blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö
Astríður og ríkisleyndarmál
í skugga kalda stríðsins
Glæstur ferill John Profumo riðaði til falls eftir að fjölmiðlamenn komust á snoður
um samband hans við samkvæmisfiðrildið Christine Keeler.
Breski stjórnmálamaðurinn
John Profumo lést úr hjarta-
áfalli aðfararnótt föstudags.
Hann var 91 árs gamall. Prof-
umo, sem gegndi ráðherra-
stöðum fyrir íhaldsflokkinn á
sjötta og sjöunda áratugnum,
var viðriðinn eitt frægasta
hneykslismál breskrar
stjórnmálasögu. Hneykslið
fólst í sambandi Profumo við
fyrirsætuna og samkvæm-
isfiðrildið Christine Keeler
og tengsl hennar við ýmsa
háttsetta diplómata snemma
á sjöunda áratugnum, þar á
meðal fulltrúa sjóhersins í sov-
éska sendiráðinu í London.
Profumo var kominn af auð-
ugu yfirstéttarfólki. Hann sótti
menntun sína í Harrow og Ox-
ford og varð þingmaður Ihalds-
flokksins örlagaárið 1940. Hann
þótti heillandi maður og var
talinn til rísandi stjarna innan
flokksins. Á þingi skipaði Prof-
umo sér í flokk þeirra manna
sem stuðluðu að atburðarás-
inni sem varð til þess að þáver-
andi forsætisráðherra, Neville
Chamberlain, vék fyrir Winston
Churchill.
Profumo reis hratt til met-
orða innan hersins á meðan á
stríðinu stóð og varð orðinn að
liðsforingja við lok þess. Hann
féll af þingi 1945 en endurheimti
þingsæti sitt fimm árum síðar.
Næstu þrettán árin gegndi hann
ýmsum mikilvægum trúnað-
arembættum fyrir ríkisstjórn
hennar hátignar - hann var
utanríkisráðherra og hermála-
ráðherra frá 1960 þangað til að
hann sagði af sér 1963.
Profumo var kvæntur leikkon-
unni Valerie Hobson, sem þrátt
fyrir vinsældir tók eiginmann
sinn fram yfir leiklistargyðjuna.
Ástarsamband á við-
sjárverðum tímum
Profumo var í eldlínu stjórnmál-
anna á viðsjárverðum tímum.
Misheppnuð hernaðaríhlutun
Breta í Súez-deilunni var síðasta
andvarp heimsveldisins og kalda
stríðið var í hámmarki. Þetta var
ytra umhverfi hneysklismálsins
sem komst í fjölmiðla þegar upp
komst um ástarsamband Prof-
umo og Keeler.
Profumo var hermálaráðherra
þegar hann kynntist Keeler, en
hún bjó í íbúð Stephens nokk-
urs Wards sem var alræmdur
í London á þessum árum fyrir
að halda svallsamkvæmi fyrir
háttsetta menn og erlenda er-
indreka. Ward kynnti Profumo
fyrir Keeler árið 1961. Þau áttu í
nokkurra vikna ástarsambandi.
Profumo vissi ekki að Keeler átti
í samskiptum við aðra menn, þar
á meðal við Yevgeni Ivanov, full-
trúa sovéska hersins í sendiráð-
inu í London. Framhjáhöld stjórn-
málamanna voru ekki nýmæli
í Bretlandi en tengsl Keeler við
Ivanov tengdi framhjáhald Prof-
umo við þjóðaröryggi Breta og
varð að eldfimum kokkteil sem
átti eftir að hrista upp í breska
stjórnkerfinu.
Skotbardagi kom fjöl-
miðlum á sporið
Árið 1962 kom til skotbardaga
á heimili Keeler milli tveggja
manna sem hún átti í tygjum við.
Þegar blaðamenn tóku að graf-
ast fyrir um Keeler komust þeir
á snoðir um samband hennar
við Profumo og tengsl hennar
við sovéska hernaðarfulltrúann.
Blaðafréttir urðu til þess að Ge-
orge Wigg, þingmaður Verka-
mannaflokksins, tók málið upp
á þingi og sagði það varða þjóðar-
öryggi Bretlands. I kjölfarið gaf
Profumo út yfirlýsingu í mars
1963 þar sem hann viðurkenndi
að þekkja Keeler en tók fram að
ekkert ósiðlegt væri við vináttu
þeirra. Yfirlýsing Profumo gerði
fjölmiðla ekki afhuga málinu
enda þyrsti lesendur í fréttir af
þessari einkennilegu blöndu af
framhjáhaldi og þjóðaröryggi. I
júni sama ár viðurkenndi hann
að hafa logið að þinginu og sagði
af sér öllum embættum.
Hneysklið er sagt hafa haft
mikil áhrif á Harold Macmillan
sem sagði af sér embætti forsæt-
isráðherra í október 1963 vegna
slæmrar heilsu og stuðlað að
þvi að Verkamannaflokkurinn
komst til valda í kosningum ári
síðar.
Hin trausta eiginkona
Augu almennings og fjölmiðla
beindust einnig að eiginkonu Prof-
umo, Valerie Hobson. Hún var á
árum áður ein þekktasta og vin-
sælastakvikmyndaleikkonaBreta.
Þekktasta hlutverk hennar var Est-
ella í Glæstum vonum sem hinn
heimsfrægi leikstjóri David Lean
gerði eftir skáldsögu Charles Dick-
ens árið 1946. Hobson dró sig í hlé
ff á kvikmyndaleik árið 1954 þegar
hún giftist Profumo. Hún fórnaði
því farsælum kvikmyndaferli
fyrir starf eiginkonu. I hneyksl-
inu sem skók England stóð hún
við hið eiginmanns síns, umvafin
ró og virðuleika sem vakti í senn
aðdáun og samúð. Sagt hefur
verið að viðbrögð og ffamkoma
Hobson hafi haft áhrif á þær eig-
inkonur þingmanna sem seinna
lentu í svipuðum sporum og hún
þegar framhjáhöld eiginmann-
anna lentu í kastljósi fjölmiðla.
Endurreisn mannorðs
Stuttu eftir að Profumo sagði af
sér skaut hann upp kollinum í
flóttamannaskýli í austurhluta
London og spurði aðstandendur
hvort þeir þyrftu hjálp við upp-
vaskið. Næstu fjörtíu árin vann
hann að mannúðarmálum ásamt
eiginkonu sinni og notaði tengsl
sín til þess að safna miklu fé til
góðgerðarmála. Endurreisnmann-
orðs Profumo var fullkomnað árið
1995 þegar Margrét Thatcher bauð
honum í sjötugsafmæli sitt og vís-
aði honum til sætis við hliðina á
drottningunni. Við það tilefni
sagði járnfrúin að tímabært væri
að allir gleymdu Keeler-málinu
en minntust hins göfuga lífsstarfs
Profumo. Hann væri sönn bresk
þjóðhetja.
Aldrei hefur sannast að sam-
band Profumo við Keeler hafi
orðið til þess að bresk ríkisleyndar-
mál komust íhendur Sovétmanna.
Árið 1989 var gerð kvikmynd sem
ber nafnið Scandal um hneykslið
en f henni lék Ian McKellan John
Profumo.
Tálkvendið Christine Keeler. Hún átti f tygjum við fjölda háttsettra embættismanna.
Berlusconi og eiginmaöur
bresks ráðherra ákærðir
mbl.is | Saksóknarar á ítalíu ætla vitnisburð.
að ákæra Silvio Berlusconi forsæt- Mills var kvæntur Tessu Jowell,
isráðherra og David Mills, fyrrum sem er menningarmálaráðherra f
eiginmann breska menningarmála- bresku stjórninni og náinn banda-
ráðherrans, fyrir spillingu, að því maður Tonys Blairs forsætisráð-
er ítalskir fjölmiðlar greindu frá herra. Mills og Jowell skildu í
í gær. Málið varðar meintar mútu- kjölfar þess að málið kom til kasta
greiðslur Berlusconis til Mills fyrir dómstóla.
hagstæðan vitnisburð við réttar- Þess hefur verið krafist að Jo-
höld í spillingarmáli á hendur well segi af sér vegna máls fyrrum
forsætisráðherranum. eiginmanns hennar, en Blair hefur
Itölsk dagblöð sögðu í gær að lýst yfir eindregnum stuðningi við
ákærur á hendur Berlusconi og hana.
Mills verði lagðar fram fljótlega. Kosningar verða á ítaliu í næsta
Telja saksóknarar sig hafa nægar mánuði. Staða Berlusconis, sem
sannanir fyrir því að árið 1997 hafi hefur alla tíð verið umdeildur, hefur
fyrirtæki í eigu Berlusconis greitt verið að veikjast og líklegt þykir að
sem svarar tæpri hálfri milljón evra miðju- og vinstri flokkarnir undir
inn á bankareikning Mills forystu Romano Prodi beri
og að þetta hafi sigur úr býtum f
verið greiðsla kosningunum.
fyrir hall- \
j „
«1jl I ■ÍMHÉC
220BM
Hjólbaröahöllin Gúmmívinnustofan
Fellsmóla 24-108 Reykjavík Réttarhólsi 2-110 Reykjavík
530 5700 587 5588
www.nonm.iswww.gvs.is
nau
Týndi hlekkurinn? Apinn Tondo tók gleði sína á ný eftir að hann kynntist flækingsketti.
Kisi huggar
dapran apa
Apinn Tondo, sem býr í dýragarði
í Flórída-ríki í Bandaríkjunum,
hafði verið með böggum hildar
eftir að maki hennar féll frá fyrir
tveim árum. Hún hefur nú fundið
gleðina á ný eftir að hafa eign-
aðist nýjan vin: appelsínugulan
flækingskött sem rambaði inn í
dýragarðinn seint á síðasta ári.
Fram af þeim tíma hafði Tondo
verið ákaflega döpur yfir hlutskipti
sínu í lífinu. Hún fann enga gleði hjá
öðrum öpum og endurnar og skjaíd-
bökurnar sem hafast við í tjörn við
híbýli hennar í dýragarðinum léttu
ekki heldur lund. Það var ekki fyrr
en að appelsínuguli flækingsköttur-
inn kom óvænt inn í líf hennar að
hún tók gleði sína á ný. Að sögn starfs-
manna dýragarðsins hafa api og kisi
verið óaðskiljanlegir síðan að leiðir
þeirra lágu saman. Þeir leika sér
saman og kúra saman á næturnar
og að sögn sérfræðinga hefur apinn
Tondo aldrei verið kátari.