blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö ■ Tipparar vikunnar: Snorri Sturluson Wycombe-maður eins og Stjáni bróðir Tippari vikunnar þessa helgina hjá okkur á Blaðinu er útvarps-og sjón- varpsmaðurinn góðkunni Snorri Sturluson. Hann stjórnar í dag út- varpsþætti sínum á XFM, 91,9 sem ber heitið Snorralaug alla virka daga milli klukkan 14 og 17. Auk þess er Snorri einn af aðalmönnunum sem lýsa á Enska boltanum. Snorri er Dal- víkingur, er reyndar fæddur á Þing- eyri við Dýrafjörð, en uppalinn að mestu í Danmörku og á Akureyri og telst því fullgildur KA-maður. „Það er nú orðið ansi langt síðan ég fór að fylgjast með enska boltanum, eiginlega lengra en mig langar til að muna. Ég flutti heim frá Danmörku árið 1977 og hafði þá meiri áhuga á danska og þýska boltanum. Allan <Simonsen var helsta hetjan, en tók þann pól í hæðina að vega og meta ensku liðin vel til að finna lið til að fylgja í gegnum súrt og sætt. Pabbi hafði reyndar bent mér á stór- skemmtilegt Leeds-lið þess tíma, hann er reyndar ekki Leeds-ari, en ég heillaðist af öðru liði. Þetta ágæta lið var reyndar ekki að vinna titla á þessum tíma, en mér fannst boltinn sem þeir spiluðu skemmtilegur og ákvað að láta brjóstvitið ráða. Með tíð og tíma fór þetta ágæta stórveldi að sanka að sér titlum og áhangendum hér heima fjölgaði hratt og þá fór mér að leiðast þófið. Sjálfsagt hefur þetta verið vinnutengt líka, það er eigin- lega ekki boðlegt að vera gallharður stuðningsmaður einhvers liðs og lýsa svo leikjum í gríð og erg. Einhverra hluta vegna leitaði áhuginn niður í neðri deildirnar og þar kom að ég hnaut um hið ágæta lið Wycombe Wanderers,“ sagði Snorri um áhuga sinn á enska boltanum. En afhverju erSnorri Wycombe-maður? „Það er eiginlega Stjána bróður mínum að kenna... eða þakka. Ég hafði, og hef svo sem ennþá, taugar til stórliðs sem leikur alla jafna í rauðum treyjum og berst um titla á hverju ári. Mér fannst það orðið heldur óspennandi og fór að veita neðri deildunum meiri áhuga. Stjáni var skrefinu á undan mér, fann þetta stórskemmtilega og sögulega lið Wyc- ombe Wanderers og nú stefnum við að því að boða sannindin, stækka aðdáendahópinn á íslandi og stofna klúbb. Wycombe er merkilegt félag og á m.a. heimsmet sem seint verður slegið; liðinu hefur tekist að skora tvö mörk án þess að andstæðing- arnir komi við boltann," sagði Snorri Sturluson. 1. Fulham - Arsenal 1 2 Þetta verður athyglisverður leikur. Lundúnas- lagur, Heiðar er heitur, Arsenal í vandræðum. Jafntefli kemur ekki til greina, Fulham er sterkt á heimavelli en Arsenal gæti rifið sig upp úr vitleysunni og unnið á útivelli í fjórða sinn á leiktíðinni. 2. West Ham - Everton 1x2 Hér getur bókstaflega allt gerst. Það er algjör- lega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Everton er að vakna til lífsins eftir dap- urt gengi framan af, spurning hvort tapið gegn Newcastle situr í sveinum Moyes. West Ham hefur komið þægilega á óvart. 3. Newcastle - Bolton 1 2 Það virtust hreinlega allir aðrir en forráða- menn Newcastle gera sér grein fyrir því að Graeme Souness er algjörlega grunlaus með öllu. Newcastle er á góðu skriði og ætti að hafa þetta, en maður getur aldrei bókað neitt þegar Bolton á hlut að máli. Þessi lið sætta sig illa við jafntefli, þannig að þetta dettur öðru hvoru megin. 4. Aston Villa - Portsmouth 1 Þetta ætti nú að liggja ágætlega fyrir Villa, ekki vegna þess að Villa-liðið er svo frábært heldur vegna þess að Portsmouth er í tómu tjóni. Ég vona nú samt að Harry Redknapp staldri stutt við í næstefstu deild, hann hressir upp á hlutina í úrvalsdeildinni. 5. Middlesbro - Birmingham 1 Gengi Middlesbro-liðsins í vetur er undarlegt í meira lagi. Þeir spila eins og Evrópumeistarar annan daginn, en b-lið Hagkaupa þann næsta. Meiðslavandræðin i vetur hafa gert það að verkum að Birmingham-liðið er algjörlega úti á þekju og Middlesboro vinnur sannfærandi sigur. 6. Burnley - Reading 2 Þetta er nú eiginlega auðveldasti leikurinn á seðlinum. Reading er með hörkulið sem hefur ekki tapað nema einum útileik á leiktíðinni. Burnley er ekki að gera neitt, þannig að þetta verður þægilegur sigur hjá Ivari og Brylla. 7. Watford - Derbyl Watford er að blanda sér í toppbaráttu deildar- innar, en verður líklega að láta sér umspilssæti nægja þegar upp er staðið. Derby má muna sinn fífil fegurri, liðið er arfaslakt á útivelli og fær ekkert annað út úr þessum leik en skemmti- lega rútuferð. 8. Crystal Palace - Leeds 1x2 Hér verður barist til síðasta svitadropa. Það þarf nú mikið að ganga á til að þessi lið missi af umspilssæti og það er freistandi að veðja á að heimavöllurinn reynist happadrjúgur. Leeds-liðið er hins vegar óútreiknanlegt og þetta getur farið á hvern veginn sem er. 9. Preston - Ipswich 1 x Vandamál Preston er að liðið gerir allt of mörg jafntefli á heimavelli. Þessi lið mega ekki tapa mikið fleiri stigum ef þau ætla að narta í liðin í umspilssætunum, en heimavöll- urinn á líklega eftir að ráða úrslitum. 10. Cardiff - Sheff.Wed. 1 Það þarf ekkert að ræða þetta frekar, Sheffi- eld Wednesday getur ekkert á útivelli og þarf að berjast fyrir lífi sinu í deildinni á meðan Cardiff á öflugt vígi í Wales. 11. Q.P.R. - Wol ves 1 x 2 Þetta er flottur leikur, tvö sögufræg lið. Úlf- arnir eru að moka inn stigum á heimavelli en gengur illa i útileikjunum og óstöðugleikinn hefur verið að pirra QPR í vetur. 12. Norwich - Stoke City 1x2 Það hefði hugsanlega mátt sleppa x-inu þarna, því Stoke gerir bara ekki jafntefli á úti- velli, það er ýmist í ökkla eða eyra. Þessi lið eru að mörgu leyti áþekk og Norwich hefur ekki nema þriggja stiga forskot á Stoke þegar flautað er til leiks. 13 Southampton - Coventry 1 x Það er frekar ólíklegt að Coventry fari að taka upp á því að vinna leik á útivelli, en Southamp- ton hefur hins vegar tapað alltof mörgum stigum á St.Mary's í jafnteflisleikjum. Ég hallast að sigri Southampton, en í sögulegu samhengi verður x-ið að fljóta með. Diddi getspaki tippar á Lengjuna Leikur nr.19. Middlesbro eru sterkir heima og hafa unnið Chelsea, Man.utd og Arsenal heima á þessari leiktíð og þeir hafa ávallt unnið Birmingham á heimavelli sínum. Leikur nr.24. Norwich eru búnir að styrkja sig og hafa unnið síðastliðna tvo heimaleiki á meðan Stoke hefur ekki unnið í síðustu fimm útileikum. Leikur nr.26. Preston hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í deildinni áður en þeir töpuðu á móti Reading á útivelli í síðustu umferð og ég sé þá ekki tapa á móti Ipswich á heimavelli. Leikur nr.29. Watford er í þriðja sæti deildarinnar á meðan Derby eru í þvi nítjánda og hafa ekki unnið siðustu níu útileiki. Leikur nr.32. Villareal eru erfiðir heim að sækja og eru í harðri toppbaráttu en Alaves eru í harðri botnbaráttu. Leikur nr.34. Real Madrid hefur ekki tapað borgarslag við At- letico í síðustu 8 leikjum. Ég spái að þeir sigri þótt Atletico séu búnir að vinna sex í röð. Leikur nr.18. Fulham hefur aldrei unnið Arsenal í efstu deild og Arsenal hefur aldrei endað neðar en í þriðja sæti undir stjórn Arsene Wenger í þau níu ár sem hann hefur verið þar. Öryggið nr.19. Middlesbro-Birmingham 1 nr.24. Norwich-Stoke 1 nr.26. Preston-Ipswich 1 nr.29 Watford-Derby 1 nr.32. Villareal-Alaves 1 nr.34. Real Madrid-Atletico Madrid 1 Heildarstuðull er 14.12 og við leggjum 1.000 krónur undir sem gefur 14.120 krónur í vinning. Langskotið nr.18. Fulham-Arsenal 2 nr.23. Crystal Palace-Leeds 1 nr.35. Samdoria-Juventus 2 nr.43. Tottenham-Blackburn 1 nr.50. Sevilla-Athletic bilbao 1 nr.52. Roma-Inter Milan 2 Heildarstuðull er 48.4 og við leggjum 300 krónur undir sem gefur okkur 14.520 krónur i vinning. LENGJAN LEIKIR PACSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Haukar - (BV 1,60 5,05 2,00 Bayern Miinchen - Frankfurt 1,10 4,20 9,75 Köln - Leverkusen 2,45 2,60 2,20 Mainz - Kaiserslautern 1,95 2,70 2,75 Birmingham - Sunderland 1,45 3,10 4,25 Blackburn - Arsenal 2,75 2,70 1,95 Charlton - Aston Villa 1,95 2,70 2,75 Chelsea - Portsmouth 1,10 4,20 9,75 Crystal Palace - Norwich 1,65 2,90 3,35 Hull - Wolves 2,45 2,60 2,20 Ipswich - Leicester 1,55 3,00 3,70 Leeds - Luton 1,50 3,00 4,00 Reading - Preston 1,35 3,35 4,75 Sheffield United - Q.P.R. 1,35 3,35 4,75 Southampton - Sheffield.Wed 1,70 2,85 3,25 Stoke - Millwall 1,70 2,85 3,25 Watford - Cardiff 1,60 2,95 3,50 Haukar - Stjarnan 1,75 4,65 1,85 Newcastle - Everton 1,95 2,70 2,75 Atletico Madrid - Malaga 1,40 3,20 4,50 Real Zaragoza - Barcelona 3,50 2,95 1,60 Heimavöllur LIÐ Leikir 5 J T Mörk 1 Chelsea 27 13 1 0 33 7 2 Man. Utd. 26 8 3 1 25 8 3 Liverpool 27 11 2 1 20 5 4 Tottenham 27 8 5 1 22 10 5 Blackburn 27 9 2 2 22 13 6 Bolton 25 7 4 1 16 6 7 Arsenal 27 9 2 2 30 8 8 WestHam 26 7 1 5 22 16 9 Wigam 27 6 2 6 17 17 10 Man.City 27 8 2 4 22 12 11 Newcastle 27 6 5 2 14 9 12 Everton 27 6 1 6 11 15 13 Charlton 27 5 3 6 15 16 14 Fulham 27 9 2 2 25 13 15 AstonVilla 27 3 4 6 14 17 16 Middlesbrough 26 4 5 5 20 24 17 W.B.A. 27 6 1 7 19 17 18 Birmingham 26 4 2 7 15 16 19 Portsmouth 27 2 5 6 8 16 20 Sunderland 27 0 4 10 9 27 Útivöllur Enski boltinn, 7. leikvika J T Mörk Stig 2 2 21 9 69 3 3 27 19 54 4 4 13 12 54 1 Fulham - Arsenal 5 4 15 14 46 2 West Ham - Everton 2 8 12 18 43 5 4 16 18 42 3 Newcastle - Bolton 3 8 9 14 4® 4 Aston Villa - Portsmouth 4 4 17 18 40 5 Middlesboro-Birmingham 2 5 15 17 39 2 8 14 19 37 6 Burniey - Reading 1 9 12 20 7 Watford - Derby 2 7 8 19 34 2 6 17 21 ^ 8 C.Palace - Leeds 3 11 12 26 32 9 Preston - Ipswich 6 4 18 18 30 10 Cardiff - Sheff.Wed. 2 6 15 20 28 4 8 5 23 2g 11 Q.P.R. - Wolves 3 8 7 21 20 12 Norwich - Stoke 1 11 10 31 18 0 11 9 22 ^ 13 Southampton - Coventry 1 X 2 BlaliS/SteimrHugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.