blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 6
6 I mNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðið Réttað um bóta- kröfu Bubba Mbl.is | Aðalmeðferð í máli tónlistarmannsins Bubba Mort- hens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið varðar um- fjöllun og myndbirtingu í Hér og nú í júní í fyrrasumar. Birt var mynd af Bubba þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu en fyrirsögn á forsíðunni var „Bubbi fallinn.” Krefst Bubbi 20 milljóna króna miskabóta. Bæði Bubbi og Garðar Örn mættu fyrir dóminn og svöruðu spurningum. Bubbi Morthens sagði aðspurður að umrædd umfjöllun og myndbirting hefði valdið sér ýmiss konar óþæg- indum. Hann hefði fundið til vanlíðunar og reiði og væri mjög á varðbergi gagnvart ljósmynd- urum effir atburðinn. Trúverð- ugleiki sinn hefð beðið hnekki og hann hefði þurft að útskýra fyrir viðsemjendum sínum að hann væri ekki farinn að neyta vímuefna að nýju. Þeir hefðu ekki tekið forsíðufréttinni öðru- vísi en svo að hann væri fallinn í þeim skilningi að hann væri farinn að nota eiturlyf að nýju. Garðar Örn sagði fyrir dóm- inum að ákvörðunin um um- fjöllunina og myndbirtinguna hefði verið tekin sameiginlega af ritstjórn Hér og nú. Ritstjórn blaðsins hefði ekki dottið í hug að fólk gæti misskilið fyrirsögnina„Bubbi falliniT og álitið að átt væri við neyslu eiturlyfja. Mynd hefði verið birt af Bubba að reykja sígarettu. Berjast gegn einkavæðingu vatnsins Reynslan af einkavœðingu vatnsveitna er alls staðar slœm, segir Ögmundur Jónasson. Hann telur ekki tilviljun að olíufélög séu tekin að sýna þessum markaði áhuga. Breytingar á frumvarpi til vatnalaga var heitasta umræðuefni alþingis í gær. Þung orð féllu í umræðunni þar sem meðal annars stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstöðuna um ofbeldi. Ennfremur að stjórnarand- staðan beitti málþófi til að reyna að koma í veg fyrir að frumvarpið næði brautargengi. En um hvað er verið að deila - um hvað fjalla ný vatnalög? Og hvað ótt- ast stjórnarandstæðingar svo mjög? Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar Græns fram- boðs segir að í grunninn sé um að ræða endurskoðun á gömlum laga- bálki frá 1923 um vatn. Málið sé hins- vegar mun flóknara því ekki sé hægt að horfa á þessa breytingu eina og sér. Breytingar á öðrum lögum þar sem fjallað sé um vatnsréttindi und- anfarin ár séu öll f þá átt að styrkja eignamyndun á vatni. Dæmi um slíkt séu breytingar á lögum um rannsóknir á auðlindum í jörðu og breytingar á lögum um vatnsveitur. í síðarnefndu lögunum hafi átt að gefa leyfi fyrir því að vatnsveitur væru hlutafélagavæddar, en þar hafi stjórnarandstöðu tekist að ná inn ákvæði um að vatnsveiturnar ættu að vera í almannaeign að meirihluta til. Skref í ranga átt „Við óttumst að nú sé enn verið að búa í haginn fyrir einkavæðingu á vatni - það er skýrt í mínum huga. I lögunum er talað um að hægt sé að framselja vatnsréttindi án þess að fasteign sé seld og við óttumst að verið sé að sauma allt lagaum- hverfi inn f það mynstur að unnt verði að einka- væða vatnið,“ segir Ögmundur. Einkavæðing á vatni þýðir m.a. að vatnsveitur á borð við þær semviðþekkjum Ögmundur Jónasson hér á landi verði einkavæddar. Þrátt fyrir að eignarréttarákvæðin séu ekki skýrt tiltekin í nýju frum- varpi óttast stjórnarandstaðan að þarna sé fyrsta skrefið stigið í ranga átt. „Fyrst gerist það að menn festa eignarréttarákvæði í lög og styrkja þau. Síðan á eftir að reyna á hvernig farið verður með þessi réttindi,“ segir Ögmundur. Slæm reynsla erlendis Vatnsveitur hafa verið einkavæddar víða um heim og segir Ögmundur að það hafi allsstaðar reynst illa. „Mynstrið er allsstaðar það sama. Menn segja að ekki eigi að einka- væða en svo gerist það. Reynslan er allsstaðar slæm. Framleiðni batnar ekki þó hún standi sumsstaðar í stað. Einkafyrirtæki hafa hinsvegar tekið geyslilegan arð út úr þessum fyrirtækjum með því að hækka verð og rýra þjónustu,“ segir Ögmundur. Mjög erfitt er að skapa samkeppni á vatnsmarkaði að mati þingmanns- ins. Hann bendir meðal annars á að aðeins ein vatnsleiðsla sé inn í hvert hús og vfða er bara ein leiðsla inn í heilu borgirnar. Þannig sé nánast Arðurinn af vatninu hefur víða verið mikill. ómögulegt að búa til samkeppni um viðskiptavini. „Víða erlendis hafa stóru fyrir- tækin í þessum geira einfaldlega skipt markaðinum á milli sín. Þau hafa haft samráð, skipt á milli sín borgum og búið til samræmdar verð- BlaÖið/Steinar Hugi skrár. Það kemur því vart á óvart að olíufélögin séu farin að sýna þessum markaði hér á landi áhuga og hvetja til fjárfestinga, enda kunna þau á samráðið," segir Ögmundur. BOÐS FLÍSSETT PEYSA &. BUXUR tilboð: 3.995 kr. HKWrWlANt) 3 FLÍSWINDSTOPPER með rermilás undir ermum S-XL Verð frá 1.995 kr. DÖMUFLÍSPEYSA Verð frá1.995 kr. DÖMUWINDSTOPPER Verð frá 3.995 kr. SKATABUÐIINI FERÐAVERSLUN Faxafeni 8 • 108 Re- www.skata ykjavík • sími tabudin.com 534 2727 Dýrar „klukkubúðir" Verð í svokölluðum klukkubúðum er að jafnaði 37% hærra en í lágvöru- verðsverslunum samkvæmt verð- könnun sem verðlagseftirlit Alþýðu- sambands Islands gerði í byrjun vikunnar. Keypt var vörukarfa með algengum vörum til heimilisins og var verð í matvöruverslunum víða um land kannað. I körfunni var m.a. að finna grænmeti og ávexti, mjólk- urvörur, brauð, morgunkorn, kaffi, pakkaðar kjötvörur og álegg, drykkj- arvörur, hreinlætisvörur ofl. Oft mikillmunur Var verslunum í könnuninni skipt f þrjá flokka, lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði og klukkubúðir. Ef einstaka vöruflokkar eru skoð- aðir kemur í ljós að mestur verð- munur var á grænmeti og ávöxtum sem voru að meðaltali um 40% dýrari í stórmörkuðum en í lág- vöruverðsbúðum og 63% dýrari í klukkubúðum. Mjólkurvörur voru hinsvegar um 34% dýrari í stórmörkuðum en 1 lágvöruverðsbúðum og 40% dýrari í klukkubúðum en í lágvörurverðsbúðum. „ Athyglis vert er hversu lítill munur er á stórmörkuðum og klukku- búðum,“ segir verðlagseftirlit ASl um verðmun í þessum vöruflokki. Ef hreinsiefni eru skoðuð kemur í ljós að þau eru að meðaltali 45% dýr- ari í klukkubúðum en lágvöruversl- unum og um 24% dýrari í stórmörk- uðum en lágvöruverðsbúðum. Nánari upplýsingar um könnun- ina er hægt að finna á heimasíðu Al- þýðusambands Islands, www.asi.is. Mótmæla töfum Öryrkjabandalag Islands (ÖBÍ) er afar ósátt við fyrirsjáanlegar tafir í svörum Tryggingastofnunar ríkis- ins við fyrirspurn félagsins. Spurt var um endurreikning örorkubóta fyrir árið 2004, en bætur fjölmargra félagsmanna ÖBÍ voru skertar eftir útreikningana. Er stjórn ÖBÍ mjög ósátt við svör Tryggingastofnunar en í bréfi frá henni segir meðal annars. „Því miður er fyrirsjáanlegt að frekari dráttur verði á afgreiðslunni, einkum vegna manneklu og nauð- synlegrar forgangsröðunar verkefna. Ekki er ljóst hvenær mál þitt verður tekið fyrir en vonandi verður hægt að ljúka afgreiðslu þess innan 6-8 mánaða og mun þér verða tilkynnt um niðurstöðu þessa um leið og hún liggur fyrir. “ lályktun ÖBÍ segir á móti: ,ÖBÍ telur þetta allsendis óviðun- andi og ganga í berhögg við anda stjórnsýslulaga. Vandræðagangur- inn vegna endurreikninga bótanna leiðir í ljós að óframkvæmanlegt er fyrir TR að vinna samkvæmt núgild- andi lögum og reglum um almanna- tryggingar. Framkvæmdastjórn ÖBÍ skorar á stjórnvöld að hefja nú þegar samstarf við heildarhagsmunasam- tök um endurskoðun laganna með það að markmiði að einfalda lögin og gera þau réttlátari".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.