blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 34
34 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 biaöið Einn aioss eða ekki Gagnkvæm aðlögun innflytjenda og íslendinga er mörgum hugleikin um þessar mundir enda hefur innflytjendum fjölgað mjög hér á landi á undanförnum árum. ReykjavíkurAkademían hefur staðið að umrœðufundum um málefni innflytjenda í vetur og í dag er röðin komin að Hallfríði Þórarinsdóttur mannfrœðingi að rýna í stöðuna. Blo6i6/Frikki Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur segir að Islendingar geri sér mjög fastmótaðar hugmyndir um íslenska tungu og veltir fyrir sér hvort rými sé í þjóðarsálinni fyrir fólk sem tali málið með hreim. Er rými í þjóðarsálinni fyrir fólk sem talar íslensku með hreim? f hverju felst íslenskt þjóðerni? Geta innflytjendur orðið alvöru íslendingar? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur mun velta upp í fyrirlestri sínum Ástkæra ylhýra, þjóðin og menn- ingin í ReykjavíkurAkademiunni í dag. Fyrirlesturinn er hluti af viða- mikilli fyrirlestrarröð um innflytj- endur á íslandi sem hrundið var af stokkunum síðastliðið haust en Hallfríður hefur haft veg og vanda af skipulagningu hennar. (slenskan í föstum skorðum Jslenskan er það sem flestir íslend- ingar nefna þegar þeir eru spurðir um hvað það sé sem geri þá að íslendingum," segir Hallfríður en bætir við að það sé ekki hvaða íslenska sem er heldur höfum við mjög ákveðnar og fastmótaðar hug- myndir um tungumálið. Það hafi meðal annars komið berlega í ljós í umræðum um yfirvofandi dauða íslenskunnar síðastliðið haust. „Ég ætla að skoða svolítið þær hug- myndir um hvaða íslenska það sé sem blífur, hvaða málafbrigði af íslensku er það sem við erum að tala um sem er normalíserað og sett undir sama hatt. öðrum þræði segja þeir sem vilja vernda íslenskuna að það sé rými fyrir margs konar mál- afbrigði í íslensku en þegar til kast- anna kemur er afskaplega lítið rými fyrir það,“ segir Hallfríður. „Þess vegna velti ég meðal annars vöngum yfir því hvernig innflytj- endum vegni sem tala íslensku með hreim. Stendur það í vegi fyrir framgangi þeirra í samfélaginu? Ég ætla einnig að velta fyrir mér spurn- ingum varðandi íslenskt þjóðerni. Hvenær er innflytjandi orðinn ís- lenskur? Hvenær teljum við þá með? Verða þeir utanveltu? Þrátt fyrir að )eir fái íslenskt ríkisfang verða þeir )á einir af okkur í raun og veru,“ segir hún. Einsleitnin upphafin Hallfríður gengur út frá ákveðnum forsendum í erindi sínu, meðal ann- ars þeim að þjóðerni sé í fyrsta lagi ekki náttúrusprottið heldur fyrir- fram mótað og lifandi. „Umræðan um menningu og þjóðerni er alltaf í gangi og íslenskuumræðan er hluti af henni. Það takast á mismunandi skoðanir á því hvernig við eigum að skilgreina okkur,“ segir hún. „Við íslendingar erum aldir upp í því að við séum fámenn og einsleit, ekki nóg með það heldur hefur þessi einsleitni verið upphafin," segir Hall- fríður en bendir á að í ljósi breyttra aðstæðna þurfum við að hugsa út frá nýjum pólum. „Við höfum lagt áherslu á þessa einsleitni í málfars- legu og menningarlegu tilliti og svo allt í einu er landslagið orðið breytt og það tekur svolítið á.“ (slenskukennsla í ólestri íslenskt samfélag er að mörgu leyti ekki í stakk búið til að taka á móti þeim mikla fjölda innflytjenda sem hingað kemur. Þó að flestir séu sammála um að einn af lyklunum að íslensku samfélagi sé að kunna íslensku þá er staðreyndin sú að inn- fly tjendur hafa haft mismikla mögu- leika á að sækja íslenskukennslu og það er ekki fyrr en á síðustu árum sem boðið hefur verið upp á sérsniðin námskeið að þörfum mis- munandi hópa. Hallfríður segir að það ætti að vera nægjanlegt fram- boð af íslenskukennslu en sú sé ekki raunin auk þess sem það sé mjög málum blandið hvernig henni sé háttað. „Flestir innflytjendur vinna ofsalega mikið eru jafnvel í tveimur til þremur störfum. Það er hægara sagt en gert eftir 12-14 tíma vinnu- dag að fara á íslenskunámskeið á kvöldin," segir hún. Viðhorf almennings gagnvart þeim sem talar íslensku með hreim eða brogaða íslensku eru Hallfríði einnig hugleikin. „Það er mjög al- gengt að íslendingar bregði fyrir sig ensku þegar þeir tala við fólk sem talar íslensku með hreim alveg óháð því hvort fólkið talar ensku eða ekki,“ segir Hallfríður og bætir við að með því að gefa innflytjendum ekki færi á að æfa sig í íslenskunni iá séu menn ósjáfrátt að útiloka )á. Henni er því hugleikið hvernig )etta tvennt fari saman og hvernig )að sé að tala brogaða íslensku eða íslensku með hreim þegar tungu- málinu séu settar jafnstífar skorður í vitund heimamanna og raun ber vitni. Bakgrunnur og menn- ing skiptir máli Einnig ber að hafa í huga að margt hafi áhrif á hvernig innflytjendum gengur að læra tungumálið. Inn- flytjendur eru afar margsleitur hópur sem eiga sér mismunandi bakgrunn og menningu. Árangur þeirra fer meðal annars eftir því hvort þeir komi úr mál- og menn- ingarlegu umhverfi sem sé líkt okkar umhverfi eða ekki. Hallfríður bendir á fleiri atriði sem hafi mikið að segja svo sem menntun og stéttar- legan bakgrunn fólks. „Við verðum að velta fyrir okkur hvernig menntun þeirra er metin í nýja landinu. Það þarf að gera gang- skör í þvi að fólk fái sína menntun betur metna og að hún nýtist ís- lensku samfélagi," segir Hallfríður en bætir við að verið sé að vinna í þessum málaflokki. Hún bendir jafnframt á að þar sem sambýli ís- lendinga og innflytjenda eigi sér ekki langa sögu sé ekki komið í ljós hvernig annarri kynslóð innflytj- enda muni vegna í samfélaginu og hvort að þeir muni eiga sömu mögu- leika og heimamenn. „Tilgangur okkar með þessu þingi að vekja athygli á málaflokknum, velta við ýmsum steinum og skoða. Það er mikilvægt atriði að innflytjendur hafi sömu menntunarmöguleika en )að þýðir að það verður að hlúa að )eim sérstaklega í skólanum,“ segir Hallfríður. Fyrirlesturinn fer fram i dag í húsakynnum ReykjavíkurAkadem- íunnar við Hringbraut 121 og hefst kl. 12:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bla6i6/lngó ,Við Islendingar erum aldir upp I því að við séum fámenn og einsleit, ekki nóg með það heldur hefur þessi einsleitni verið upphafin," segir Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Eru innflytjendur vannýtt auðlind eða varavinnuafl? Á mánaðarlegum umrœðufundum ReykjavíkurAkademíunnar er fjallað um innflytjendamál á íslandi í vtðu samhengi. Fundarröð ReykjavíkurAkadem- íunnar um innflytjendamál var hleypt af stokkunum síðastliðið haust og hefur áhugi á henni vaxið jafnt og þétt enda um málaflokk að ræða sem margir láta sig varða. Brýnt þykir að fjalla um málefni innfíytjenda ekki síst í ljósi þess að )eim hefur fjölgað gífurlega hér á andi á undanförnum árum. Enn- 'remur þurfi Islendingar að draga ærdóm af þeim vandamálum sem upp hafa komið erlendis þar sem gagnkvæm aðlögun hefur oft ekki engið sem skyldi og jafnvel fólk af riðju kynslóð innflytjenda verði utanveltu í samfélaginu. Á fundunum er kastljósinu beint að ýmsum þáttum sem tengjast innílytjendum á Islandi og hvernig þeim tekst að festa rætur hér á landi og hver viðbrögð innfæddra eru. Meðal þess sem fjallað hefur verið um er þátttaka þeirra í atvinnulífi og félagsmálum og þá möguleika sem þeir hafa til að afla sér mennt- unar og hvernig sú menntun sem þeir hafa fyrir nýtist þeim. Síðar stendur til að ræða stefnu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka í málefnum innflytjenda og hvaða lærdóm megi draga af reynslu ann- arra þjóða. Fundirnir eru haldnir mánaðar- lega í húsakynnum Reykjavíkur- Akademíunnar við Hringbraut 121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.