blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 30
30 I TII.VERAN LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö Vinna að heimildarmynd um stóriðjustefnu á íslandi Kvikmyndagerðarmennirnir He- lena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson vinna um þessar mundir að heimildarmynd um stór- iðju og uppbyggingu áliðnaðar á Is- landi. Sjálf hafa þau látið til sín taka í baráttu gegn virkjunum á hálend- inu en Helena segir að þau reyni engu að síður að fjalla um allar hliðar stóriðjustefnunnar í mynd- inni. Ekki er laust við að nokkurrar tortryggni hafi gætt i garð kvik- myndagerðarmannanna af þessum sökum og reyndist þeim framan af erfitt að fá stjórnmálamenn og full- trúa Landsvirkjunar til að tjá sig um málið. Almenningur illa upplýstur Helena segir að tengsl hennar við virkjunarsinna kunni að standa henni fyrir þrifum en hún leitist þó við að fjalla um málið á hlutlægan hátt og að öll sjónarmið fái að koma fram. „Mér finnst áberandi að almenningur á íslandi er ekki nógu upplýstur um þetta mál. Ég er sjálf búin að rannsaka þetta og hef verið á kafi í þessu en þegar ég ræði þessi mál við fólk kemur það oft af fjöllum,“ segir hún. Helena og Arnar Steinn hófust handa við gerð myndarinnar fyrir ári þegar aðgerðir umhverfisvernd- arsinna stóðu yfir við Kárahnjúka. ,Þá var þetta aðeins lítið verkefni sem hefur síðan undið upp á sig og er orðið mun stærra en við ætl- uðum,“ segir Helena sem tekur undir að erfitt hafi reynst að standa straum af kostnaði við gerð myndar- innar. „Við þurfum að finna okkur framleiðenda. Við ætluðum að fram- leiða þetta sjálf en þetta er eiginlega búið að vaxa okkur yfir höfuð. Þetta er bara svo spennandi efni og svo margt í þessu,“ segir Helena sem bindur vonir við að myndin verði tilbúin næsta sumar. Afstaðan ekki breyst Helena segir að afstaða hennar til stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda hafi ekki breyst við gerð iiiyndar- innar. „Ég er ennþá mjög mikill and- stæðingur svona mikillar stóriðju á íslandi. Mér finnst við vera að fórna alltof miklu fyrir mjög lítinn og nán- ast engan hagnað. Ég er alveg viss um að við séum að stórtapa á þessu til langs tíma, alveg sama hvernig á málið er litið,“ segir Helena en bætir við að hún skilji betur af- stöðu þeirra sem séu á öndverðum meiði. „Ég sé ekki lengur Alcoa og þessi stóru fyrirtæki fyrir mér eins og einhver skrímsli eins og ég gerði áður heldur skil ég betur forsendur þeirra. Fyrirtæki eru í viðskiptum til að græða peninga og þá nota þau auðvitað allar aðferðir sem þær geta til að græða meiri peninga á sinni framleiðslu,“ segir hún. Helena segir jafnframt að það sem hafi komið sér mest á óvart við vinnslu myndarinnar sé að hún hafi ekki fundið fleiri rök með stóriðju- stefnunni en raun bar vitni. „Þegar við byrjuðum á þessu þá héldum við fyrst og fremst rómantískum umhverfissjónarmiðum á lofti, að ekki mætti eyðileggja náttúruna og þar fram eftir götunum. Þegar við kynntum okkur þetta betur kom- umst við að því að efnahagslega er þetta ekki heldur gott fyrir landið,“ segir Helena og bendir í því sam- bandi á að sérfræðingar sem þau hafi rætt við hafi flestir talið að um óarðbærar framkvæmdir væri að ræða. Blaöií/Frikki Kvikmyndagerðarmennirnir Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir. He- lena segir að afstaða hennar til stóriðjustefnu hafi í meginatriðum ekki breyst við gerð myndarinnar en hún skilji þó betur viðhorf virkjanasinna. Lappað upp á skó i hálfa öld Skósvinnslustofa Sigurbjörns fagnar hálfrar aldar afmæli sínu um þessar mundir. Starfsfólk skóvinnslustofunnar hefur haft í nógu að snúast í afmælisvikunni sem lýkur í dag enda ýmis freistandi tilboð á vörum og þjónustu. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera í afmælisvikunni og á köflum hefur biðröðin náð fram á gang,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður. Sigurbjörn Þorgeirsson, faðir Jónínu, stofnaði fyrirtækið á Vesturgötu árið 1956 og var það á nokkrum stöðum í borginni þangað tilþaðfékkinniíverslanamiðstöðinni Austurveri árið 1976 þar sem það hefur verið allar götur síðan. Jónína segir gaman að því að fjölmargir viðskiptavinir hafi haldið tryggð við fyrirtækið í gegnum árin og sumir Starfsmenn Skóvinnslustofu Sigurbjörns áriö 2006. Frá vinstri: Jónfna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon, Birna Magnúsdóttir og Andri Gunnarsson. hafi jafnvel átt viðskipti við það áratugum saman. Þriðji ættliðurinn í læri Fjölskylda Sigurbjörns hefur alla tíð tekið þátt í daglegum störfum og rekstri fyrirtækisins. „Núna er það ég, maðurinn minn, mágkona og sonur sem vinnum hérna. Þannig að þetta er alveg ekta fjölskyldufyrirtæki. Við erum þrjú lærðir skósmiðir og svo er sonur minn á samningi,“ segir Jónína og bætir við að tíminn verði að leiða í ljós hvort að hann taki við. Hann er svo ungur ennþá og það verður að koma í ljós hvernig honum likar þetta. Ef hann hefur áhuga á því þá stendur honum þetta til boða,“ segir hún. Meiri fjölbreytni Jónína hefur sjálf starfað við fagið í tæp 30 ár og segir ýmislegt hafa breyst á þeim tíma og meðal annars séu efni og lím orðin betri. „Það er líka meira úrval af gúmmítegundum til dæmis hvað varðar sóla og hælplötur. Fólk hefur úr meiru að velja núna. 1 gamla daga gastu ekki valið neitt. Það var bara notað það sem var til,“ segir hún. Hún segir jafnframt aðbúnað skósmiða hafa batnað til muna frá þeim tíma sem hún hóf störf. „1 gamla daga voru skósmiðir nær undantekningarlaust í kjallaraholum en nú erum við í stóru plássi þar sem er rúmt um okkur og allur aðbúnaður mjög góður," segir hún og bætir við að jafnframt sé meira hugað að heilbrigði og starfsaðstæðum skósmiða. Jónínu finnst segir gæði skófatnaðar vera svipuð nú á dögum og áður. „Almennt er skófatnaður mjög vandaður en þú getur Uka farið út í búð og keypt þér eitthvað ódýrt drasl sem ekki borgar sig að gera við. Ef þú kaupir ódýrari skóna er endingin mun minni þannig að það borgar sig að kaupa dýra skó og láta sóla þá nokkrum sinnum í stað þess að kaupa alltaf nýja og nýja. Við viljum því meina að það sé jafnvel hagstæðara að kaupa dýrari skóna,“ segir Jónína. á stigaganginn Falleg aökoma aö heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er aö þrífa, hljóöeinangrandi og hlýlegt. Við seljum vönduö og endingargóö teppi sem eru ofnæmisprófuö og á góöu verði. o Óíip/JcÁ/. a 32 Sími 533 5060 www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.