blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaöið blaöiðHH Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is „Menn verða kaþólskari en páfinn" Handrið verður ekki sett upp við skábrautfyrirfatlaða við inngang aðalbyggingar Háskóla íslands. Málið á að leysa með nýjum inngangi baka til en óvíst er hvencer það verður. FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Útlán íbúðalána- sjóðs aukast Útlán íbúðalánasjóðs í febrúar námu um þremur milljörðum króna, sem er um 19% aukning frá fyrra mán- uði. Þetta kemur fram í mánaðar- skýrslu sjóðsins sem birt var í Kaup- höll íslands í gær. f skýrslunni segir að fyrstu tveir mánuðir ársins hafi sýnt merki um minnkandi umsvif á fasteignamarkaði miðað við áætl- anir sjóðsins. Til marks um minnkandi umsvif á húsnæismarkaði hafa útlán íbúða- lánasjóðs dregist saman um tæp 50% milli ára. Þau námu um þremur milljörðum í febrúar síðastliðnum en um 5,8 milljörðum í sama mán- uði í fyrra. í Morgunkorni íslandsbanka í gær segir að útgáfuáætlun sjóðsins hafi verið endurskoðuð um síðustu mánaðamót þar sem tillit var tekið til minni umsvifa á fasteignamark- aði en áður var gert ráð fyrir. „Sjóðurinn gerir ráð fyrir að lána 51-57 ma.kr. til íbúðakaupa á árinu og þar af 9-10 ma.kr. á 1. ársfjórð- ungi. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur sjóðurinn lánað 5,6 ma.kr. og gerir því ráð fyrir að lána 3,4-4,4 ma.kr. i mars sem er aukning milli mánaða ef sú áætlun gengur eftir“, segir í Morgunkorninu í gær. Áhyggjiir af verð- bólguþróun Alþýðusamband íslands (ASf) sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum af of mikilli verðbólgu og horfum í þeim málum. „Þessi staða hlýtur að vekja spurningar um efnahagsstjórnina. Er það viðun- andi árangur í stjórn efnahagsmála að mati ríkisstjórnarinnar að verð- bólgan sé langt yfir verðbólgumark- miðinu 25 mánuði í röð og verð- bólguhorfur framundan dökkar," spyr ASÍ í yfirlýsingunni. Fatlaðir hafa ítrekað lagt til að handriði verði komið fyrir við skábrautina á myndinni. f gegnum árin hefur verið lagt að ráðamönnum í Háskóla íslands að setja handrið við skábrautina við inn- gang aðalbyggingar skólans. Fyrir því hefur ekki fengist leyfi og hefur Húsafriðunarnefnd meðal annars lagst gegn því að handriðinu verði komið fyrir vegna þess að húsið er friðað. Guðmundur Magnússon, for- maður starfsnefndar um ferlimál hjá Sjálfsbjörgu, gagnrýnir ástandið og segir það mannréttindamál að fötluðum sé gert mögulegt að nýta bygginguna. Spurning um mannréttindi ,Mér finnst þetta út í hött,“ segir Guð- mundur. „Þetta er dæmi um það þegar menn verða kaþólskari en páf- inn. Varðveisla gamalla húsa er eitt, en varðveisla með nýtingu í huga er annað og það verður að hafa í huga.“ Guðmundur segir handrið á þessum stað vera mjög mikilvæga við- bót við skábrautina sem fyrir er, því ekki hafi allir nægilegan kraft til þess að ýta sér upp brautina sem að auki sé of brött. Hins vegar geti sumir oft dregið sig upp. „Það er einnig mjög mikilvægt að hafa handrið þarna fyrir þá sem vilja ganga upp skáann en eiga erfitt með það og styðja sig þá við handriðið. Það er sama hvernig þú snýrð þér f þessu máli, handriðið verður að koma og ég trúi nú ekki öðru en að það gerist fyrr en seinna." Notagildi og varðveisla Guðmundur segir hárfínalínu á milli notagildis húsa og varðveislu þeirra. ,Þessi lína er stöðugt á hreyfingu og hún færist stöðugt nær aðgenginu sem betur fer.“ Hann furðar sig hins vegar á því að ekki hafi verið leyst úr ekki stærri vanda en þarna ræðir um. .Skáinn er líka svo brattur að það er beinlínis hættulegt að fara niður þarna, sérstaklega á meðan ekkert er handriðið.“ Guðmundur segir að til standi að gera nýjan inngang að húsinu norð-vestan megin þar sem tekið yrði tillit til þarfa hreyfihaml- aðra. „Það yrði fín lausn og þar yrði þá aðalinngangurinn í húsið.“ Inngangur bakdyramegin Hákon Orn Arnþórsson á bygginga- tæknideild HÍ, segir rétt að til standi að láta gera nýjan inngang. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér að láta gera inngang bakdyramegin." Það mál er hins vegar enn á vinnsl- ustigi og ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvenær hann kemst í gagnið. „En þessi skábraut sem er þarna við aðaldyrnar er ólögleg eins og hún er. Hún verður tekin í burtu þegar nýr inngangur verður að veru- leika. Okkur langar hins vegar að setja handrið á húsið sjálft Þannig geta þeir sem erfitt eiga með gang að minnsta kosti komist þarna inn.“ Vonandi hafist handa sumarið 2007 Rætt hefur verið um að gera nýjan inngang að norðvestanverðu. „Þetta hefur vafist mikið fyrir okkur,“ segir Hákon. „Ég hefði viljað sjá þetta tilbúið eftir ár en þetta verður ekki gert á meðan kennsla er í skól- anum. Því stefnum við að því að framkvæmdir geti hafist sumarið 2007,“ segir Hákon en bætir við að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Að- spurður hvort ekki komi til greina að setja handrið við skábrautina að framanverðu í millitíðinni segir Hákon svo ekki vera. „Skáinn sem er þarna núna var nú hugsaður sem bráðabirgðalausn á sínum tíma og mér líst ekki vel á að bæta annari bráðabirgðalausn við þar.“ Viðskiptavinirnir eru sáttir Þrátt fyrir að ánægja viðskiptavina almennu bankanna hafi minnkað talsvert samkvæmt ánægjuvog Gallup er ekki það sama hægt að segja um „viðskiptavini" Blóðbankans sem ávallt þiggja þjónustu bankans með þökkum. Þjónusta Blóðbankans felst augljóslega I að útvega slösuðum einstaklingum þennan rauða vökva. En til að hægt sé að gefa slösuðum blóð þarf einhverja til að gefa það. Það gera þeir félagar Birgir Þór Gylfason og Egill Antonsson reglulega og hafa gert síðustu tvö árin. Það er síðan Svava Karlsdóttir sem sér um aðalltfariréttfram. Verðbólga eykst Vísitala neysluverðs mældist rúm 252 stig í marsmánuði og hækkaði um 1,12% milli mánaða. Það þýðir að verðbólga siðustu 12 mánuði mæl- ist 4,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hinsvegar hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,6% verðbólgu á ári. Þetta kemur fram i tölum sem Hagstofa íslands sendi frá sér í gær. Millifyrirsögn Fjallað er um vísitöluna í Morg- unkorni íslandsbanka í gær. Þar segir að hækkun vísitölunnar nú sé nokkuð umfram væntingar en spár höfðu gert ráð fyrir 0,7 til 0,9% hækkun. „Ljóst er að verðbólgan er nú mjög fjarri markmiði Seðlabankans um 2,5% verðbólgu og fátt bendir til þess hún muni minnka á næstu mán- uðum. Spá okkar um 0,25 prósentust- iga hækkun stýrivaxta 30. mars er óbreytt en líkurnar á meiri hækkun, svo sem um 0,5 prósentustig, hafa aukist umtalsvert síðustu vikurnar. Stýrivextir Seðlabankans eru 10,75% segir í Morgunkorninu í gær. o Heiðskirt 0 Léttskýjaö ^ Skýjaö ^ Alskýjaö Rlgnlng. litilsháttar //' Rlgning 9 9 Súld 9 Snjókoma \JJ Slydda Snjóél ^j Skúr Amsterdam 0 Barcelona 15 Berlín -01 Chicago 09 Frankfurt 03 Hamborg -03 Helsinki -08 Kaupmannahöfn -02 London 05 Madrid 14 Mallorka 15 Montreal 0 New York 08 Orlando 18 Osló -02 París 07 Stokkhólmur -06 Þórshöfn 05 Vin 06 Algarve 15 Dublin 05 Glasgow 04 ro * % /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands V / // // /// /// /// /// /// /// Á morgun / / ✓ / / .0 .0 / / / ✓ / / ' 2°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.