blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Slgurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FRÁLEITT FRAMBOÐ Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, lét í vikunni falla ummæli um ísland og Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna, sem vart verða skilin á annan veg en sem hótun í garð skattgreiðenda. Geir H. Haarde lýsti þá yfir því að rétt væri að hefja „einhvers konar átak“ til að upplýsa almenning hér á landi um það sem fram fer á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur þessa þjóðlega „átaks“ yrði einnig sá að auka áhuga alþýðu manna hér á landi á fram- boði íslands til setu í Öryggisráðinu árið 2008. Ekki þarf djúpa pólitíska greiningarhæfni til að átta sig á því hverjir það verða, sem bera kostnaðinn af þessu „átaki“ ráðherrans. Og hafa ber í huga að málið er umdeilt; hvers vegna skyldu skattgreiðendur kosta ein- hliða áróður af hálfu ríkisvaldsins? Geir H. Haarde og fleiri ágætir stjórnmálamenn eru á algjörum villi- götum í máli þessu. Engu skiptir hver átti fyrst hugmyndina um framboð til Öryggisráðsins, hún er eftir sem áður jafn afleit. Mál þetta má nálgast á ýmsa vegu. En tvær athugasemdir virðast blasa við. Þær lúta annars vegar að forgangsröðun og á hinn bóginn að hinum siðrænu hliðum ábyrgðarinnar. Óheyrilegum upphæðum verður varið til „kynningar“ á framboði Is- lendinga og til að knýja fram stuðning við það. Einar Oddur Kristjánsson, einn af örfáum talsmönnum skattgreiðenda á löggjafarsamkundu íslend- inga, hefur metið það svo að framboðið muni kosta skattgreiðendur 600 til 1.200 milljónir króna. Geir H. Haarde hefur lýst yfir því að þeim fjár- munum verði ekki varið í þessu skyni og hefur heitið því „að leita leiða“ til að tryggja að kostnaðurinn verði ekki svo mikill. Reynslan kennir að slíkur kostnaður fer undantekningarlítið úr öllum böndum. Þessum fjármunum ber að verja með öðrum hætti. Best færi á því að þeim yrði skilað aftur til skattgreiðenda fyrst ekki finnast fyrir þá þarfari verkefni. Ætla má á hinn bóginn að almenningur á íslandi væri ágætlega sáttur við að þessum peningum yrði varið t.a.m. til að bæta kjör þess hóps aldraðra, sem samfélagið hefur fram til þessa hundsað. I hvaða stöðu verður herlaust smáríki sem ísland þegar/ef til þess kemur að samþykkja þarf hernaðaraðgerðir í nafni Sameinuðu þjóðanna? Hver er hin siðræna staða þeirra, sem ekki þurfa að sjá á eftir ungu fólki og eiga ekki á hættu að það verði flutt heim í líkkistum? Hvernig geta þeir, sem aðeins leggja fram táknrænan stuðning þótt hann sé skipulega upphafinn, komið að slíkri ákvörðun, sem aðrir þurfa að framkvæma? Með ólíkindum er að samstaða skuli ríkja á alþingi um að framkvæma þessa afleitu hugmynd. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. AÖalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Sumarið er að koma! Veiði kortið Kortíð gildir aem veiðileyfi í 23 veiðivötn vítt og breitt um landið. Veiðikortiö er fjolskylduvænt og stuðlar að notalegri utiveru. Ný vötn eru: - Þingvallavatn fyrir landi Þjóðgarðs - Ljósavatn - Hraunsfjörður Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veiöikortisins www.veidikortid.is 2006 Sölustaðir: ESSO stöðvarnar - veiöibúðir og viðar Auglýsingar 510 3744 blaöiö 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö íSíflM» f^GftisRÁÐÍt>! NÓMA'. Tmj-P YKKUR Q+ÓKU STX4K-AR. -éCr blFLx? W WÆLftST av L/trt oKXvn. iSLWiyGa m Bj™ HFWSBYúWjT”' tká íRSnu/\/r SröVÞVM vi-0 YEíhA hílÆSr-' stafííFínu. Réttur þeirra saklausu Ein mikilvægasta reglan í hverju lýðræðisríki er sú að hver maður sé saklaus þar til sekt hans sé sönnuð. Mér er satt að segja til efs að hægt sé að byggja þjóðfélag á reglu sem lýsir meiri réttsýni eða er jafn jákvæð í garð þegnanna. Ég ætla ekki að þykjast kunna skil á lögfræði eða reglugerðum en ég held að seint verði lögð of mikil áhersla á mikilvægi þessarar reglu og það hversu brýnt er að fylgja henni. Margt bendir hins vegar til að verið sé að veita afslátt af henni i ákveðnum málaflokkum. Það er gert í krafti þess að verið sé að skapa betra þjóðfélag og tryggja öryggi þegnanna. Þegnunum er þá góðfús- lega bent á að þarna úti sé gnægð af vondum mönnum sem vilji valda sem mestum skaða. Þá þurfi að taka úr umferð og það sé svo brýnt að allt sé leyfilegt til að ná því takmarki - og því þurfi að víkja frá ýmsum ann- ars ágætum grundvallarreglum, eins og til dæmis þeirri að menn séu sak- lausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þannig hafa heyrst raddir sem vilja að sönnunarbyrði sé snúið við í kyn- ferðisafbrotamálum. Þá er maður sem sakaður er um glæp sekur þar til hann getur sannað sakleysi sitt. Að búa til glæpamenn Þessi frávik frá sakleysisreglunni, ef ég má kalla hana er sennilega hvað mest áberandi þegar kynferðisaf- brotamál gegn börnum, eiga í hlut. Börn eru varnarlausustu þegnar þessa lands og fátt er því jafn við- bjóðslegt og manneskja sem níðist á barni. Hún er að stunda svívirðu- legustu tegund glæpar sem refsa ber fyrir. Um þetta deilir vitanlega eng- inn. Það er hins vegar ekki svo að til- gangurinn helgi meðalið í leitinni að meintum afbrotamönnum. Kolbrún Bergþórsdóttir Tilfinningaofsinn ber oft skynsem- ina ofurliði í umræðu um kynferðis- afbrotamál. Þá er talað eins og allt sé leyfilegt til að elta glæpamennina uppi. Tálbeitur eru nefndar i því sambandi og sumir tala þar jafnvel eins og hin ágætasta lausn sé að leiða fólk í gildru með aðstoð fjölmiðla. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort það séu eðlileg vinnubrögð að egna fólk sem er veikt fyrir til að fremja glæp. Glæp sem það hefði hugsanlega ekki framið ef tækifærið hefði ekki verið fært upp í hendur þess. Er það virkilega hlutverk ríkis- valdsins að búa til glæpamenn? Og eins og svo oft áður verður að spyrja: Hvar liggja mörkin? Á þá einnig að nota tálbeitur til að lokka fólk til að svíkja undan skatti eða láta tálbeitur bjóða fólki vinnu á svörtum mark- aði? Síðan er þetta fólk sektað eða fangelsað vegna þess að það beit á agnið á veikleikastund. Sakleysi þeirra saklausu Menn verða að gæta sín á norna- veiðum. Sagan sýnir að þegar þær hefjast falla saklausir i valinn. Heiftin og bræðin sem fylgir elt- ingaleiknum við þá seku blindar mönnum sýn. Þeim fer að standa á sama um sakleysi þess saklausa. Það sakleysi verður þá einungis nauðsyn- legur fórnarkostnaður. Reglan um sakleysi þar til sekt er sönnuð er ekki bara setning sem hljómar vel. Hún hefur merkingu sem má ekki gleymast. Það er ekki hægt að veita afslátt af henni. Við erum hins vegar að horfa upp á ákveðna hneigð í þessa átt. Hún á upphaf sitt í umræðu um kynferðis- afbrot. Þar þora fæstir að hreyfa and- mælum af ótta við að vera stimplaðir sem bandamenn barnaníðinga. Það er sorglegt dæmi um það plan sem umræðan er á. Eins og svo oft áður virðist valt að leggja traust sitt á stjórnmálamenn þegar þessi þróun er annars vegar. Þeir eiga að beita sér gegn henni, ekki stuðla að henni. Fæst okkar vilja búa í þjóðfélagi þar sem sönnunarbyrði er snúið við og menn taldir sekir þar til þeim tekst að sanna sakleysi sitt. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um tónlistarhúsið ógnarglæsi- lega sem nú stendur til að reisa þar sem (eina tíð stóð eitt fallegasta mannvirki Reykvíkinga, gamli kolakraninn. Björn rekur hvern hlut hann átti að máli varðandi bygg- ingu tónlistarhúss- ins þegar hann var menntamálaráðherra. Björn segir: „Fyrir tilviljun heyrði ég í dag viðtal Þorfinns ómarssonar á NFS við Stefán Jón Hafstein, formann menningar- málaráðs Reykjavíkurborgar, þar sem hann virt- ist vera að hreykja sér af því, að tónlistarhúsið væri að risa og við sjálfstæðismenn værum að reyna að eigna okkur eitthvað í því! Mér þótti þetta dæmigert montviðtal í R-lista dúr - ég veit ekki, hvað Stefán Jón Hafstein telur sér til tekna vegna tónlistarhússins, annað en að vera formaður menningarmálaráðs, þegar enn eitt skrefið er stigið á braut, sem aðrir mótuðu fyrir áratug." Athygli vekur að tilviljun virðist oft valda þvi að dagskrá Nýju fréttastöðvarinnar (hvenær hættir hún annars að vera „ný"?) fer ekki framhjá Birni. En „dæmigert montviðtal í R-lista dúr" er frasi sem hlýtur að eiga langa líf- daga fyrir höndum. Og montið hlýtur að vera í dúr þótt flestir vinstri menn séu nú svona heldurí moll. ■■ Ossur Skarphéðinsson heldur upp- teknum hætti á vefsíðu sinni og skilar reglulega af sér pistlum i háum gæðaflokki. I þeim nýjasta fjallar hann m.a. um þá ákvörðun stjórnvalda að koma á kl ipptogskorid@vbl. is sérstöku neyðarkerfi vegna mögulegra áfalla i fjármálalífinu. Ekki hugnast þingmanninum það fyrirkomulag og fráleitt telur hann að ríkisvaldið geti rutt burt banka- stjórum og yfirtekið þær mikilvægu fjár- málastofnanir. En Össur segir málið eiga sér skondna hlið: „Fræðilega getur þetta leitt til þess að erkifjendum Dav- (ðs Oddssonar úr bankaheimlnum yrði ýtt til hliðar og embættismenn ríkisstjórnarinnar tækju við völdunum. Hann leggur þá kannski aftur Inn 400 þúsundkallinn sem hann tók á slnum tlma út úr KB bankanum!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.