blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 39
blaðið LAUGARDAGUR 4. MARS 2006
VIÐTAL I 39
Hljómar og upphaf útrásar
íslenskra tónlistarmanna
Þór Tjörvi Þórsson, sagnfræöingur, telur að breytingar sem urðu á dægurtónlist upp
úr miðjum sjöunda áratugnum hafi haft sitt að segja um að tilraunir Hljóma til að ná
árangri erlendis fóru út um þúfur.
Tilraunir íslenskra popptónlistar-
manna til að hasla sér völl erlendis
eru ekki nýjar af nálinni. Hljómar
var fyrsta íslenska hljómsveitin sem
reyndi að slá í gegn í útlöndum og
má því segja að hún sé frumkvöðull
í útrás islenskra tónlistarmanna.
Þór Tjörvi Þórsson, sagnfræðingur,
fjallar um þennan þátt i sögu
keflvísku Bítlanna á landsbyggð-
arráðstefnu sagnfræðinga og þjóð-
fræðinga í Reykjanesbæ í dag. Fáir
þekkja jafnvel til tilrauna íslenskra
tónlistarmanna til að ná vinsældum
erlendis en Þór Tjörvi skrifaði B.A.-
ritgerð í sagnfræði um þetta efni
fyrir tveimur árum.
Tvær gerólíkar hljómsveitir
Þór Tjörvi segir að það sem hafi
komið sér mest á óvart þegar hann
kynnti sér efnið var hversu mikill
munur var á Hljómum og Thors-
hammer. „Þetta voru nánast eins og
tvær gjörólíkar sveitir. Á því tima-
bili sem Pétur Östlund, trommuleik-
ari, er í bandinu eru þeir harðari og
skapa á vissan hátt persónulegri stíl.
Hljómar eru aftur á móti nær miðj-
unni. Þó að Hljómar hafi gert góð
lög finnst manni oft eins og það hafi
vantað eitthvað upp á til þess að ná
árangri erlendis," segir Þór.
Þór telur að ýmsar ástæður liggi
að baki þess að tilraunir Thors-
hammer til að ná frama erlendis
hafi farið út um þúfur. Hann bendir
meðal annars á að þær breytingar
sem urðu á dægurtónlist á þessum
tíma hafi haft þar sitt að segja. „Tón-
listin tók að breytast mikið og þró-
ast upp úr 1966 með plötum á borð
við Pet Sounds með Beach Boys og
Revolver Bítlanna. Að baki þeirri
tónlist lá meiri hljóðversvinna en
áður. Plata Thorshammer er miklu
líkari þvi sem var að gerast um það
bil tveimur árum fyrr i frumbítlatón-
listinni, sem hafi einkennst af hráu
hljóði, notkun fuzzgítara og þess
háttar. Ef þeir hefðu verið tveimur
árum fyrr á ferðinni þá er miklu
líklegra að þeir hefðu náð langt,“
segir Þór. Hann segir jafnframt að
útgáfufyrirtækið Parlaphone sem
Thorshammer var hjá hafi ekki
verið tilbúið til að eyða of miklu í
einhverja pilta frá íslandi. Útgerðin
hafi ennfremur kostað sitt enda dýrt
að fara út og halda uppi hljómsveit
erlendis.
Thorshammer enduruppgötvuð
Tónlist Thorshammer vakti ekki
mikla athygli erlendis þegar hún
kom út og segir Þór að hún hafi kaf-
færst í þeirri öldu tónlistar sem þá
var gefin út. Hann bendir þó á að
tónlistargrúskarar og plötusafnarar
hafi uppgötvað hljómsveitina á und-
anförnum árum og plötur hennar
séu eftirsóttar. Útgáfufuyrirtækið
Ace-records gaf plötu Thorshammer
út á ný árið 2001 og komst hún á
lista tímaritsins Record Collector
yfir bestu endurútgáfur sama ár. Að-
dáendur Thorshammer leynast víða
um heim. „Sem dæmi má nefna að
þegar ég hóf nám í Warwick á Eng-
landi hitti ég rúmlega tvítugan Jap-
ana sem spurði mig hvort Þór væri
algengt nafn á Islandi. Ástæðan
reyndist vera sú að hann átti safn-
plötu með Thorshammer," segir Þór.
Nú á dögum sýna fjölmiðlar
þeim íslensku tónlistarmönnum
sem reyna að hasla sér völl erlendis
mikinn áhuga. Þór segir það sama
hafa verið upp á teningnum þegar
Hljómar hófu sína útrás. „Fjölmiðlar
fylgdust með þessu og vonuðust
til að eitthvað myndi gerast en svo
hjaðnaði það. Það hefur alltaf verið
tilhneiging til þess að blása það upp
ef hljómsveitir fara út fyrir land-
steinanna, ekki síst í fjölmiðlum,"
segir hann.
Erlend áhrif á
Suðurnesjum
Dægurmenning í víðum
skilningi og erlend áhrif eru
meginviðfangsefni landsbyggð-
arráðstefnu íslenskra sagn-
fræðinga og þjóðfræðinga sem
haldin verður í áttunda skipti í
Ðuushúsum í Reykjanesbæ í dag.
Utanaðkomandi áhrif hafa
sett mark sitt á mannlíf á Suð-
urnesjum í aldanna rás, allt frá
verbúðalífi fyrr á tíð til áhrifa
frá bandaríska varnarliðinu frá
því um miðja síðustu öld. Alls
munu níu fræðimenn flytja
erindi á ráðstefnunni sem fjalla
um þessi áhrif i viðu samhengi.
Dægurtónlist skipar stóran
sess í dagskránni enda var
Keflavík vagga Bítlatónlistar hér
á landi. Eggert Þór Bernharðs-
son mun meðal annars fjalla
um innreið djasstónlistar á
stríðsárunum, viðtökur hennar
og margvíslegar breytingar á
dægurtónflst fram að Bíflaæðinu
í upphafi sjöunda áratugarins.
Áhrif varnarstöðvarinnar á
útbreiðslu rokktónlistarinnar
á tslandi er umfjöllunarefni
Gests Guðmundssonar og
Kristján Pálsson fjallar um áhrif
varnarliðsins á mannlff á Suður-
nesjum, neyslu, dægurmenningu,
málfar og samskipti kynjanna.
Nánari dagskrá ráðstefn-
unnar má nálgast á heimasíðu
Sagnfræðingafélags íslands,
www.akademia.is/saga.
Úrvinnslugjald hefur verið lagt á fleiri tegundir úrgangs.
Því fjölgar endurvinnsluflokkum í móttökustöðinni í Gufunesi.
Gjaldskrá móttökustöðvarinnar í Gufunesi fyrir úrgang sem ber úrvinnslugjald er nú þannig:
Pappírst
390 Filmuplast, litað og eöa áprentaö
391 Plastt
Heyrúlluplast
397 Filmuplast, glært óáprentaö
0 -125 kg/mán 0
126 - 250 ” Endurgreiösla 4,36
251 - 375 " n 6,23
376 og yfir n 8,72
Baggaö filmuplast > 500 kg/baggi í 40 feta gámi
á höfuðborgarsvæðinu eða FOB útflutningshöfn
samkv. sérstöku samkomulagi
398 Bylgjupappi
0-250 kg/mán 0
251- 500 ” Endurgreiósla 3,42
501 og yfir 4,67
Fyrir einstakan farm yfir 1.000 kg sem móttekinn er á
fyrir fram umsömdum tíma og meö sérstöku samkomulagi 5,42
Baggaöur bylgjupappi >500 kg/baggi í 40 feta gámi
á höfuðborgarsvæöinu eða FOB útflutningshöfn samkv.
sérstöku samkomulagi
Ekkert
gjald
í Gufunesi á fleiri
endurvinnsluflokkum
9,15
S©RPA
sorpa.is