blaðið - 04.03.2006, Síða 36

blaðið - 04.03.2006, Síða 36
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö 36 i Allsnakin á almannafœri I dag verður opnuð yfirlitssýning á verkum bandaríska ljósmyndarans Spencers Tunick og skúlptúrinn- setning eftir Höllu Gunnarsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Á sýning- unni, sem ber yfirskriftina Bersvæði, gefur að líta yfirlit af ljósmyndum listamannsins frá árunum 1998- 2005. Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið á verkum Tunick en þau eru fengin að láni frá I-20 gall- eríinu í New York og Hales safninu í London. Ljósmyndir Tunicks af nöktu fólki i þúsundatali i borgum og bæjum viða um heim hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars myndað nakið fólk á opnum svæðum, götum, torgum, í óperuhúsum og rúllust- igum. Þúsundir sjálfboðaliða hafa tekið þátt í innsetningum hans og ekki fengið annað að launum en árit- aða mynd. Frá árinu 1994 hefur Tunick skipu- lagt meira en 65 slíkar innsetningar í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum sem hann hefur síðan ljós- myndað og tekið upp á myndband. Ljósmyndir Tunick hafa vakið sterk viðbrögð og hafa menn ýmist vænt hann um siðleysi og úrkynjun eða lofað verk hans fyrir að ögra siðareglum samtímamenningar og viðteknum skilgreiningum á list- sköpun. Víða hefur verið sett lög- bann á gjörninga listamannsins og hann hefur noldcrum sinnum verið handtekinn í tengslum við þá. Tunick tengdur nektarhreyfingunni Benedikt Hjartarson, bókmennta- fræðingur, skrifar ítarlega grein um Spencer Tunick í sýningarskrá þar sem hann fjallar um verk hans í menningarsögulegu samhengi, meðal annars í ljósi sögu nektar- menningar á Vesturlöndum. Bene- dikt segir að nektarmenning hafi oft verið tengd hugmyndum um frelsið og afturhvarf mannsins til náttúr- unnar. Nektarmenningin hafi átt að gefa þjóðfélagsþegnunum rými til að stíga út fyrir siðferðisviðmið og reglur. „Rætur nektarmenningar á Vestur- löndum má rekja til aldamótanna 1900 í Þýskalandi. Þetta sprettur upp þar sem ákveðin gagnrýni á nútím- ann, iðnvæðinguna og firringuna sem fylgir henni. Þetta felur í leið í sér gagnrýni á stórborgarmenningu þess tíma,“ segir Benedikt. „Eitt af því sem maður uppgötvar í þessum myndum Tunick er að þær eru langflestar staðsettar inni í borg- arkjarnanum. Þær eru býsna fjarri þessum hugmyndum um afturhvarf til náttúrunnar og manninn í sínu náttúrulega umhverfi og þær útóp- Ein af Ijósmyndum bandaríska Ijósmyndarans Spencer Tunick sem er á yfirlitssýningu á verkum hans í Listasafninu á Akureyri. Nevada (Black Rock Desert) 2000, C-prent milli plexi- glerplatna. 1-20 ©Gallery, NewYork og Hales Gallery, London. ískuhugmyndirsemhugmyndasögu- lega má kannski rekja allt aftur til Rousseau,“ segir Benedikt og bætir við að verkin eigi jafnframt lítið skylt við útópíska hugmyndafræði '68-kynslóðarinnar um frjálsar ástir og manninn í náttúrunni. Benedikt segir verk Tunicks jafn- framt áhugaverð í listsögulegu sam- hengi. Þar hafi verið lögð áhersla á nekt mannsins í sínu náttúrulega umhverfi og oft með kynferðilegum skírskotunum. „Það vekur mikla athygli þegar maður skoðar verk Tunicks að þarna er mannslíkaminn gjörsam- lega sneiddur öllum kynferðislegum skírskotunum. Þetta er miklu frekar einhvers konar hlutgerving og í sumum verkunum verður þetta jafn- vel aðeins að formrænni stúdíu, nán- Senedikt Hjariarson btndir meöal annars á aö myndir Tunick kalli fram endurminn- ingar af fjöldagröfum og að í þeim komi helfararminniö sterkt fram. ast einhvers konar geómetría, línur og form,“ segir Benedikt. Skírskotun til helfararinnar Benedikt segir að einnig svífi eins konar firringarmynd yfir vötnum í myndum Tunicks. „Það er viss dauð- astemning í þeim og myndirnar kalla líka fram endurminningar af fjöldagröfum. Helfararminnið kemur þarna víða dálítið sterkt fram,“ segir Benedikt og bendir á að í þessu sé fólgin þverstæða. „Ein- staklingurinn öðlast þarna ákveðið frelsi, hann stígur út fyrir ríkjandi siðferðisviðmið en um leið gerir hann það sem hluti af hópi og þarf að gefa algerlega upp á bátinn sína eigin sjálfsmynd eða „ídentitet“,“ segir Benedikt. Nektarhreyfingin og nasisminn ,Þegar nektarmenningin sprettur upp í Þýskalandi um aldamótin 1900 var hún oft tengd kynþátta- hugmyndum. Þetta er hinn hreini germanski likami í sínu náttúru- lega umhverfi þannig að þar liggja líka ákveðnir þræðir inn í alræðis- hyggjuna og jafnvel inn í nasismann og þriðja ríkið. Þessar frelsishug- myndir eru mjög tvíbentar þegar litið er á þær í menningarsögulegu samhengi," segir Benedikt. Benedikt segist ekki vita til þess hvort Tunick hafi kynnt sér nektar- hreyfinguna í Þýskalandi eða hvort hann vinni meðvitað með þessi minni. „Ég fór ekki þá leið. Ég skoð- aði það sem blasti við í verkunum og það samhengi sem þau kalla fram hjá áhorfandanum. Þetta eru ákveðnar skírskotanir sem eru til staðar í verkunum en hversu með- vitað hann vinnur með þær er svo kannski önnur spurning sem ég hef ekki mikið velt fyrir mér,“ segir Benedikt. Performer og Rás 2 kynna: IAN ANDERSON Tplays the orchestral JETHROTULL Laugardalshöll 23. maí Miðasala hefst 8. mars kl. 10 á www.midi.is verslunum Skífunnar BT á Akureyri og Selfossi. Aðeins selt í númeruð sæti. perf«rmer www.parformer.ls Svefnfarar Höllu Gunnarsdóttur Samhliða opnun á sýningu Tunicks verður opnuð skúlptúrinnsetning eftir Höllu Gunnarsdóttur. Halla lauk MFA-gráðu frá The New York Academy of Art árið 2003 og er þetta hennar fyrsta sýning á íslandi. Undanfarin tíu ár hafa verk Höllu fjallað um mannslíkamann, bæði höggmyndir hennar og oliumál- verk. Sýningin „Svefnfarar" í vestursal safnsins er fyrsta skúlp- túrinnsetning Höllu. Þar má sjá sjö manneskjur í næstum fullri líkamsstærð hanga úr loftinu á draumkenndan hátt og geta áhorf- endur gengið milli verkanna sem Svefnfari 1, (gips, casein-málning), hluti af skúlptúrinnsetningu Höllu Gunnars- dóttur í Listasafninu á Akureyri. öll eru unnin í leir og síðan steypt í gips. „Svefnfarar“ er næturmynd af venjulegu fólki. 1 tilkynningu frá listasafninu segir að verkið veki djúpa þrá eftir að tengjast ein- hverjum öðrum í gegnum ókunnar og myrkvaðar slóðir. „Það knýr okkur til samkenndar með ná- unganum en samtímis kallar það fram tilfinningu sársaukafulls aðskilnaðar. Engin leið er að vita hvað þessar sofandi verur dreymir, svífandi líkamar þeirra virðast um- vafðir ósýnilegum rekkjuvoðum og ásjóna þeirra er sem frosin líkt og við værum stödd í ævintýrinu um Þyrnirós.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.