blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDÁR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöið
Lottóvinningur líklegri
en fuglaflensusmit
Strákur eyðilegg-
ur 100 milljóna
króna málverk
Tólf ára gamall drengur sem var í
skólaferðalagi í Listasafni Detroit-
borgar í Bandaríkjunum eyðilagði
verðmætasta málverk safnsins
þegar hann festi tyggjó, sem hann
var með í munni, á striga verksins.
Málverkið, sem var málað af
bandaríska listmálaranum Helen
Frankenthaler, heitir Flóinn og er
það metið á íoo milljónir króna.
Varðveisludeild safnsins vinnur nú
hörðum höndum að efnagreina
tyggjó piltsins í þeim tilgangi að
finna rétta hreinsunarefnið til þess
að nota á tyggjóið á striganum.
Hegðun drengsins þótti ekki
í anda reglna skólans og hefur
honum því verið vikið tímabundið
úr skólanum. Hinsvegar segir
skólastjóri hans að hann skilji
nú að hann hefði betur haldið
tyggjóinu upp í munninum á sér.
Stjórn safnsins hefur lýst því yfir
að það muni endurskoða reglur
safnsins svo að afstýra megi svona
uppákomum í ffamtíðinni.
Fióinn eftir Helen Frankenthaler
Helsti vísindaráðgjafi breskra stjórn-
valda, David King, lýsti því yfir í gær
að meiri líkur eru á því að breskir
borgarar fái allar tölur réttar f lót-
tói en að þeir sýkist af fuglaflensu.
Hann byggir skoðun sína á tíðni
dauðsfalla vegna flensunnar í Asíu.
Samkvæmt staðfestum tölum frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,
WHO, og kemst að þeirri niðurstöðu
að líkurnar á að fá smit sem leiðir til
dauða séu t á móti 163 milljónum. Á
hinn bóginn eru líkur á að detta í
lukkupott breska lóttósins 1 á móti
14 milljónum.
King segir að Bretar þurfi litlar
áhyggjur að hafa af sjúkdómnum
og að líkurnar á því að þeir smitist
af H5N1 séu litlar. Hann telur víst
að fuglaflensan berist til Bretlands
en það breyti engu um líkurnar og
bendir á að mikilvægt sé að gera
greinarmun á veirum í fuglum og
veirum í mönnum.
Þrátt fyrir það segir King fyllstu
ástæðu fyrir heilbrigðisyfirvöld
Bretlands að vera viðbúin fugla-
flensu en hann telur ekki ástæðu
fyrir almenning að óttast faraldur
þó að flensan hafi greinst í fuglum
í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð.
Hins vegar bendir hann á að meiri
hætta sé á að faraldur breiðist út í
Afríku. Þar er fólk í nánari samneyti
við alifugla og þar af leiðandi meiri
líkur að HsNi-veiran stökkbreytist
þannig að hún berist á milli manna.
Ennfremur hafa fátæk ríki álfunnar
ekki sömu úrræði og önnur ríki til
þess að hefta útbreiðslu veikinnar.
ísinn á Suður-
skautslandinu
bráðnar hratt
Mbl.is | fsinn á Suðurskautslandinu
hefur bráðnað hratt á undanfbrnum
þremur árum, samkvæmt niður-
stöðum nýrrar rannsóknar, sem
greint er frá í vísindatímaritinu
Science. Samkvæmt mælingum
gervihnattar bandarísku geimvís-
indastofnunarinnar Nasa hefur
íshellan við Suðurskautslandið
minnkað um 152 kúbikkílómetra
á ári á árunum 2002 til 2005 og er
bráðnunin mest á vesturhluta þess.
Um 90% alls ísmassa jarðar-
innar er við Suðurskautslandið
og bráðni einungis vestasti hluti
þess, sem kallaður er Vestur-Ant-
artíka, mun það valda rúmlega sex
metra hækkun á yfirborði sjávar.
Bráðni hins vegar öll íshellan
við Suðurskautið mun yfirborð
sjávar hækka um 60 til 70 metra.
Franskur dýralæknir hlúir að pelikana sem er sýktur af H5N1-afbrigði fuglaflensu. Líkurnar á því að dýralæknirinn smitist er einn £e"'m
móti 163 milljónum.
HJÁ OKKUR FÆRÐU
laugavegi174 i sími 590 5000 | Kletthálsi11
sími 590 5760
www.bilathing.is
UU www.bilathing.is
HEKLA bilathing@hekla.is
Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16
BILAÞING HEKLU
N/íiiut cilt í notudtini Inlum
Mercedes Benz A160
árg. 02/00 ek. 60.000
verð 950.000 kr. verð áður 1.150.000 kr.
Mercedes C línan 4 Matic
árg. 06/04 ek. 6.000
verð 3.800.000 kr. verð áður 3.960.000 kr.
Mercedes E200
árg. 07/98 ek. 112.000
verð 1.350.000 lu. verð áður 1.490.000 kr
Mercedes E280 4matic
árg. 04/00 ek. 48.000
verð 2.500.000 kr. veró áður 2.690.000 kr.
Mercedes E320 4Matic
árg. 05/98 ek. 135.000
verð 1.680.000 kr. verð áður 1.790.000 kr.
Mercedes Benz G-línan G300T
árg. 07/00 ek. 91.000
verð 4.500.000 kr. verð áður 4.790.000 kr.
Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyrl, slml 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, sfml 437 2100 • HEKLA, Isafiröl, síml 456 4666 I HEKLA, Kletthálsi 11. slml 590 5760
HEKLA, Reyöarfiröl, slml 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, slml 482 1416 | www.hekla.is, heklaöhekla.is