blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24
24 I SAGA LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö Sagan afeinum stœrsta listaverkaþjófnaði sögunnar: Indiana Jones okkar tíma hefur uppi á þjófum í Baadad I bókinni Thieves of Baghdad eftir Matthew Bogdanos sem kom út á síðasta ári er sagt frá einum staersta listaverkaþjófnaði sögunnar, þegar þúsundir ómetanlegra listumuna og forngripa var stolið úr söfnum í Baghdad í Irak í kjölfar innrásar bandamanna árið 2003. Fáir þekkja jafnvel til málsins og Matthvew Bogdanos en hann stjórn- aði sjálfur rannsókninni á hvarfi gripanna og vann að því að endur- heimta hluta þýfisins. Talið er að nærri 13.900 gripir hafi horfið úr Þjóðminjasafn- inu en upphaflega óttuðust menn að tala stolinna muna væri mun hærri eða um 170.000. Bogdanos segist reyndar í bókinni vera undrandi á því að ekki hafi fleiri gripir horfið þar sem um hálf milljón muna hafi verið í safninu og þjófar hafi haft einn og hálfan sólar- hring til að athafna sig. Með aðstoð embættismanna í írak, Bandaríkjunum og Ítalíu og tolla- og lögregluyfirvöldum um allan heim hefur tekist að endur- heimta að minnsta kosti 5400 muni, þar af um 700 í Bandaríkjunum og Bretlandi. Indiana Jones okkar tíma Matthew Bogdanos, höfundur bók- arinnar, er stundum sagður vera eins konar Indiana Jones okkar tíma. Hann vann sem lögmaður í New York en missti heimili sitt í árásunum á tvíburaturnana 11. sept- ember 2001. Hann gekk til liðs við bandaríska herinn í kjölfarið og var fáeinum vikum síðar orðinn ofursti í Afganistan. Árið 2003 tók hann þátt í innrás bandamanna í írak. Bogdanos var í borginni Basra í suðurhluta landsins 18. apríl árið 2003 þegar honum barst sú fregn til eyrna að þjófar hefðu látið greipar sópa um Þjóðminjasafnið í Baghdad. Þar sem hann var áhuga- maður um fornfræði bað hann um leyfi til að fá að fara til Baghdad með hópi manna og kanna málið. Sérsveitir Saddam Husseins, fyrr- verandi Iraksforseta, lögðu undir sig Þjóðminjasafnið þegar innrásin var gerð. Eftir að þær hörfuðu þaðan 10. apríl réðust þjófar til inn- göngu. Tveimur dögum síðar komu nokkrir yfirmanna safnsins til baka og stökktu síðustu þjófunum á flótta en talið er að þeir hafi verið á milli þrjú og fjögur hundruð þegar mest lét. Mununum var því stolið á einum og hálfum sólarhring. Hersveitir stóðu ekki aðgerðarlausar hjá Bogdanos er mjög ósáttur við þá út- breiddu skoðun að hersveitir banda- lagsherjanna hafi staðið aðgerðar- lausar hjá á meðan þjófar hefðu látið greipar sópa um safnið. Það segir hann að sé beinlínis rangt enda hafi ekki verið mögulegt að tryggja öryggi safnsins af hættu við blóðug átök við sérsveitirnar. Aftur á móti álasar Bogdanos bandarískum hersveitum fyrir að hafa brugðist seint við hjálparbeiðni safnstjórnarinnar eftir að íraski her- inn hafi verið á bak og burt. Starfs- menn þurftu sjálfir að halda aftur af þjófunum og segir Bogdanos það vera óafsakanlegt. Allt var brotið og bramlað í Þjóð- minjasafninu þegar Bogdanos og menn hans komu þangað og búið að tæma flesta sýningarkassana. Bogdanos komst þó fljótt að því sér til mikils léttis að starfsmenn höfðu fjarlægt flesta munina sem í þeim bóndabýli í september árið 2003 kom Warka-gríman í leitirnar undir moldarhaug. Warka-gríman er kalk- steinsgríma frá því um 3100 fyrir Krist sem talin er vera elsta eftir- mynd mannsandlits sem varðveist hefur. Bassetki-styttan, annar ómet- anlegur dýrgripur kom í leitirnar í annarri húsleit í nóvember. Warka-gríman er kalksteinsgríma frá því um 3100 fyrir Krist og er talin vera elsta eftirmynd mannsandlits sem varðveist hefur. Hún er meðal þeirra muna sem stoliö var úr Þjóðminjasafni Iraks. all, var skilað eftir að samningavið- ræður höfðu staðið yfir í tvær vikur. Nær öllum mununum sem stolið var úr geymslunum ofanjarðar komu í leitirnar. Enn er þó að minnsta kosti 8500 muna saknað. Um 2000 munir komu í leitirnar eftir áhlaup og húsleitir lögreglu. I stærsta áhlaupinu sem gert var á leynilegar geymslur í kjallara safns- ins og þaðan rænt yfir tíu þúsund munum af ýmsu tagi. I bókinni segir Bogdanos að ómögulegt hefði verið fyrir nokkurn að komast þangað inn án þess að þekkja safnið eins og innanbúðarmaður. Bogdanos telur að skipta megi þjóf- unum í þrjá hópa. I fyrsta hópinn setur hann þá sem létu einfaldlega greipar sópa handahófskennt um hillur safnsins, í öðrum hópnum voru fagmenn sem vissu hverju þeir voru að leita að og fylgdu hugsanlega fyrirskipunum erlendra listaverka- sala. I þriðja hópnum voru innanbúð- armenn, þáverandi eða fyrrverandi starfsmenn safnsins sem vissu hvar tilteknir dýrgripir voru geymdir og nýttu sér þá ringulreið sem stríðið skapaði til að ræna þeim. Þjófum heitið sakaruppgjöf Bogdanos og samstarfsmenn hans buðu mönnum sakaruppgjöf ef þeir skiluðu þýfi úr safninu. Þeir fóru um borgina og ræddu við menn sem þeir töldu að kynnu að hafa einhverja vitneskju um málið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fjölda muna var skilað í réttar hendur. Einn af dýrmætustu gripum safns- ins, hinum heilaga Warka-vasa sem talinn er vera rúmlega 5000 ára gam- Dýrgripir í höndum einkasafnara Tollayfirvöld erlendis fundu enn fleiri stolna muni á næstu mánuðum. Árið 2003 voru til dæmis 669 munir gerðir upptækir af tollayfirvöldum í Bandaríkjunum en mununum hafði verið komið fyrir í fjórum hraðpósts- sendingum. Bogdanos óttast þó að dýrmætustu gripirnir séu komnir í hendur einkasafnara í Bandaríkj- unum og Evrópu. Bogdanos lætur ágóða af sölu bókar sinnar renna til Þjóðminja- safnsins 1 Irak og sjálfur hefur hann hleypt af stokkunum lögmanna- skrifstofu í New York sem sérhæfir sig í málum sem þessum. Honum hefur ennfremur borist tilboð frá kvikmyndagerðarmönnum í Holly- wood sem hafa áhuga á að koma sögu hans á hvíta tjaldið. Bogdanos leggur þó áherslu á að ef kvikmynd verði gerð yrði hún að vinna að fram- gangi meginmarkmiðs síns sem sé að endurheimta týnda dýrgripi. „Ef hún verður aðeins hasarmynd að hætti Indiana Jones mun hún ekki stuðla að framgangi málsins. En ef hún verður gerð af alvöru og viti, jafnframt því að vera skemmtileg, þá er ég til,“ sagði hann í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. „Ég elska kvikmyndir, Ég elskaði Indi- ana Jones.“ greipar sópa í tæpa tvo sólarhringa. Búiö var aö brjóta og bramla innanstokksmuni og fjöldi ómetanlegra muna voru horfnir. Matthew Bogdanos fyrrverandi ofursti í Bandarfkjaher er stundum kallaður Indiana Jones okkar tima. Hann vann aö þvi aö endur- heimta stóran hluta þeirra muna sem stolið var úr Þjóðminjasafni Iraks f kjölfar innrásar bandamanna áriö 2003. Bókin Thieves of Baghdad eftir Matthew Bogdanos sem kom út á sföasta ári fjallar um eitt mesta listaverkahvarf sögunnar. voru fyrir innrásina. Engu að síður var um fjörutíu munum stolið, þar af nokkrir sem taldir eru ómetanlegir. Annað var uppi á teningnum í geymslum safnsins ofanjarðar. Þar höfðu þjófar látið greipar sópa um hillur og var á fjórða þúsund dýr- mætra muna saknað. Fáeinum dögum síðar uppgötv- uðu Bogdanos og samstarfsmenn hans að brotist hafði verið inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.