blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR =f LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaAÍð www.expressferdir.is FÓTBOLTAFERÐ TIL LONDON READING-STOKE 16.-18. APRÍL Blam/Frikki Fjórar konur í fimm efstu sætunum Frjálslyndi flokkurinn kynnti í gær framboðslista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ólafur F. Magn- ússon, læknir og borgarfulltrúi flokksins mun leiða listann. Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og vara- borgarfulltrúi, verður í öðru sæti og Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona verður í þriðja sæti. Ásta Þorleifsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi mun skipa fjórða sæti listans og Anna Sigríður Ólafsdóttir, doktor i næringarfræði, verður í því fimmta. Sjötta sæti listans skipar Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskólans Hörpunnar. Lið Reading hefur farið á kostum á þessu timabili og eru á hraðri leið upp I ensku úrvalsdeildina. ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson leika báðir með liði Reading og nú er það Íslendingalíðið Stoke sem kemur I heimsókn. Hörkuspennandi (slendingaslagur! 39.900 kr. INNIFAUÐ: Flug og flugvallaskattar, 2 nætur á hóteli með morgunverði og VlP-miði á leikinn. Miðað er við að I tveir séu saman I herbergi. ^ Nánar á www.expressferdlr.is Express Ferðir (Q Express Feróir, Grlmsbœ, Efstalandi 26, slmi 5 900 100 Forðosknfatofa í engu lcoiand Expraaa Methagnaður hjá FL Group FL Group kynnti afkomutölur sínar fyrir árið 2005 í gær. Um er að ræða methagnað í sögu félagsins, en hann nam 17,3 milljörðum króna, fyrir skatta. Uppgjörið er nokkru betra en spá Greiningardeildar KB banka gerði ráð fyrir. Hagnaður fyrir- tækisins á fjórða ársíjórðungi var þannig 10,7 milljarðar króna eftir skatta sem er um einum milljarði betra en bankinn spáði fyrir um. Hannes Smárason, forstjóri FL group sagði í tilkynningu til Kaup- hallarinnar að þetta væri langbesta afkoma í sögu félagsins,„og endur- speglar árangurinn af þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á starf- seminni. Með hlutafjárútboðinu í nóvember síðastliðnum var stigið mikilvægt skref í að gera FL Group að öflugu fjárfestingafélagi og er stærsti hluti afkomunnar nú af fjár- festingastarfsemi félagsins. Vel hefur tekist til við að framkvæma breyt- ingarnar og byggja upp öflugan hóp starfsmanna sem nær árangri." Evra ekki tekin upp án ESB-aðildar Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Islandi, segist hafa fengið skýr svör frá Brussel þess efnis að ríki geti ekki tekið evruna upp sem gjaldmiðil án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Westerlund sagði í samtali við Ríkisútvarpið að evran væri einn af höfuðþáttunum í sam- starfi Evrópusambandsríkjanna og það samstarf væri ekki opið öðrum en aðildarþjóðunum. I frétt Rfkisútvarpsins kom fram.að Westerlund fékk á fimmtu- dag senda grein Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðarráðherra af heima- síðu hennar þar sem lagt er til að íslendingar kanni möguleika á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) án þess að leita eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB). I samtalinu kvaðst sendiherrann hafa eftir lestur greinarinnar ákveðið að leita eftir skýrum svörum frá emb- ættismönnum í Brussel um hvað væri mögulegt í þessum efnum. ( Janda<)ar í/alsÁa-r soÁÁaÁt/ \ uj' www.primavera.is Veitingamaður vill bensínstöð á BSÍ Veitingamaðurinn á Umferðamiðstöðinni er ekki sáttur við að ESSO hafifengið lóð undir bensínstöð. Hann vill leyfi til að veita slíka þjónustu. Dagur B. Eggertsson segist ekki kannast við erindið. Veitingamaður á Umferðarmiðstöð- inni hefur sótt um að fá leyfi til þess að opna bensínafgreiðslu við húsið. Hann bendir á að bensín hafi verið selt við bygginguna í áratugi en henni var lokað fyrir nokkrum árum vegna mengunarhættu. ESSO hafi fengið lóð undir bensínstöð vestan við Umferðarmiðstöðina og því sé mengunarhættan varla enn fyrir hendi. Oddviti Samfylk- ingarinnar segist ekki kannast við erindi veitingamannsins, en segir að ákvörðun um að úthluta ESSO g lóðinni hafi verið tekin að vel athug- g uðu máli. § r Musteri einkabílsins „Ég er búinn að sækja um að fá að opna bensínstöð á sama stað og stöðin var áður en henni var lokað,“ segir Bjarni Geir Alfreðsson, veit- ingamaður á Umferðamiðstöðinni. Bjarni segist ekki vera sáttur við að ESSO hafi fengið lóðinni út- hlutað. „Við erum með alla þjónustu á staðnum þarna við Umferðarmið- stöðinaogviðviljumeflaalmennings- samgöngur. Þeir sem ráða í borginni virðast hins vegar vilja reisa þarna musteri fyrir einkabílinn en tala svo um það í hinu orðinu að það verði að minnka einkabílanotkunina." Bjarni segir að á BSl lóðinni sé allt til staðar til þess að hefja bensínsölu, til dæmis olíutankar í jörðu. „Ef það vantar svona sárlega bensínstöð á þennan stað þá tel ég eðlilegast að það verði komið fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Umferðamið- Kannast ekki við málið Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segist ekkert kann- ast við erindi Bjarna. Hann vildi ekkert tjá sig um hvernig slíku er- indi yrði tekið en bendir á að Um- ferðamiðstöðin verði rifin á næstu árum og ný miðstöð reist í nágrenni við Hótel Loftleiðir. Dagur tekur fram að þegar ákveðið var að veita ESSO leyfi fyrir því að staðsetja sína stöð á svæðinu hafi verið farið vandlega yfir þau mál og ekki síst það sem varðaði umhverfismálin. Hér vill Björn koma fyrir bensínstöð stöðina sem gæti þá þjónustað einka- bíla jafnt sem rúturnar.“ Vill verja reksturinn Bjarni viðurkennir að með umsókn sinni sé hann að reyna að verja rekstur sinn enda er ljóst að nýtísku bensínstöð með þeirri þjónustu sem nú tíðkast myndi veita honum harða samkeppni. „Þeir eru að tala um að reisa þarna fimm hundruð fermetra ferlíki með öllu tilheyr- andi og ég er einfaldlega að reyna að verja þann rekstur sem er hér í hús- inu.“ Honum finnst skjóta skökku við að ESSO fái leyfi til rekstursins þar sem á sínum tíma hafi verið talað um að mengun frá bensínstöð gæti stefnt lífríki Vatnsmýrarinnar ( hættu, en úr því að ESSO fær leyfi segist hann vilja láta reyna á að fá það líka.“ MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI rqo FLÖKKI WwW Inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. Menn þyrftu að liggja lengi undir feldi" Fyrirhuguð viðbúnaðaráætlun stjórn- valda vegna hugsanlegra erfiðleika á fjármálamarkaði hefur vakið upp spurningar. Sérstaklega hafa menn staldrað við þau áform að færa Fjár- málaeftirlitinu það vald að geta leyst stjórnir og stjórnendur fjármálafýrir- tækja frá störfum eða tekið sér vald hluthafafunda. Sigurður Líndal, pró- fessor emeritus við Háskóla íslands, segir að fara verði afar varlega í slíkar breytingar. Sigurður segist ekki hafa kynnt sér hugmyndirnar ítarlega en eins og málið hefur verið lagt upp virðist honum sem tillögurnar gangi gegn eignaréttarákvæðum stjórnarskrár- innar. „í fyrsta lagi þyrfti helst laga- heimild til þess að þetta verði gert kleift,“ segir Sigurður, en hún er ekki fyrir hendi. „Ef þau lög verða smíðuð þá vaknar spurning um hvort þau samræmist stjórnarskrá, meðal ann- ars eignaréttarákvæðum hennar. Hlutabréfaeign fylgja ákveðin rétt- indi og ef einhverjir aðrir en eigendur bréfanna geta tekið yfir stjórnina þá finnst mér að þurfi að staldra við.“ Sigurður bætir því þó við að neyðar- réttarsjónarmið gætu réttlætt slík inngrip sem um ræðir. Óskráð regla „Það væri það eina sem gæti réttlætt slíkt. Neyðarréttur er reyndar óskráð regla hér á landi en í sumum löndum eru sérstök lög um neyðarrétt.“ Með slfkum lögum yrðu heimildir ríkis- ins rýmkaðar til þess að grípa til að- gerða sem á öðrum tímum teldust ólöglegar. „Hér á landi eru fá dæmi um að stjórnvöld hafi gripið til þess háttar aðgerða en þó má nefna að þegar Danmörk var hernumin 1940 tók ríkisstjórnin í sínar hendur kon- ungsvald á Islandi. Það var ekki í sam- ræmi við stjórnarskrána en metið sem neyðarréttur." Þurfa strangan ramma Aðspurður hvort þessar fyrirhuguðu heimildir FME kalli þá á stjórnar- skrárbreytingu segir Sigurður það ekki ljóst. „Það er löngu viðurkennt að eignarétti má setja almenn tak- mörk. Það er margföld dómvenja fyrir því.“ Hann segir ákvarðanir stjórnvalda sem ganga á eignarétt- inn ávallt vera byggðar á mati hverju sinni. „Mér sýnist þó að þróunin á síð- ustu árum hafi frekar verið á þá leið að styðja við bakið á eignaréttinum.“ Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa kost á að nýta sér neyðarréttar- regluna þrátt fyrir að hún sé óskráð. „Það kynni að vera réttlætanlegt ef allt væri að stefna á hinn versta veg i efnahagslífinu. Þá held ég að ríkið gæti gripið inn í. En það væri þá algjör neyðarréttur." Hann bætir við að ætli menn að setja um þetta lög þyrfti að smíða mjög strangan ramma utan um þau. „Eg held nú að það sé hægara sagt en gert að gera það. Ég er hræddur um að maður þyrfti að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði og jafnvel liggja lengur en hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.