blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö Astríður og ríkisleyndarmál í skugga kalda stríðsins Glæstur ferill John Profumo riðaði til falls eftir að fjölmiðlamenn komust á snoður um samband hans við samkvæmisfiðrildið Christine Keeler. Breski stjórnmálamaðurinn John Profumo lést úr hjarta- áfalli aðfararnótt föstudags. Hann var 91 árs gamall. Prof- umo, sem gegndi ráðherra- stöðum fyrir íhaldsflokkinn á sjötta og sjöunda áratugnum, var viðriðinn eitt frægasta hneykslismál breskrar stjórnmálasögu. Hneykslið fólst í sambandi Profumo við fyrirsætuna og samkvæm- isfiðrildið Christine Keeler og tengsl hennar við ýmsa háttsetta diplómata snemma á sjöunda áratugnum, þar á meðal fulltrúa sjóhersins í sov- éska sendiráðinu í London. Profumo var kominn af auð- ugu yfirstéttarfólki. Hann sótti menntun sína í Harrow og Ox- ford og varð þingmaður Ihalds- flokksins örlagaárið 1940. Hann þótti heillandi maður og var talinn til rísandi stjarna innan flokksins. Á þingi skipaði Prof- umo sér í flokk þeirra manna sem stuðluðu að atburðarás- inni sem varð til þess að þáver- andi forsætisráðherra, Neville Chamberlain, vék fyrir Winston Churchill. Profumo reis hratt til met- orða innan hersins á meðan á stríðinu stóð og varð orðinn að liðsforingja við lok þess. Hann féll af þingi 1945 en endurheimti þingsæti sitt fimm árum síðar. Næstu þrettán árin gegndi hann ýmsum mikilvægum trúnað- arembættum fyrir ríkisstjórn hennar hátignar - hann var utanríkisráðherra og hermála- ráðherra frá 1960 þangað til að hann sagði af sér 1963. Profumo var kvæntur leikkon- unni Valerie Hobson, sem þrátt fyrir vinsældir tók eiginmann sinn fram yfir leiklistargyðjuna. Ástarsamband á við- sjárverðum tímum Profumo var í eldlínu stjórnmál- anna á viðsjárverðum tímum. Misheppnuð hernaðaríhlutun Breta í Súez-deilunni var síðasta andvarp heimsveldisins og kalda stríðið var í hámmarki. Þetta var ytra umhverfi hneysklismálsins sem komst í fjölmiðla þegar upp komst um ástarsamband Prof- umo og Keeler. Profumo var hermálaráðherra þegar hann kynntist Keeler, en hún bjó í íbúð Stephens nokk- urs Wards sem var alræmdur í London á þessum árum fyrir að halda svallsamkvæmi fyrir háttsetta menn og erlenda er- indreka. Ward kynnti Profumo fyrir Keeler árið 1961. Þau áttu í nokkurra vikna ástarsambandi. Profumo vissi ekki að Keeler átti í samskiptum við aðra menn, þar á meðal við Yevgeni Ivanov, full- trúa sovéska hersins í sendiráð- inu í London. Framhjáhöld stjórn- málamanna voru ekki nýmæli í Bretlandi en tengsl Keeler við Ivanov tengdi framhjáhald Prof- umo við þjóðaröryggi Breta og varð að eldfimum kokkteil sem átti eftir að hrista upp í breska stjórnkerfinu. Skotbardagi kom fjöl- miðlum á sporið Árið 1962 kom til skotbardaga á heimili Keeler milli tveggja manna sem hún átti í tygjum við. Þegar blaðamenn tóku að graf- ast fyrir um Keeler komust þeir á snoðir um samband hennar við Profumo og tengsl hennar við sovéska hernaðarfulltrúann. Blaðafréttir urðu til þess að Ge- orge Wigg, þingmaður Verka- mannaflokksins, tók málið upp á þingi og sagði það varða þjóðar- öryggi Bretlands. I kjölfarið gaf Profumo út yfirlýsingu í mars 1963 þar sem hann viðurkenndi að þekkja Keeler en tók fram að ekkert ósiðlegt væri við vináttu þeirra. Yfirlýsing Profumo gerði fjölmiðla ekki afhuga málinu enda þyrsti lesendur í fréttir af þessari einkennilegu blöndu af framhjáhaldi og þjóðaröryggi. I júni sama ár viðurkenndi hann að hafa logið að þinginu og sagði af sér öllum embættum. Hneysklið er sagt hafa haft mikil áhrif á Harold Macmillan sem sagði af sér embætti forsæt- isráðherra í október 1963 vegna slæmrar heilsu og stuðlað að þvi að Verkamannaflokkurinn komst til valda í kosningum ári síðar. Hin trausta eiginkona Augu almennings og fjölmiðla beindust einnig að eiginkonu Prof- umo, Valerie Hobson. Hún var á árum áður ein þekktasta og vin- sælastakvikmyndaleikkonaBreta. Þekktasta hlutverk hennar var Est- ella í Glæstum vonum sem hinn heimsfrægi leikstjóri David Lean gerði eftir skáldsögu Charles Dick- ens árið 1946. Hobson dró sig í hlé ff á kvikmyndaleik árið 1954 þegar hún giftist Profumo. Hún fórnaði því farsælum kvikmyndaferli fyrir starf eiginkonu. I hneyksl- inu sem skók England stóð hún við hið eiginmanns síns, umvafin ró og virðuleika sem vakti í senn aðdáun og samúð. Sagt hefur verið að viðbrögð og ffamkoma Hobson hafi haft áhrif á þær eig- inkonur þingmanna sem seinna lentu í svipuðum sporum og hún þegar framhjáhöld eiginmann- anna lentu í kastljósi fjölmiðla. Endurreisn mannorðs Stuttu eftir að Profumo sagði af sér skaut hann upp kollinum í flóttamannaskýli í austurhluta London og spurði aðstandendur hvort þeir þyrftu hjálp við upp- vaskið. Næstu fjörtíu árin vann hann að mannúðarmálum ásamt eiginkonu sinni og notaði tengsl sín til þess að safna miklu fé til góðgerðarmála. Endurreisnmann- orðs Profumo var fullkomnað árið 1995 þegar Margrét Thatcher bauð honum í sjötugsafmæli sitt og vís- aði honum til sætis við hliðina á drottningunni. Við það tilefni sagði járnfrúin að tímabært væri að allir gleymdu Keeler-málinu en minntust hins göfuga lífsstarfs Profumo. Hann væri sönn bresk þjóðhetja. Aldrei hefur sannast að sam- band Profumo við Keeler hafi orðið til þess að bresk ríkisleyndar- mál komust íhendur Sovétmanna. Árið 1989 var gerð kvikmynd sem ber nafnið Scandal um hneykslið en f henni lék Ian McKellan John Profumo. Tálkvendið Christine Keeler. Hún átti f tygjum við fjölda háttsettra embættismanna. Berlusconi og eiginmaöur bresks ráðherra ákærðir mbl.is | Saksóknarar á ítalíu ætla vitnisburð. að ákæra Silvio Berlusconi forsæt- Mills var kvæntur Tessu Jowell, isráðherra og David Mills, fyrrum sem er menningarmálaráðherra f eiginmann breska menningarmála- bresku stjórninni og náinn banda- ráðherrans, fyrir spillingu, að því maður Tonys Blairs forsætisráð- er ítalskir fjölmiðlar greindu frá herra. Mills og Jowell skildu í í gær. Málið varðar meintar mútu- kjölfar þess að málið kom til kasta greiðslur Berlusconis til Mills fyrir dómstóla. hagstæðan vitnisburð við réttar- Þess hefur verið krafist að Jo- höld í spillingarmáli á hendur well segi af sér vegna máls fyrrum forsætisráðherranum. eiginmanns hennar, en Blair hefur Itölsk dagblöð sögðu í gær að lýst yfir eindregnum stuðningi við ákærur á hendur Berlusconi og hana. Mills verði lagðar fram fljótlega. Kosningar verða á ítaliu í næsta Telja saksóknarar sig hafa nægar mánuði. Staða Berlusconis, sem sannanir fyrir því að árið 1997 hafi hefur alla tíð verið umdeildur, hefur fyrirtæki í eigu Berlusconis greitt verið að veikjast og líklegt þykir að sem svarar tæpri hálfri milljón evra miðju- og vinstri flokkarnir undir inn á bankareikning Mills forystu Romano Prodi beri og að þetta hafi sigur úr býtum f verið greiðsla kosningunum. fyrir hall- \ j „ «1jl I ■ÍMHÉC 220BM Hjólbaröahöllin Gúmmívinnustofan Fellsmóla 24-108 Reykjavík Réttarhólsi 2-110 Reykjavík 530 5700 587 5588 www.nonm.iswww.gvs.is nau Týndi hlekkurinn? Apinn Tondo tók gleði sína á ný eftir að hann kynntist flækingsketti. Kisi huggar dapran apa Apinn Tondo, sem býr í dýragarði í Flórída-ríki í Bandaríkjunum, hafði verið með böggum hildar eftir að maki hennar féll frá fyrir tveim árum. Hún hefur nú fundið gleðina á ný eftir að hafa eign- aðist nýjan vin: appelsínugulan flækingskött sem rambaði inn í dýragarðinn seint á síðasta ári. Fram af þeim tíma hafði Tondo verið ákaflega döpur yfir hlutskipti sínu í lífinu. Hún fann enga gleði hjá öðrum öpum og endurnar og skjaíd- bökurnar sem hafast við í tjörn við híbýli hennar í dýragarðinum léttu ekki heldur lund. Það var ekki fyrr en að appelsínuguli flækingsköttur- inn kom óvænt inn í líf hennar að hún tók gleði sína á ný. Að sögn starfs- manna dýragarðsins hafa api og kisi verið óaðskiljanlegir síðan að leiðir þeirra lágu saman. Þeir leika sér saman og kúra saman á næturnar og að sögn sérfræðinga hefur apinn Tondo aldrei verið kátari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.