blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 51

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 51
blaðið LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 KVXKMYNDIR I 51 KaupauKj vierðmæti Pringies ÍPÝFÁ Tölvuleikjaumfjöllun Drítið vantar sáríega Torino Winter Olympics Leikjavél: PlayStation 2 Spilarar: Allt að fjórir Gott: Fín keppni í góðra vina hópi Verst: Verður leiðinlegur á tveimur tímum Þegar ég reif plastið utan af þessum leik og skellti honum í PlayStation tölvuna var ég rosalega spenntur. Mér leið eins og barni á aðfangadag sem beið eftir að pakkarnir væru opnaðir. t minningunni ganga ólympíutölvuleikir nefnilega út á drita eins og maður eigi lífið að leysa á A og B takkana til skiptis til að koma íþróttaköppunum áfram. Svona var þetta í gamla Track & Fi- eld leiknum á Nintendo, svona er þetta í nýja Track & Field sem kom út fyrir rúmu ári fyrir PS2 og meira að segja var þetta svona í Athens 2004 leiknum. Þetta voru lengi vel einu leikirnir sem tóku eitthvað á líkam- lega (ég man að 1.500 metra hlaupið í Aþenu var algjört helvíti svo maður sat eftir með sinaskeiðabólgu). í Torino Winter Olympics 2006 virðist markhópurinn vera spikfeit og leiðinleg tölvuleikjabörn sem þola ekki mótlæti og vilja ekki þurfa að reyna á sig að neinu leyti. Hann er úr hófi auðveldur, jafnvel í „pro“ still- ingunni. Hann snýst um einungis fimm íþróttagreinar og nokkrar útfærslur á þeim sem gerir ólymp- íuleikunum engan veginn nógu góð skil. Spilun er eins einföld - og þar með leiðinleg - og hægt er. Næstum því eins og viljandi hafi verið reynt að gera þetta illa. Sumar iþróttirnar bjóða nefnilega upp á mjög skemmti- legar lausnir í stýringu sem eru ekki nýttar á nokkurn hátt nema e.t.v. skautahlaupinu þar sem maður þarf að ná réttum takti til að komast vel áfram. Uppþornuð í fjósi Þótt það geti verið ágætisskemmtun að spila Torino Winter Olympics 2006 í góðra vina hópi hugsa ég að aðalástæða þess sé einmitt góður vinahópur. Leikurinn sjálfur nær ekki að halda athygli manns, sér- staklega ekki þar sem um litla fjöl- breytni er að ræða. Leikurinn segist bjóða upp á fimmtán keppnisgreinar. Þar finnst mér þó verið að teygja lopann úr hófi fram. Greinarnar eru sem sagt fjórar alpagreinar (svig, stórsvig, risasvig og brun), skíðaganga og hin nátengda skíðaskotfimi (skíðaganga með byssu - mjög sniðugt), bobsleði (tveggja og fjögurra manna), skauta- hlaup, skíðastökk (af tveimur mis- Hvaðerað gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. FRJÁLST ÓHAÐ blaöiö= háum pöllum) og svo samsetta grein skíða- göngu og skíða- stökks. Þeir sem lesa listann sjá að þarna erverið að blóðmjólka kúnna meðan heilt fjós bíður átekta. Þarna vantar snjóbretti, list- dans á skautum, stökkfimina og hokkí svo fátt eitt sé nefnt. Hvar er líka krullan? aðalkeppnisgreinin á vetrarólympiuleikunum. Það virðist sem Italarnir hafi áttað sig tveimur vikum fyrir mót að þeir ættu eftir að reyna að græða á tölvuleik tengdum vetrarólymp- íuleikunum. Þá hafi þeir ákveðið að henda einhverju rusli saman og setia í fallegar umbúðir. Ég er ekki að segja að leiknum hefði verið bjargað með dritmögu- leikanum. En hann hefði skánað til mikilla muna. agnar.burgess@bladid.net tsS-f • Íullk Jtiffiti&tl i o\ “ aitfft JLvj Pringies æO yi^ÉÍBI ; ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.