni, störf við friðar-
gæslu og íhlutanir í átök. Nokkrir
embættismenn á vegum Atlantshafs-
bandalagsins tóku undir áhyggjur
Reid á ráðstefnunni.
Fátæk ríki ekki undir hættuna búin
Reid sagði að loftslagsbreytingar
ættu þegar þátt í átökum í Afríku
og benti á að fátæk ríki væru mörg
hver ekki í stakk búin til að takast
á við vatnsskort, flóðahættu eða
uppblástur.
„Ef við lítum rúman áratug fram
í tímann sjáum við fram á aukna
óvissu, óvissu um afleiðingar lofts-
lagsbreytinga á stjórnmál og fólk.
Flóð, bráðnun íshreiðna og upp-
blástur gæti leitt til þess að ræktar-
land tapaðist, vatnslindir menguð-
ust og efnahagskerfi legðust í rúst,“
sagði Reid.
„Meira en 300 milljónir manna í
Afríku hafa nú þegar ekki aðgang
að hreinu vatni. Loftslagsbreyt-
ingar munu gera þetta slæma
ástand enn verra,“ sagði Reid og
bætti við að þessar breytingar
myndu leiða til þess að enn frekar
gengi á auðlindir sem nú þegar
eru af skornum skammti svo sem
hreint vatn og gott ræktarland.
„Slíkar breytingar munu auka lík-
urnar á því að til átaka komi. Það er
helber staðreynd að vatnsskortur á
sinn þátt í þeim hræðilegu átökum
sem eiga sér stað í Darfur-héraði (í
Súdan). Við ættum að líta á það sem
viðvörun."
Losun koltvíoxíðs eykst
Umhverfisverndarsinnar á Bret-
landi hafa tekið undir viðvaranir
Reid og krefjast þess að stjórnvöld
leggi meira á sig í baráttunni við að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Tony Juniper, framkvæmda-
stjóri samtakanna Vinir jarðarinnar,
sagði í viðtali við breska dagblaðið
The Independent í vikunni að rann-
sóknir staðfestu æ betur umfang
þeirra vandamála sem hlýnun jarðar
hefði í för með sér og nú væru áhrif
þeirra fyrir öryggi og stjórnmál
í heiminum að koma í ljós. Spáði
hann því jafnframt að vandinn sem
vatnsskorturinn hefði í för með sér
gæti orðið einna skæðastur í Mið-
austurlöndum og í Norður-Afríku.
Charlie Kornick, sem stjórnar
baráttu Grænfriðunga fyrir því að
dregið verði úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, sagði að vatnsskortur
vegna loftslagshreytinga vofi yfir
milljörðum manna í Afríku, Asíu
og Suður-Ameríku. „Ef stjórnmála-
menn gera sér grein fyrir alvarleika
þessa vandamála af hverju eykst þá
losun koltvíoxíðs á Bretlandi?"
Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is
Bílaleigubíll í Þýskalandi
frá 2.285 kr á dag*
Ford Fiesta eða sambærilegur.
Innifalfð í leiguverði erlendis: Ótakmarkaður akstur, skattur, tryggingar og afgreiðslugjald á flugvelli - ekkert bókunargjald.
** M.v. 7 daga lágmarksleigu, verð er háð gengi og getur breyst án fyrirvara
Bókaðu bílinn heima í síma 461-6010
THE INSTTTUTE OF TRANSPORT MANAGEMENT (ITM)
valdi National sem btlaleigu
ársins 2006 bæöi f Bretlandi
og Evrópu. Petta er annaó
árió í röð sem sem þessl
hefður hlotnast fyrfrtækfnu
í Bretlandf, en þriðja árið í
röð sem National er kosin
besta bílalelgan í Evrópu.
m
NainmdCmttmat
þínar þarfir - okkar þjónusta.
Staðreyndir um vatnsneyslu:
97,5% alls vatns á jörðinni er salt og
því óhæft til neyslu.
Stærstur hluti ferskvatns er í formi
íss.
Áætlað er að hver maður þurfi á
um 50 lítrum af vatni að halda á
degi hverjum en flestir láta 30 lítra
sér nægja. Af þeim fara fimm lítrar
í mat og drykk og 25 til hreinlætis.
í sumum löndum notar hver mann-
eskja minna en tíu lítra af vatni á
dag. I Gambíu notar hver maður
um 4,5 lítra, í Malí 8, Sómalíu 8,9
og í Mósambík 9,3.
Á hinn bóginn notar hver maður í
Bandaríkjunum að meðaltali 500
lítra á dag og á Bretlandi 200 lítra.
Á Vesturlöndum notar hver maður
að meðaltali um átta lítra við að
(Malí notar hver manneskja að meðaltali 8 lítra af vatni til allra þarfa. A Vesturlönd-
um notar hver maður sama magn til þess eins að bursta tennurnar.
bursta tennur, 10-35 lítra við að Kartöflur: 1.000 lítrar
sturta niður í salerninu og 100-
200 lítra í sturtu.
Fjöldi vatnslítra sem þarf til fram-
leiðslu á einu kílói af nokkrum al-
gengum matvælategundum:
Maís: 1.400 lítrar
Hveiti: 1.450 lítrar
Kjúklingar: 4.600 lítrar
Nautakjöt: 42.500 lítrar
** **
Veródæmi Bretland 2.103,- Spánn 2.351,-
ýmis lönd: Danmörk ** 2,910,- Frakkland ** 2.009,-
BILALEIGA
AKUREYRAR
Kínverjar taka þátt í saklausu vatnsbyssustríði á árlegri hátíð i borginni Dongwan í
Guangdong-héraði 1. mars. Vatn gæti orðið uppspretta skæðari átaka í heiminum á
næstu áratugum.
Hvar gæti komið til
átaka í heiminum?
ísrael, Jórdanía og Palestína
Fimm prósent heimsbyggðarinnar
lifir á einu prósenti af vatnsbirgðum
hennar í Miðausturlöndum og það
átti sinn þátt í sex daga stríðinu
milli araba og Israelsmanna árið
1967. Haldi hlýnun jarðar áfram
gæti vatnsskortur leitt til frekari
átaka. íbúar í ísrael, heimastjórnar-
svæðum Palestínumanna og Jórd-
aníu reiða sig á Jórdaná en hún lýtur
yfirráðum Israelsmanna og þeir
hafa dregið úr vatnsframboði þegar
illa hefur árað. Israelsmenn tak-
marka mjög vatnsneyslu í Palestínu.
Tyrkland og Sýrland
Áætlanir Tyrkja um að byggja stíflu
í Efrat-fljóti leiddi landið næstum
til styrjaldar við Sýrlendinga árið
1998. Vatnsskortur vegna loftslags-
breytinga eykur enn spennu á þessu
eldfima svæði.
Kína og Indland
Brahmaputra-áin hefur leitt til
spennu milli Indverja og Kínverja.
Árið 2000 sökuðu Indverjar Klnverja
um að deila ekki upplýsingum um
ástand árinnar í kjölfar aurskriðna
í Tíbet sem leiddu til flóða í norð-
austurhluta Indlands og Banglades.
Tillögur Kínverja um að gera breyt-
ingar á árfarveginum valda ind-
verskum stjórnvöldum enn fremur
áhyggjum.
Eþíópía og Egyptaland
Aukin hætta er á að átök brjótist út í
ríkjum við Nílarfljót í kjölfar mann-
fjöígunar í Egyptalandi, Súdan og
Eþíópíu. Eþíópíubúar vilja nota vatn
árinnar í auknum mæli til eigin
þarfa sem kynni að koma sér illa
fyrir Egypta.
Banglades og Indland
Flóð í Ganges-fljótinu vegna bráðn-
unar jökla í Himalajafjöllum hafa
haft tjón í för með sér sem aftur
hefur leitt til þess að ólöglegum
innflytjendum til Indlands hefur
fjölgað. Um 6.000 manns fara yfir
landamærin til Indlands á hverjum
degi og hafa Indverjar reist vegg með-
fram landamærunum til að reyna að
stemma stigu við fólksflóttanum.