blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö
Héma em allir góðir við mig
Skurta Krutaj er tólf ára gömul
stúlka, fædd í Kósóvó árið 1993.
Hún dvaldi sjö ár í flóttamanna-
búðum í Bosníu áður en hún flutti
til íslands ásamt fjölskyldu sinni.
Eftir hálfs árs dvöl á íslandi hefur
Skurta náð undragóðri færni í
íslensku en hún er nemandi við
Austurbæjarskóla. Hún er í hópi
fjögurra nemenda skólans sem
nýlega fengu Laxnessfjöðrina,
sem er sérstök viðurkenning veitt
fyrir góð tök á íslensku. Þetta er
í annað sinn sem Laxness fjöðrin
er veitt af hópi áhugafólks um
eflingu móðurmálsins.
„Við finnum glöggt til þeirrar
ábyrgðar sem lögð er á herðar okkar
með því að fela okkur að gæta
einnar lítillar fjaðrar. Það er raunar
sú ábyrgð sem okkur er öllum lögð
á herðar, ekki síst þeim ungu, að
gæta þess dýrmæta auðs sem felst í
tungunni. Það fellur í ykkar hlut að
halda henni þannig að til sóma sé,“
sagði Matthías Johannessen skáld
sem afhenti verðlaunahöfunum Lax-
nessfjöðrina. Skurta fékk viðurkenn-
inguna vegna árangurs síns í ritgerð-
arsamkeppni meðal nýbúa á fyrsta
og öðru ári á Islandi i nýbúadeild
Austurbæjarskólans. I ritgerðinni
lýsti Skurta lifi sínu og flutningum
til nýs lands.
Stundum sorgmædd
„Það var mjög gaman að fá verð-
launin," segir Skurta. „Ég vonaði að
ég myndi vinna en ég var samt ekk-
ert viss um það. Ég skrifaði ritgerð-
ina á íslensku og það var ekkert voða-
lega erfitt. Ef ég vissi ekki hvernig
ég ætti að stafa orð þá fór ég bara í
orðabók, eins og til dæmis þegar ég
þurfti að skrifa orðið „sorgmædd".
Eg skrifaði um stríðið í Kósóvó og
hvernig við fjölskyldan komumst
þaðan og til flóttamannabúðanna
í Bosníu þar sem við bjuggum í sjö
ár. Ég lýsti því hvernig var að vera
þar, skrifaði um skólann í búðunum
og sagði frá vinkonum mínum. Ég
skrifaði eiginlega um allt. Svo skrif-
aði ég líka um það hvernig er að vera
á íslandi."
Fannst hér ekkert erfitt að flytja og
fara til Islands?
„Ég var ekkert hrædd við að fara til
íslands en ég var sorgmædd vegna
þess að ég var að flytja frá landinu
mínu. Stundum verð ég sorgmædd
þegar ég hugsa um landið sem ég átti
heima í. Ég vissi ekkert um ísland
en ímyndaði mér að þar væri alltaf
gaman og allt væri gott. Núna þegar
ég á heima hérna finnst mér gott að
vera á íslandi og það er gaman að
búa hérna.“
Við hvað unnu foreldrar þínir í
Kósóvó?
„Ég man það ekki. Ég var svo lítil
þegar við fórum. Ég spurði pabba
einu sinni hvað hann gerði áður en
við fórum frá Kósóvó. Eg er búin að
gleyma hverju hann svaraði.“
BlaÖiÖ/Frikki
Vaxtalaus greiðslukjör í allt aö 24 mánuöi
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræöingur með réttindi til
sjónmælinga og iinsumælinga
Gleraugað
í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800
/