blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 32
32 I TILVERAN LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö Ástfangin af ástinni... Jæja, nú er komin timi á smá væmni, enda ekki hægt að tala um samskipti kynjanna án þess að einhverrar væmni gæti við. En þannig er nú mál með vexti að manneskja mjög nákomin mér hefur átt við gríðarlega ástarsorg að etja og virðist hreinlega ekki eiga sér viðreisnar von. Þessu fylgir þetta venjulega; svefn- leysi, kvíðahnútur, tíu klósettrúllur fyrir tárin og „I will always love you“ á fóninum. Á dögunum sátum við svo nokkrar og ræddum þessa djöfullegu ástarsorg hennar. En það sem annars hefði orðið þungt og dramatískt kvöld varð að þessum líka innihalds- riku samræðum. Ein viðstaddra kom fram með athugasemd sem á eflaust eftir að vera mér lengi í minni. Hún sagði þeirri grátandi að steinhætta þessu bulli og hætta að hugsa um hel- vítið - hún væri bara ástfangin af ástinni! Ég auðvitað innti eftir nánari upplýsingum um þessa yfirlýsingu og í kjölfarið komst ég að því að þarna stendur hnífurinn í kúnni! Ástar- sorg snýst oft bara um söknuð til hinna ýmsu aðstæðna en ekki endilega manneskjuna sjálfa, með öðrum orðum: við verðum ástfangin af ástinni. Þið vitið hvernig þetta er; þú grætur þegar þú hugsar um síðasta skipti sem þið þrifuð saman æðislega krúttleg, þegar þið hlóguð saman að aulalega brandaranum hans, þegar þið sunguð „lagið ykkar“ yfir pott- unum eða þegar þið voru saman á Spáni eins og einu mögulegu turtildúfur heimsins. 1 raun er þetta oft einungis spurning um að sakna ákveð- inna augnablika og þessi augnablik vega jafnvel þyngra en sjálf manneskjan sem saknað er. í þessu umrædda dæmi minu varð þetta til þess að sú útgrátna lagði kalt mat á prinsinn og upp- götvaði að hann væri bara prump! Hún hafði sumsé bara einblínt á allar „góðu stundirnar" (blablabla) og saknað þeirra. Ég skal ekki segja, en ég lít á þetta sem verðugar vangaveltur. Þegar sambandsslit eiga sér stað verður fólk einmana, lítið í sér og þegar öllu er á botninn hvolft ástarþurfi og í meiriháttar fráhvörfum. Þá er ekki skrýtið að viðkom- andi tortími sjálfum sér í hinum ýmsu hugsunum og haldi í kjölfarið að þetta sé eina ástin sem til sé. En þvílíkur end- emis misskilningur. Þið þarna sem eruð með grátstafinn í kverkunum af því að ástin mikla fór á brott: Takið ykkur saman í andlitinu og hugsið svolítið já- kvætt. Það er eflaust einstaklingur á næsta leiti sem á eftir að upplifa með ykkur sönginn yfir matseldinni eða krúttlegu parahreingerninguna! halldora@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ < VWgS? VWv 'iSdéiV ■ Hvaða ráðuneyti hentar þér best? Margir eiga sér þann draum heitastan að verða ráðherra enda ber sá titill með sér ákveðinn virðuleika. Svo ekki sé minnst á ágætis laun, mjög góð frí, alls kyns teiti þar sem veitingarnar flæða að ógleymdu skemmti- legum boðsferðum til Tævan og annarra framandi landa. En ókosturinn er hins vegar sá að starfinu fylgir mikið álag og þetta er ekki mjög fjölskylduvæn vinna. Til að langþráður draumur rætist þarf vitanlega að skrá sig í rétta stjórnmálaflokkinn, næla sér í einhvers konar menntun og síðan er bara að vinna sig hægt og rólega upp þar til ráðherratit- illinn er kominn í höfn. En það eru um 14 ráðuneyti að ræða og ekki eru þau öll áhugaverð. Hvaða ráðuneyti hentar þér best? Taktu prófið að neðan og sjáðu hver út- koman verður! IHvað lýsir þér best? a) Ég er hæglát/ur, ekkert mikið fyrir það að brosa og finnst fjölmiðlaathygli óþægileg. Ég er einræn/n fjölskyldumanneskja og nýt mín best í fámennum hópi. b) Ég er vingjarnleg/ur án þess að gefa of mikið af mér og þar af leið- andi kann enginn illa við mig. Ég kem eins fram við alla. c) Ég er hlý/r en svolítið inni í mér og lokuð/aður. Ég á því erfitt með að tala um tilfinningar mínar. Hins vegar er ég mjög hæf/ur í starfi og algjör vinnuþjarkur. d) Ég er yfirleitt mjög kát/ur og glöð/glaður. Hins vegar er ég skap- mikil/11 og þver og veit alveg hvað ég vil. 2Hvaða málefnum hefurðu helst áhuga á? a) Umhverfið er móðirin og því eigum við allt undir umhverfinu. Eg hef alltaf trúað því að manni beri að virða umhverfið og á móti mun umhverfið þjóna okkur. Þrátt fyrir að menntun og margt annað skipti máli þá er umhverfið alltaf það sem huga bera að fyrst. b) Mannauðurinn í samfélagi skiptir höfuðmáli og þar hefur menntun mikið að segja. Eins og staðan er í dag erum við á ágætis róli en betur má ef duga skal. Því tel ég að leggja beri mikla áherslu á menntun á næstu árum. c) Island er fámenn eyja og þótt að í fámenninu búi styrkur þá er líka nauðsynlegt að styðja við utanrík- issamskipti. Önnur lönd geta veitt okkur stuðning sem og atvinnu eins og sjá má af Bandaríkjunum og Bretum. Samskipti vð önnur lönd eru því mikilvæg og ber að efla. d) Ég á í rauninni mjög erfitt með að velja eitthvað eitt málefni sem mér finnst mikilvægara en annað. Öll málefni eru álíka mikilvæg en hins vegar legg ég áherslu á að ég hafi eitthvað að segja um þau öll. Svo lengi sem ég hef yfirsýn og ein- hvers konar ákvarðanavald þá er ég sátt/ur. 3Hvaða stjórnmálaskoðanir aðhyllist þú? a) Ég styð frelsi einstaklingsins framar öllu enda þarf einstakling- urinn frelsi til að þroskast og njóta hæfileika sinna. b) Ég hallast að frjálslyndri hug- myndafræði og tel farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla. c) Frelsi einstaklingsins er mikil- vægt málefni en þó má aldrei gleyma sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar. Það er álíka mikilvægt og frelsið. d) Öryggi þjóðar sem og frelsi ein- staklingsins er mikilvægt. Afskipti hins opinbera eiga því ekki að vera mikil og sterkt öryggisnet verndar þá sem þurfa stuðning. 4Ef vinir þínir myndu gagn- rýna þig hvað myndu þeir helst segja? a) Sennilega helst að ég sé lítt sýni- leg/ur og ekki nógu afgerandi. Svo gætu þeir líka sagt að ég væri ekki nægilega sjálfstæð/ur. b) Þessa dagana myndu þeir helst segja að ég flýði af hólmi þegar ég þyrfti að verja ákvarðanir mínar og stæði kannski ekki nægilega með sjálfri/sjálfum mér. c) Þeir hafa löngum kvartað yfir því að ég sé ekki nægilega skemmti- leg/ur og haldi persónutöfrum mínum leyndum, nema kannski í fámennum hópi. Auk þess mætti ég brosa meira, þótt ég sé öll/allur að koma til. d) Þeir segja oft að ég sé of var- færin/nn og ekki nægilega sýnileg/ ur. Þannig virka ég fjarlæg/ur og ekki til staðar á ögurstundum. 5Hvaða menntun heldurðu að hæfi þér best? a) Hagfræðin og stjórnmála- fræðin hafa alltaf heillað mig. Eins væri eflaust gaman að starfa við blaðamennsku í nokkur ár. b) Ég hef mikinn áhuga á tungu- málum og myndi vilja verða fulln- uma í íslensku. Mér þykir grískan líka skemmtilegt tungumál og þá væri sagnfræði fullkomin með. c) Ég er heilluð/aður af tölum og því held ég að endurskoðun myndi henta mér best. Ég myndi líka vilja kenna í háskóla til að fá meiri reynslu. d) Lögfræðin er það sem á best við mig, á því er enginn vafi. 6Hvert er áhugamál þitt? a) Tónlist heillar mig alltaf og margir segja að ég syngi mikið. b) Einna helst er ég áhugamann- eskja um íþróttir og það má segja að handboltinn eigi sérstök ítök í mér. c) Ég hef áhuga á alls kyns útiveru og eins má sjá mig í Hreyfingu reglu- lega enda hugsa ég um heilsuna. d) Ég læt ekki mikið fyrir mér fara og held áhugamálum mínum fyrir mig. Teldu stigin: 1. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig d) 3 stig 2. a) 1 stig b) 3 stig c) 2 stig d) 4 stig 3. a) 3 stig b) 4 stig c) 2 stig d) 1 stig 4. a) 1 stig b) 3 stig c) 4 stig d) 2 stig 5. a) 2 stig b) 1 stig c) 4 stig d) 3 stíg 6. a) 2 stig b) 3 stig c) 4 stig d) 1 stig 0-8 stig; Þú átt helst heima í umhverfis- ráðuneytinu. Þér er annt um umhverfið og finnst það skipta miklu máli. Þú heillast aftungumálum en finnst best að láta Iftiðfyrirþér fara. Þú hentar þvi prýðilega i um- hverfisráðuneytið þar sem lítið er fjallað um það ráðuneyti og ráðherrann þarf sjaldan að koma fram i fréttum vegna alls kyns mála. Þinn helsti galli er að þú ert Iftt sýnileg/ur og ósjálfstæð/ur en þú ert án efa dugleg/ur til vinnu. 9-12 stig: Þú átt helst heima í utanríkisráðuneytinu. Þú telur samskipti Islands við erlendar þjóðir skipta mikiu máli þrátt fyrir að fámenni íslands sé jafnvel styrkur þess. Þú ert söngelsk/ur en lltið fyrir að flíkatilfinningum þfnum. Þú hentar því prýðilega I utanríkisráðuneyt- ið þar sem söngur geturfleyttþérí gegnum erfið mál en harkan heldur þér hlutiægum. 13-17 stíg: Þú átt heist heima í menntamálaráðuneytinu. Þú vilt upphefja menntun á fslandi og trúir þvf statt og stöðugt að mannauðurinn liggi í menntun- inni. Akvarðanir þinareru ekki alltaf vinsælar og þinn helsti galli er sá aðþú flýrðstundum af hólmi í stað þess að svara fyrir ákvarðanir þfnar. En þar sem þú ert yfir- leitt kát/ur og glöð/glaður er þér fljótt fyrirgefið þrátt fyrir þrjósku. 18-25 stig: Þú átt helst heima í forsætisráðuneytinu. Þú ert hrifin af valdi og vilt fá að stjórna. Svo lengi sem þú færð að taka helstu ákvarðanirnar, hvort sem er ein/nn eða f samvinnu við aðra, þá geturðu fjallað um hvaða málefni sem er. Þú ert fróð/ur um allt möguleg, hugsar um heilsuna og ert dugleg/ur til vinnu. Þú sýnir þínar bestu hliðar f fámennum hópi en ert heldur varfærnari i stærri hópum. Þess vega áttu oft á hættu á að vera misskilin/nn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.