blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDÁR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöið Lottóvinningur líklegri en fuglaflensusmit Strákur eyðilegg- ur 100 milljóna króna málverk Tólf ára gamall drengur sem var í skólaferðalagi í Listasafni Detroit- borgar í Bandaríkjunum eyðilagði verðmætasta málverk safnsins þegar hann festi tyggjó, sem hann var með í munni, á striga verksins. Málverkið, sem var málað af bandaríska listmálaranum Helen Frankenthaler, heitir Flóinn og er það metið á íoo milljónir króna. Varðveisludeild safnsins vinnur nú hörðum höndum að efnagreina tyggjó piltsins í þeim tilgangi að finna rétta hreinsunarefnið til þess að nota á tyggjóið á striganum. Hegðun drengsins þótti ekki í anda reglna skólans og hefur honum því verið vikið tímabundið úr skólanum. Hinsvegar segir skólastjóri hans að hann skilji nú að hann hefði betur haldið tyggjóinu upp í munninum á sér. Stjórn safnsins hefur lýst því yfir að það muni endurskoða reglur safnsins svo að afstýra megi svona uppákomum í ffamtíðinni. Fióinn eftir Helen Frankenthaler Helsti vísindaráðgjafi breskra stjórn- valda, David King, lýsti því yfir í gær að meiri líkur eru á því að breskir borgarar fái allar tölur réttar f lót- tói en að þeir sýkist af fuglaflensu. Hann byggir skoðun sína á tíðni dauðsfalla vegna flensunnar í Asíu. Samkvæmt staðfestum tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, og kemst að þeirri niðurstöðu að líkurnar á að fá smit sem leiðir til dauða séu t á móti 163 milljónum. Á hinn bóginn eru líkur á að detta í lukkupott breska lóttósins 1 á móti 14 milljónum. King segir að Bretar þurfi litlar áhyggjur að hafa af sjúkdómnum og að líkurnar á því að þeir smitist af H5N1 séu litlar. Hann telur víst að fuglaflensan berist til Bretlands en það breyti engu um líkurnar og bendir á að mikilvægt sé að gera greinarmun á veirum í fuglum og veirum í mönnum. Þrátt fyrir það segir King fyllstu ástæðu fyrir heilbrigðisyfirvöld Bretlands að vera viðbúin fugla- flensu en hann telur ekki ástæðu fyrir almenning að óttast faraldur þó að flensan hafi greinst í fuglum í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Hins vegar bendir hann á að meiri hætta sé á að faraldur breiðist út í Afríku. Þar er fólk í nánari samneyti við alifugla og þar af leiðandi meiri líkur að HsNi-veiran stökkbreytist þannig að hún berist á milli manna. Ennfremur hafa fátæk ríki álfunnar ekki sömu úrræði og önnur ríki til þess að hefta útbreiðslu veikinnar. ísinn á Suður- skautslandinu bráðnar hratt Mbl.is | fsinn á Suðurskautslandinu hefur bráðnað hratt á undanfbrnum þremur árum, samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science. Samkvæmt mælingum gervihnattar bandarísku geimvís- indastofnunarinnar Nasa hefur íshellan við Suðurskautslandið minnkað um 152 kúbikkílómetra á ári á árunum 2002 til 2005 og er bráðnunin mest á vesturhluta þess. Um 90% alls ísmassa jarðar- innar er við Suðurskautslandið og bráðni einungis vestasti hluti þess, sem kallaður er Vestur-Ant- artíka, mun það valda rúmlega sex metra hækkun á yfirborði sjávar. Bráðni hins vegar öll íshellan við Suðurskautið mun yfirborð sjávar hækka um 60 til 70 metra. Franskur dýralæknir hlúir að pelikana sem er sýktur af H5N1-afbrigði fuglaflensu. Líkurnar á því að dýralæknirinn smitist er einn £e"'m móti 163 milljónum. HJÁ OKKUR FÆRÐU laugavegi174 i sími 590 5000 | Kletthálsi11 sími 590 5760 www.bilathing.is UU www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 BILAÞING HEKLU N/íiiut cilt í notudtini Inlum Mercedes Benz A160 árg. 02/00 ek. 60.000 verð 950.000 kr. verð áður 1.150.000 kr. Mercedes C línan 4 Matic árg. 06/04 ek. 6.000 verð 3.800.000 kr. verð áður 3.960.000 kr. Mercedes E200 árg. 07/98 ek. 112.000 verð 1.350.000 lu. verð áður 1.490.000 kr Mercedes E280 4matic árg. 04/00 ek. 48.000 verð 2.500.000 kr. veró áður 2.690.000 kr. Mercedes E320 4Matic árg. 05/98 ek. 135.000 verð 1.680.000 kr. verð áður 1.790.000 kr. Mercedes Benz G-línan G300T árg. 07/00 ek. 91.000 verð 4.500.000 kr. verð áður 4.790.000 kr. Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyrl, slml 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, sfml 437 2100 • HEKLA, Isafiröl, síml 456 4666 I HEKLA, Kletthálsi 11. slml 590 5760 HEKLA, Reyöarfiröl, slml 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, slml 482 1416 | www.hekla.is, heklaöhekla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.