blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 27
blaðið LAUGARDAGUR ll.MARS 2006 99........................................... íæskilegum heimi ættu að vera sérfræðingar á geðheilbrigðissviði, starfandi inni á heilsu- gæslustöðvum sem einstaklingar geta leitað til og síðar væri ákveðið hvortsá einstaklingur þyrfti á lyfjagjöfað halda eða hvort það væru aðrir þættir sem þyrfti að taka á. Félagsmótun og ofvirkni Hvernig finnst þér sjúkdóma- vœðingin helst birtast á íslandi? „Ætli hún birtist ekki mest í um- ræðunni, þar sem það hafa verið gerðar litlar fræðilegar rannsóknir á henni til þessa. Maður les stundum aðsendar greinar í Morgunblaðinu og heyrir þetta í samtölum fólks á milli.'Helst finnst mér málin snúast um geðlyfjanotkun barna og ávís- anir á þunglyndislyf, en alþjóðlegar rannsóknir á notkun þessara lyfja benda til þess að við njótum líklega þess vafasama heiðurs að vera næst á eftir Bandaríkjamönnum þegar kemur að notkun þeirra. Mér þykir athyglivert að skoða stærri þætti varðandi skipulagningu samfélags okkar út frá þessari staðreynd. Til dæmis eru drengir í stórum meiri- hluta þeirra sem er ávísað ritalín. Þegar við skoðum félagsmótun kynj- anna þá sjáum við að drengir fá tölu- vert ólíkari hvatningu en stelpur. Þeir fá þau skilaboð að þeir eigi að vera framgangsharðir, leika fótbolta og hamast eins og þeir vilja, stelpum er hinsvegar hrósað fyrir vandvirkni og það að vera prúðar og stilltar. Svo koma þessi börn í sex ára bekk og þá er búist við því að þau geti setið kyrr í langan tíma í senn. í stað þess að skilgreina erfiðleika við það sem óeðlilega, mættum við spyrja okkur hvort hugsanlega væri hægt að endurskipuleggja kerfið þannig að það hentaði betur þörfum allra barna. Væri til dæmis hægt að hafa fleiri tíma þannig að drengir fengju útrás fyrir innbyrgða líkamlega orku? Eða ættum við að leggja meiri áherslu á að drengir og stúlkur séu hvött áfram fyrir sömu hluti, og þá bæði hluti sem endurspegla hið karl- mannlega og hið kvenlega? En þessar spurningar koma líka inn á það sem við töluðum um áðan, hvar drögum við línuna á milli þess að vera að hjálpa einstaklingum, í þessu tilfelli börnum, á árangursríkan hátt með lyfjagjöf og þess að vera hugsanlega farin að ofgreina “eðlileg” hegðunar- vandamál sem sjúkdóm,“ segir Sig- rún alvarleg í bragði. öryrkja „vandamálið" Sjúkdómaskilgreiningar virðast fara hönd í hönd með vaxandi fjölda öryrkja. Á sama tíma og fleiri þættir eru skilgreindir sem geðræn vanda- mál, fjölgar öryrkjum. Sumir glíma við annarskonar vanda sem leiða til þess að einstaklingurinn fær örorku- greiningu. Sigrún bendir á mikil- vægi þess að það beri að skoða félags- legar aðstæður um leið „ I mörgum tilfellum þarf að skilgreina eitthvað sem sjúkdóm til þess að hægt sé að greiða fyrir það. Þegar talað er um öryrkjana þá þarf einstaklingur- inn að vera greindur með ákveðið mikla örorku til að fá bætur. Þegar læknir stendur svo frammi fyrir því að skilgreina skjólstæðing sinn sem öryrkja þá er valið oft erfitt. Hann veit kannski að einstakling- urinn getur unnið upp að einhverju marki en aldrei starfað 100%. Ef þessu væri þannig háttað að kerfið myndi bæta mismuninn upp þá sneru málin kannski öðruvísi, en í sumum tilfellum verður læknirinn að velja og hafna. Sem dæmi um þetta má nefna skjólstæðing sem leitar til læknis með erfiðleika sem eru kannski félagslegs eðlis fremur en geðrænn vandi. Til að mynda einstæð móðir með þrjú börn sem þarf að vera í þremur vinnum til að sjá þeim farborða. Um leið og hún er skilgreind með örorku eða geðræn vandamál, eða fær lyf til að líða betur eða höndla aðstæð- urnar betur, þá er hún farin að fá greiddar örorkubætur. Við höfum kannski minni úrlausnir til að bæta félagslegar aðstæður sem í mörgum tilfellum leiða til þess að fólki liður illa. I æskilegum heimi ættu að vera sérfræðingar á geðheilbrigðis- sviði, starfandi inni á heilsugæslu- stöðvum sem einstaklingar geta leitað til og síðar væri ákveðið hvort sá einstaklingur þyrfti á lyfjagjöf að halda eða hvort það væru aðrir þættir sem þyrfti að taka á. Eins og staðan er í dag, getur maður spurt sig hvert þessi venjulegi íslendingur fer sem líður illa. - Einstaklingar úr ákveðnum þjóðfélagshópum myndu kannski leita til sálfræðings, en fyrir marga er það of dýrt eða lausn sem kemur þeim ekki ósjálfrátt í hug. I okkar velferðarkerfi ætti að vera hægt að bjóða upp á fjölbreyttari lausnir, lausnir sem að endurspegla ólíkar þarfir einstaklinga fremur en að það sé sama leiðin sem allir fara þegar þeir eiga við erfiðleika að stríða,“ segir Sigrún að lokum. margret@bladid.net Merrild, prinsessan á bauninni FRJÁLST Mwk JéL i 1 1 1 MaðM i- tslendingar kjósa Merrildl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.