blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 26
26 I TÍSKA LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaðið BlaSid/Steinar Hugi í*s». 1 Nicotineir s^JLYFJA Hœttum aö reykja í samfélagi á vefnum þar sem allir fá styrk hver frá öörum og enginn þarf aö standa einn í þaráttunni. Með sameiginlegu átaki drepum við í fyrir fullt og allt Skráöu þig í átakið á vidbuin.is Þar er auk þess hœgt aö finna allar upplýsingar um máliö. Lánaði Rob Schneider frakkann Uppáhaldsflík Ásgeirs Kolbeins Dagskrárgerðarmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson þykir smekklegur þegar kemur að klæðaburði og greinilegt er að hann klæðist ekki hverju sem er. Þegar Blaðið náði tali af honum átti hann í nokkrum erfiðleikum með að velja uppá- haldsflíkina, enda segir hann allt slíkt breytilegt dag frá degi. „Þar sem ég er nú ekki kona finnst mér hálfeinkennilegt að kalla eitthvað uppáhaldsflíkina mína. Það er einhvern veginn ekki alveg að passa. En ég get þó nefnt einn Day frakka sem ég á og nota mikið, en hann keypti ég í GK síð- astliðið haust. Þetta er mjög klass- ískur jakki - passar við allt og við flest tilefni," segir Ásgeir, en hann segir þó líklegt að eitthvað annað verði vinsælla þegar fram líða stundir. „Ég á eflaust eftir að nota hann eitthvað áfram en það er nú þannig með mig að ég er mjög fljótur að endurnýja föt. Þess vegna er ólíklegt að hann lifi mjög lengi greyið." Aðspurður segir hann jakkann eiga sér smá sögu, en leikarinn Rob Schneider fékk hann lánaðan í heimsókn sinni hingað til lands. „Við vorum á Rex og einhverra hluta vegna þurfti Rob að stökkva út af staðnum. Hann gerði sér lítið fyrir og greip jakkann með enda fannst mér nú bara hálfgerður heiður að lána honum jakkann og gerði því engar athugasemdir við þetta áhlaup. Svo varð þetta hið fyndnasta augnablik því að hann er svo rosalega lítill og ég náttúr- lega einir 6 metrar eða eitthvað. Hann var hreinlega eins og eitt- hvað lítið fyrirbæri, dragandi drag- síða skykkju eftir gólfinu," segir Ásgeir að lokum og hlær. halldora@bladid.net Hjörtu og hamingja með vorinu... rómantíkin svífuryfir vötnum Rómantíkin sveif yfir vötnum á sýningu Luellu Bartley, Moschino, Marc Jacobs og fleiri hönnuða á dög- unum. Sýndir voru tískustraumar vorsins og fór ekki framhjá neinum að ást og rómantik réði þar ríkjum. Hvort að komandi vor sé vor ástar- innar skal ósagt látið en margir hönnuðir vilja allavega meina að turtildúfur verði einkennandi og hjörtun allsráðandi. Anna Sheffield, skartgripahönn- uður hjá Marc Jacob's og einn að- standenda sýningarinnar, sagði hjartað vera óaðfinnanlegt mynstur sem prýða megi hvers manns klæði og því þótti henni ekki amalegt að sjá hjörtun dansa á pöllunum. Ekki skemmir fyrir að hjartað er tákn ást- arinnar og því er aldrei að vita nema ástin taki sér sérstaka bólfestu í hjörtum manna í vor...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.