blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 28
28 I TXLVERAN
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöið
I Halldóra hugsar upphátt
Liggur kynþokki karla í egóinu?
Umræðuefni ungra vinkvennahópa eru mörg hver ansi lit-
rík get ég ímyndað mér og margir karlmenn vildu eflaust
vera fluga á vegg þegar kappræðurnar hefjast og æstar
stúlkukindur tala hver ofan í aðra um hitt kynið, kossa-
taktík, sjarmöra eða fyrirhugaða „veiði“ næstu helgar. Typ-
patal sem þetta getur verið ansi skemmtilegt og á köflum
verulega fróðlega enda skjóta hinar ýmsu hugmyndir upp
kollinum og maður telur sig ósjaldan átta sig á hinu og
þessu í tengslum við karlþjóðina.
Það var einmitt nú í vikunni sem enn ein uppfinn-
ingin leit dagsins ljós í góðum hópi kvenna sem ég hitti.
Eftir miklar pælingar um hvernig karlmenn það eru sem
fangi athygli kvennanna var niðurstaðan sú að öryggið upp-
málað fleyti þeim lengst. Jú, þakka ykkur fyrir. Það þarf
helst að rigna upp í nefið á mönnunum svo þeir sanki að
sér plússtigum hjá okkur konunum. Menn sem
eru hnarreistir, öruggir og með höfuðið hátt
eru miðað við þessar samræður okkar mun
líklegri til að kveikja bál í brjósti kvenna en
þeir sem laumast meðfram veggjum og húka
herpir í öxlum sökum vandræðagangs og
minnimáttakenndar.
Ég veit ekki hvort allir séu sammála
um þetta - en eitt er víst: menn eins og Gilze-
negger virðast njóta mikillar kvenhylli þó svo
að mikilmennskan og gott sjálfsálit hans sé
margrómað og oft gagnrýnt. Nú kunna ein-
hverjir að hlæja sig máttlausa, en greinilegt
er að menn eru ekki litnir hornauga fyrir að
vera góðir með sig. Þvert á móti - það þykir kyn-
þokkafullt, merki um yfirvegun og jafn-
vel nokkuð forvitnilegt. Hvaða stelpur
muna t.d. ekki eftir að hafa verið
skotnar í mesta egó-vöðvahnykkjandi
slagsmálafjallinu á yngri árum? Ekki
var það góðmennskan og prinsagenið
sem réði þar ríkjum!
Kannski er málið bara að labba
um bæinn með nefið upp í loftið
svo fólk gangi á eftir með grasið í
skónum...
Halldóra Þorsteinsdóttir
Finnst þér þú kynþokkafull/ur?
Útlit virðist skipta miklu máli í
dag og margir leggja mikið upp
úr því að líta vel út. Án þess að
glæsilegt útlit eigi að vera aðalat-
riði er því ekki að neita að gott
sjálfstraust er mikilvægt og þeir
sem eru ánægðir með sig eiga oft
auðveldara með lífið en hinir sem
óánægðir eru.
Hitt er aftur annað að við þurfum
ekki að líta út eins og fegurðar-
drottningar/-kóngar til þess að
vera ánægð með okkur. Það hafa
allir eitthvað til brunns að bera
og það er engin staðalímynd
fyrir fegurð. Kynþokki snýst
t.a.m. ekki eingöngu um fallegt
útlit, heldur kemur hann mikið
til innan frá og við eigum að geta
fundist við kynþokkafull á hinum
ýmsu sviðum.
Svaraðu þessum Iaufléttu spurn-
ingum og athugaðu hvort þú
upplifir þig kynþokkafulla/n eða
ekki.
IKoma tímar þar sem þú ert
afar ánægð/ur með eigið
útlit?
a) Já, það gerist mjög oft. Ég
er heppin með útlitið og get ekki
kvartað yfir neinu hvað það varðar.
b) Nei, það gerist aldrei. Ég
næ aldrei að líta það vel út að mér
líði vel.
c) Já, það koma tímar þar
sem ég lít í spegil og er sátt/ur.
2Finnst þér þú nógu kyn-
þokkafull/ur fyrir maka
þinn?
a) Stundum tel ég mig kyn-
þokkafulla/n í hans/hennar augum
en það gerist ekki mjög oft.
b) Já, að sjálfsögðu. Ég er
merki um mesta kynþokka sem
hann/hún hefur augum litið.
c) Ég? Kynþokkafull/ur? Hef
nú sjaldan heyrt þá betri...
Hvernig er sjálfsöryggið í
kynlífinu?
a) Hræðilegt. Það
er eins og dulunni sé svipt af mér og
allir geti tekið mig og mína galla út!
b) Sjálfsöryggið er í hæstu
hæðum. Ef ekki í kynlífinu, hvenær
þá...?
c) Stundum finnst mér ég
kynþokkafull/ur en yfirleitt ekki þó.
Hver af þessum táknar kyn-
þokka: Britney Spears, Ja-
net Jackson eða Þorgerður
Katrín, menntamálaráðherra?
a) Britney Spears.
b) Janet Jackson.
c) Þorgerður Katrín.
5Finnst þér óþægilegt að
afklæðast fyrir framan
einhvern?
a) Nei, síður en svo. Ég nýt
mín í botn þegar ég afklæðist.
b) Já, ég reyni eftir fremsta
megni að komast hjá því.
c) Ekkialltaf.enfyrirframan
suma myndi ég aldrei afklæðast.
Hvað lýsir þér best?
a) Fegurð, kyn-
þokki og nýt kven/karlhylli.
b) Ágætlega sæt/ur og
skemmtileg/ur. Enginn kynþokki
samt.
c) Ágætlega gefin/n en alveg
úti á túni hvað útlit og kynþokka
varðar.
Hver er mælistika þín á
kynþokka?
a) Þvengmjór lík-
ámi, fullkomin húð og glæsilegt
bros.
b) Kynþokki snýst að miklu
leyti um sjálfsöryggi og það að njóta
sín hvernig sem er. Það geta allir
verið kynþokkafullir!
c) Kynþokki kemur með
ágætis útliti og dassi af sjálfstrausti.
8Þarftu mikið að hafa fyrir
því að líta sæmilega út?
a) Já. Ég fer varla út úr húsi
nema eftir að hafa eytt klukkutíma
fyrir framan spegilinn.
b) Kannski ekkert rosalega
mikið, örugglega bara eins og allir
aðrir.
c) Nei, alls ekki. Mér finnst
ég kynþokkafull/ur strax þegar ég
vakna á morgnana.
Reiknaðu út stigin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
a) 4 stig
a) 2 stig
a) 1 stig
a) 1 stig
a) 4 stig
a) 4 stig
a) 1 stig
a) 1 stig
b) 1 stig
b)4 stig
b) 4 stig
b)2 stig
b) 1 stig
b) 2 stig
b) 4 stig
b) 2 stig
c) 2 stig
c) 1 stig
c) 2 stig
c) 4 stig
c) 2 stig
c) 1 stig
c) 2 stig
c) 4 stig
0-9 stig:
Þér finnst þú alls ekki kynþokkafull/ur og átt eflaust
við mikla minnimáttarkennd að striða þegar kemur
að útliti og viðmiðun við aðrar þokkadfsir. Raunin er
hins vegar sú að hugmynd þín um kynþokka er alls
ekki raunsæ og fyrir þér getur manneskja ekki verið
kynþokkafull nema hafa óaðfinnanlegt útlit, grannan
líkama og hið fullkomna andlit. Hættu nú þessu bulli
og leyfðu þér að upplifa kynþokkann i sjálfum/sjálfri
þér. Þú býrð yfir miklum þokka og þarft bara að ná f
hann - þá mun hann skina úr augum þínum og heilla
mann og annannl
10-20 stig:
Það koma tímar þar sem þú upplífir þig kynþokka-
fulla/n en á öðrum stundum finnst þér þú bara
„venjuleg/ur". Það er mjög mikilvægt að gera sér grein
fyrir þvf að kynþokkinn snýst ekki bara um útlitið eða
ákveðna staðalfmynd. Kynþokki er mun meiri en það
og hann kemur að innan. Ef manneskju Ifður vel og
jafnvægið er gott þá er hún mun líklegri til að vera
þokkafull en sú sem uppfyllir allar „platkröfur fyrir-
sætulfkamans".
21-32 stig:
Þú býrð yfir miklum kynþokka og gerir þér vel grein
fyrir því. Þetta er ekki endilega spurning um rffandi
egó, heldur veistu sem er að kynþokkinn er svo margt
meira en útlitið eingöngu. Þér Ifður vel, ert ófeimin/n
og getur þvf fundið til sjálfstrausts viö hinar ýmsu að-
stæður. Þú getur verið kynþokkafull/ur f rúminu, f búð-
inni og þegar þú heldur ræðu f fimmtugsafmælinu!