blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 20
LO NÝTT - OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði lcelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA. ICELANDAIR www.icelandair.is 20 I SAMFÉLH.GSMÁL laugardagur 4, mars 2006 blaöiö Nokkrar þingkonur undirbúa sig fyrir flutninginn á Píkusögum í Borgarleikhúsinu á V-daginn. Bl" Þingkonur allra flokka sameinast gegn ofbeldi Túlka hinn kvenlega veruleika Það virtist einhvern veginn lítils- virðandi og bjánalegt að fara að skoða hana, brölta niður á hnén á bláum glansandi mottum eins og við gerðum þarna í píkusmiðjunni, hver með sinn vasaspegil. Mér varð hugsað tilþess að þannig hlytifyrstu stjörnufræðingunum að hafa liðið með frumstæðu sjónaukana sína. (úr Píkusögum (þýöingu Ingunnar Ásdísardóttur.) Sumir segja að vísindin byggi einmitt á þessu. Að kanna hið óend- anlega upphaf. Það er því óútskýran- legt, líkt og upphafið, að konum hafi verið meinaður aðgangur að þekk- ingarleitinni með kerfisbundnum hætti, já og ofbeldi. Þingkonur allra flokka sameinuðust gegn ofbeldi í Borgarleikhúsinu að kveldi V-dags- ins, þann 1. mars, í flutningi á Píku- sögum Eve Ensler. Leikritið var sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum, þá af vönum leikkonum. Það var öllu ólíkara að sjá það flutt af þingkonunum og óhætt að segja miklu betra. Feimin styrking Það var augljóst í upphafi að þing- konurnar voru nokkuð óstyrkar og það voru hálffeimnar konur sem stigu á stokk. Það bráði þó fljótt af þeim og með hverri sögunni styrkt- ist flutningurinn og minnti það einna helst að horfa á blóm springa út að fylgjast með þeim eftir því sem á sýninguna leið. Píkusögur eru sam- settar úr nokkrum sögum kvenna af píkum, eða af vitund kvenna um lík- ama sinn og kynferði. Eðli máls sam- kvæmt fluttu þingkonurnar því afar persónulegar frásagnir, og sumar mjög viðkvæmar, og vegna reynslu- leysis þeirra flestra af leikstörfum varð flutningur verksins einhvern veginn eðlilegri og mun meira að- laðandi en sú sýning sem áður var í sama leikhúsi. Kannski var við því að búast því inntak verksins er kvennapólitískt og fer því líklega betur í höndum stjórnmálakvenna en leikkvenna. Bjartmarzsta stjarnan Skemmst er frá því að Þingmenn voru yfir sig hrifnir af frammistöðu kollega sinna. BMiö/FMi segja að sú þingkona sem stóð upp úr var ofurkonan Jónína Bjartmarz, þingkona Framsóknarflokksins. Skýr framburður hennar og kven- lega mjúk röddin voru slík blanda að enginn sat eftir ósnortinn enda virt- ust margir áhorfendur bíða spenntir eftir því að hún kæmi aftur að hljóð- nemanum. Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingkona Samfylkingarinnar, átti líka góða kafla og Þuríður Back- man, þingkona vinstri grænna, sló í gegn þegar hún fór með texta sem fjallar um af hverju orðið kunta sé í raun jákvætt og skjallandi. Þátt- taka þingmanna úr öllum flokkum, undir lok sýning- arinnar, var óvænt við- bót sem gestir tóku fagnandi enda tímabær. ernak@ vbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.