blaðið - 04.03.2006, Síða 20

blaðið - 04.03.2006, Síða 20
LO NÝTT - OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði lcelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA. ICELANDAIR www.icelandair.is 20 I SAMFÉLH.GSMÁL laugardagur 4, mars 2006 blaöiö Nokkrar þingkonur undirbúa sig fyrir flutninginn á Píkusögum í Borgarleikhúsinu á V-daginn. Bl" Þingkonur allra flokka sameinast gegn ofbeldi Túlka hinn kvenlega veruleika Það virtist einhvern veginn lítils- virðandi og bjánalegt að fara að skoða hana, brölta niður á hnén á bláum glansandi mottum eins og við gerðum þarna í píkusmiðjunni, hver með sinn vasaspegil. Mér varð hugsað tilþess að þannig hlytifyrstu stjörnufræðingunum að hafa liðið með frumstæðu sjónaukana sína. (úr Píkusögum (þýöingu Ingunnar Ásdísardóttur.) Sumir segja að vísindin byggi einmitt á þessu. Að kanna hið óend- anlega upphaf. Það er því óútskýran- legt, líkt og upphafið, að konum hafi verið meinaður aðgangur að þekk- ingarleitinni með kerfisbundnum hætti, já og ofbeldi. Þingkonur allra flokka sameinuðust gegn ofbeldi í Borgarleikhúsinu að kveldi V-dags- ins, þann 1. mars, í flutningi á Píku- sögum Eve Ensler. Leikritið var sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum, þá af vönum leikkonum. Það var öllu ólíkara að sjá það flutt af þingkonunum og óhætt að segja miklu betra. Feimin styrking Það var augljóst í upphafi að þing- konurnar voru nokkuð óstyrkar og það voru hálffeimnar konur sem stigu á stokk. Það bráði þó fljótt af þeim og með hverri sögunni styrkt- ist flutningurinn og minnti það einna helst að horfa á blóm springa út að fylgjast með þeim eftir því sem á sýninguna leið. Píkusögur eru sam- settar úr nokkrum sögum kvenna af píkum, eða af vitund kvenna um lík- ama sinn og kynferði. Eðli máls sam- kvæmt fluttu þingkonurnar því afar persónulegar frásagnir, og sumar mjög viðkvæmar, og vegna reynslu- leysis þeirra flestra af leikstörfum varð flutningur verksins einhvern veginn eðlilegri og mun meira að- laðandi en sú sýning sem áður var í sama leikhúsi. Kannski var við því að búast því inntak verksins er kvennapólitískt og fer því líklega betur í höndum stjórnmálakvenna en leikkvenna. Bjartmarzsta stjarnan Skemmst er frá því að Þingmenn voru yfir sig hrifnir af frammistöðu kollega sinna. BMiö/FMi segja að sú þingkona sem stóð upp úr var ofurkonan Jónína Bjartmarz, þingkona Framsóknarflokksins. Skýr framburður hennar og kven- lega mjúk röddin voru slík blanda að enginn sat eftir ósnortinn enda virt- ust margir áhorfendur bíða spenntir eftir því að hún kæmi aftur að hljóð- nemanum. Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingkona Samfylkingarinnar, átti líka góða kafla og Þuríður Back- man, þingkona vinstri grænna, sló í gegn þegar hún fór með texta sem fjallar um af hverju orðið kunta sé í raun jákvætt og skjallandi. Þátt- taka þingmanna úr öllum flokkum, undir lok sýning- arinnar, var óvænt við- bót sem gestir tóku fagnandi enda tímabær. ernak@ vbl.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.