blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 VIÐTALI 31 99.......................................... Ætli ég sé ekki bara aðeins of rómantískur. Maður er náttúrulega yndislegur drengur í alla staði!" stundaði nám við Digranesskóla og síðar Menntaskólann í Kópavogi, þar sem hann útskrifaðist sem stúd- ent. Á þessum árum fór lítið fyrir kvennastandi, vöðvahnykklun og hárgeli, enda segist hann ekki hafa verið sá myndarlegasti í skólanum. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið eitthvað sjarmatröll á mínum yngri árum. Ég var bara 1,30 á hæð, 50 kíló og berandi einhverja risa skóla- tösku. Það tók því eiginlega enginn eftir mér og ég var bara einhver títi- prjónn auk þess að vera bara leiðin- legur gæi,“ segir hann og bætir við að á þriðja ári i MK hafi hlutirnir þó farið að taka stakkaskiptum. „Það kom svo að því að ljósabekkir, dökkfjólubláa hárið, lyftingar og allt sem því fylgdi fór að skipa meiri sess hjá mér og ég tók að hugsa meira um útlitið. 1 kjölfarið fór maður svo að velta fyrir sér hinu kyninu og sjá að það var einhver möguleiki að heilla þær.“ Þú uppgötvarþarna sjálfan þig i nýju Ijósi, þann sem stundar Ijósabekkina, ræktina og átt séns i kvenþjóðina. Varð markmiðið í kjölfarið að verða frœgur á íslandi? „Nei, ég get ekki beint sagt það. Fólk náttúrulega heldur að ég, og strákarnir, séum athyglissjúkari en allt og við stílum að einhverju leyti inn á að leyfa fólki að halda það. Raunin er samt sú að við höfum ekki beðið um neitt af þessari umfjöllun, viðtölum og þeirri athygli sem þessu hefur fylgt. Þetta er allt sem hefur komið upp í hendurnar á okkur og gerst fyrir tilstilli annarra.“ Nú segistugeyma hinn mjúka mann inn við beinið. Leynist kannski hinn viðkvœmi maður þarna einhvers staðar eða ertu bara harður í horn að taka eins og Gilzenegger? „Ég hef reyndar mjög harða skel þannig að ég get ekki sagt að ég sé viðkvæmur. Ég hef t.d. aldrei kippt mér upp við neikvæða umfjöllun og hef eiginlega bara gaman af því. Maður myndi nú ekki nenna þessu annars - það verða að vera einhver litbrigði í þessu, segir hann en tekur undir að rómantíkin sé vissulega til staðar. „Ætli ég sé ekki bara aðeins of róm- antískur. Maður er náttúrulega ynd- islegur drengur í alla staði!“ Fyrirmynd ungra drengja Margir vilja meina að Egill, eða Gilze- negger, sé vörumerki fyrir þennan svokallaða metrómann. Hann segir margt til í því og þegar að öllu sé á botninn hvolft sé hann fyrirmynd fyrir þær sakir. „Gilzenegger er að mörgu leyti fyr- irmynd hjá ungum drengjum í dag sem vilja hugsa um líkamsrækt og hreysti. Að mínu mati er mjög já- kvætt að predika yfir fólki á þennan hátt og mikilvægt að hrista aðeins upp í þessu. Maður reynir að vera góð fyrirmynd með því að hvetja stráka i ræktina og mér finnst ég í raun sjá árangurinn. 13 ára strákar eru farnir að mæta í ræktina og það er auðvitað bara frábært." Er nauðsynlegt að benda fólki á mikilvœgi faUegs útlits og aukins heilbrigðis? „Já, ekki spurning. Offita er til dæmis orðið alveg gífurlegt vanda- mál og þá sérstaklega hjá ungum börnum sem eru upp til hópa í tölvu- leikjum og á msn. Svo fara krakkar út í sjoppu og þá stendur valið á milli stórs Snickers eða risa Snickers. Ég reyni náttúrulega að hafa áhrif á þetta lið með því að benda því á mik- ilvægi útlitsins og heilbrigðis.“ Treflarnir á kaffihúsum og hnakkarnir í ræktinni Egill segir útlit fólks lykilinn að vel- líðan og velgengni í lífinu. Það að útlitið komi að innan visar hann á bug þó svo að hann viðurkenni að enginn sé fallegur ef persónuleikinn sé til skammar. „ Þeir sem eru ánægðir með sig og líta vel út eru mun líklegri til að líða betur í öllu sem þeir gera. Ef allir væru sáttari við sig þá væri heim- urinn betri og þunglyndislyf yrðu notuð í minni mæli.Við getum bara tekið eitt nærtækt dæmi. Ég tók Davíð Þór í þættinum um daginn og gerði hann nánast að Brad Pitt. Hann, sem lítið hafði spáð í útlitið, varð þessi líka myndarlegasti maður og allt annað að sjá hann. Áður fyrr var hann allt í lagi en nú er hann orðinn heitur og það sem meira er - hann hyggst halda sig við nýja lúk- kið. Þetta er náttúrulega bara bull- andi jákvætt.“ Bókin þín, Biblía fallega fólksins, snýst að verulegu leyti um að hvetja fólk til hugarfarsbreytingar þegar kemur að útliti. Fannst þér Islend- ingar svona hrikalega smekklausir og óaðlaðandi þegar þú ákvaðst að setjast við skriftir? „Það er bara því miður mikið til af smekklausu fólki en þetta er aðeins að þokast i rétta átt. Svo er alltaf verið að tala um þessa ‘hnakkavæð- ingu’ sem neikvæða, en í raun er hún bara mjög jákvæð. Það eina sem fylgir hnakkavæðingunni er það að fólk spáir meira í útlitið. Þetta er ekki bara spurning um ljósabekki og annað, heldur jafnvel bara að menn setji smá lit i músagræna hárið og geri aðeins meira fyrir sig. Þetta er eitthvað sem treflarnir gera ekki.“ Hverjir eru treflarnir? „Treflarnir eru þeir sem spá lítið sem ekkert í útlitið, eru illa rakaðir, hanga bara á kaffihúsum og gera ekkert fyrir sig. Þeir drekka kaffi latte á kaffihúsi þegar þeir gera eitt- hvað fyrir sig á meðan hnakkarnir fara frekar í ræktina og hreyfa sig.“ Oft er talað um að útlitið komi að innan. Þú ert eflaust ekki sammála því, eða hvað? „Hefurðu einhvern tímann heyrt einhvern fallegan segja að útlitið komi innan frá? Nei, þetta er liðið sem hugsar ekki um útlitið og segir að innri maðurinn sé bara málið. Að sjálfsögðu þarfþað samt að vera líka - það þýðir ekki að vera bara glans að utan og hálfviti að innan.“ halldora@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.