blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 22
22 I VÍSIHTDI
LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaAÍA
Vanilla unnin úr mykju
‘A ■ a %
Blaðið/lngó
Helmingi ódýrara er að framleiða vanilín úr kúamykju en með hefðbundnum aðferðum.
Japanskir vísindamenn greindu frá
því á dögunum að þeim hefði tekist
að framleiða vanilluangan úr kúa-
mykju sem hlýtur að teljast frekar
óhefðbundin aðferð. Með flóknu
efnafræðilegu ferlivar vanilín unnið
úr mykjunni sem vísindamaðurinn
Mayu Yamamoto segir að nota megi
í vörur á borð við hársápu og ilm-
kerti en þó ekki til matvælagerðar.
Yamamoto segir að efnafræðilega
sé þetta efni það sama og unnið sé
úr hefðbundnum vanillubaunum
en vegna nýlegra reglna sem skylda
framleiðendur til að gefa upp upp-
runa hráefnis myndi fólk sennilega
ekki sætta sig við að það yrði notað
til matvælaframleiðslu.
Kostnaður helmingi lægri
Yamamoto sagði jafnframt að kostn-
aðurinn sem framleiðsla vanilíns úr
kúamykju hefði í för með sér væri
tæplega helmingur þess kostnaðar
sem fylgir framleiðslu efnisins úr
vanillubaunum.
Að sögn Yamamotos er
mikið af línin í saur grasætna en
það er efnasamsetning sem er að
finna í plöntum og trjám og er
meðal annars notað til að framleiða
vanillukeim. „Línin rotnar ekki auð-
veldlega. Bændur eiga í vandræðum
með að losa sig á viðundandi hátt
við dýraúrgang. Við reyndum því
að leysa þetta vandamál með endur-
vinnslu í huga,“ sagði hann.
Eftir að hafa unnið vanilín úr
saurnum er honum dreift í jarðveg-
inn. Rannsókninvargerðísamstarfi
við Sekisui Chemical sem er stórt
japanskt efnafyrirtæki.
Rannsóknarhóp-
urinn hefur í
hyggju að
þróa vél
s e m
getur unnið nokkur tonn af skít
á dag og eru vonir bundnar við að
hægt yrði að taka hana í notkun
eftir tvö til þrjú ár.
Greinilegt er að mykja er
japönskum vísindamönnum
hugleikin þessa dagana því fyrir
skemmstu tókst nokkrum þeirra að
vinna eldsneyti úr kúamykju.
Vísindamennirnir vonast
til að geta framleitt eldsneyti í
atvinnuskyni innan fimm ára.
Umhverfisvæn
gervijólatré
Li Zhaoxing utanríkisráðherra
Kína telur að notkun kínverskra
gervijólatrjáa í Bandaríkjunum
stuðli að bættu umhverfi þar
í landi. Li lét þessi orð falla á
fréttamannfundi í vikunni.
„Þið vitið líklega að á mörgum
heimilum í Bandaríkjunum er
jólunum fagnað með gervijóla-
trjám sem framleidd eru í Kína
og það kemur verndun vistkerf-
isins og umhverfisins í Banda-
ríkjunum til góða,“ sagði hann.
Li sagði einnig að viðskipti við
Kínverja stuðluðu að atvinnu-
sköpun, kæmi neytendum til
góða og drægi úr hættu á verð-
bólgu í Bandaríkjunum. Við-
skiptahalli Bandaríkjamanna
gagnvart Kínverjum náði 202
milljörðum Bandaríkjadala á
síðasta ári og hefur aldrei verið
jafnhár. Umhverfisvandamál í
Kína hafa aukist til muna sam-
hliða hagvaxtarskeiði undan-
farna tvo og hálfan áratug.
Blóm sem glóa
við þorsta
Margir tala við blómin sín til að
þeim líði betur, vaxi og dafni. Nú
hafa nemendur við háskóla í Sin-
gapúr bætt um betur og tekist að
rækta plöntu sem getur átt samskipti
við mannfólkið með því að glóa
. •• • /■?
Margir tala við blóm til að þeim líði betur
en nú hafa vísindamenn ræktað plöntu
sem getr tjáð sig.
þegar hún þarfnast
vökvunar.
Nemendurnir
greindu frá því í
vikunni að þeir
hefðu breytt plönt-
unniáerfðafræði-
legan hátt með
því að nota gen
sem veldur því
að tiltekin fiskteg-
undverðursjáflýs-
andi. Það veldur
því að plantan
lýsist upp þegar
hún finnur fyrir
vökvaskorti.
Erfitt er
mannsaugað
greina ljósið
því að nota sérstakan
nema sem stúdentar við
annan háskóla í Singapúr
þróuðu má sjá það. Talið
er að þróun slikra plantna
gæti komið bændum til góða
við að bæta áveitukerfi á ökrum
sínum.
en
fyrir
að
með
Líkamsrœkt á skriístofunni
Blatit/Steinar Hugi
Margir skrifstofumenn hér á landi skella sér á Ifkamsræktarstöðvar að lokinni vinnu til
að styrkja kroppinn eftir hreyfingarleysi dagsins. I Bandaríkjunum hefur fjöldi skrifstofu-
manna komið sér upp æfingaaðstöðu innan veggja skrifstofunnar og sameinar þar með
á nýstárlegan hátt vinnu og líkamsrækt.
Fólk sem vinnur skrifstofustörf
þjáist oft af offitu og öðrum sjúk-
dómum sem rekja má til hreyfingar-
leysis. Af þeim sökum hefur vísinda-
maður í Bandaríkjunum hrundið
af stað rannsókn sem miðar að því
að fólk geti stundað líkamsrækt um
leið og það vinnur. Fjöldi skrifstofu-
fólks gengur því um þessar mundir
á göngubrettum á sama tíma og það
sinnir daglegum skrifstofustörfum.
Uppátækið er runnið undan rifjum
Dr. James Levine, vísindamanns við
Læknaskólann í Rochester í Minne-
sota í Bandaríkjunum.
Starfsmaður sem gengur í vinn-
unni getur brennt um 100 hitaein-
ingum á klukkustund eða allt að 800
á dag segir Levine en niðurstöður
rannsókna hans hafa birst í virtum
fræðiritum í Bandaríkjunum.
Levine heldur því fram að fitu-
brennslan komi því starfsfólki til
góða sem á við offituvanda að stríða
en hann getur jafnframt kostað fyr-
irtæki stórfé.
Fundirágöngu
Rannsóknin byggist á þeirri hug-
mynd að fólk geti brennt hitaein-
ingar við leik og störf.
Levine hefur hannað skrifstofur
þar sem gert
er ráð fyrir því að
starfsfólk geti hreyft
sig um leið og það vinnur.
Þannig eru til dæmis göngubretti
við skrifborð þannig að fólk getur
gengið sér til heilsubótar um leið og
það hringir nokkur
símtöl eða
...mmm
4"
s\&
sendir tölvupóst.
Sums staðar hafa jafnvel verið settar
upp göngubrautir á skrifstofum
þannig að starfsmenn geti hreyft sig
þegar þeir halda fundi í stað þess að
sitja með hendur í skauti.
Levine segir að það sé algerlega
rökrétt að koma upp slíkri aðstöðu á
skrifstofunni. Ekki hefur verið hafin
fjöldaframleiðsla á skrifborðum
með innbyggðri göngubraut en Le-
vine segir að nokkur fyrir-
tæki hafi sýnt því áhuga.
Thomas Niccum, forstjóri hug-
búnaðarfyrirtækisins Lancet Soft-
ware í Burnsville í Minnesota, er
einn af þeim sem kom upp göngu-
bretti á skrifstofunni í upphafi árs.
Hann telur að hann hafi gengið um
120 mílur frá þeim tíma og tapað
rúmum tveimur kílóum án þess að
fara í megrun.