blaðið - 11.03.2006, Síða 21

blaðið - 11.03.2006, Síða 21
blaðið LAUGARDAGUR ll.MARS 2006 VIÐTALI 21 99....................................................... Enginn lætur hvarfla að sér að við munum alla tíð búa við enda- laust góðæri en aðalatriðið er að nota góðærið til að búa þannig um hnútana að hægt sé að takast á við mögru árin." gaman að Ronald Reagan. Það var hrein upplifun að sitja í hádegis- verði með honum.“ Sjálfstceðisflokkurirm hefur verið lengi í landstjórninni. Hvað eigið þið eftir ógert? „Margt er ógert og verkefnin óþrjótandi. Mikilvægast er að halda áfram að bæta kjör fólksins i landinu. Eitt meginmarkmið mitt með þátttöku í stjórnmálum er að skapa fólki svigrúm til að njóta lífs- ins eins og það kýs sjálft. Það þarf að bæta afkomu tiltekinna hópa og stöðu þeirra í samfélaginu, halda áfram að byggja upp skólastarf í landinu, sérstaklega háskólastigið, tryggja að hér sé áfram fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta, og bæta samgöngur enn frekar svo fátt eitt sé nefnt. Til að þetta sé hægt verður efnahagsstjórnin að vera í lagi. Margt bendir til að góðcerinu sé að Ijúka, við vorum til dœmis að setja íslandsmet í viðskipta- halla. Óttastu ekki að það verði skyndileg og hörð lending í efnahagsmálum? „Nei, ég óttast það ekki. Við höfum þetta í hendi okkar. Verði ekkert að gert mun draga úr hag- vexti og afkoma ríkissjóðs versna. En margt er að gerast. Verið er að undirbúa áframhaldandi aðgerðir til hagvaxtar sem munu tryggja að rauntekjur fólks geti haldið áfram að aukast. Enginn lætur hvarfla að sér að við munum alla tíð búa við endalaust góðæri en aðalatriðið er að nota góðærið til að búa þannig um hnútana að hægt sé að takast á við mögru árin. Við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs verulega og það sparar okkur gríðarlega mikið í vöxtum og þá peninga getum við notað í annað.“ Er Sjálfstæðisflokkurinn hóg- vœrari í stóriðjustefnu en Framsóknarflokkurinn? „Ríkisstjórnin hefur sameiginlega stefnu í þeim málum. Við viljum halda áfram að byggja upp orku- frekan iðnað til að nýta auðlindir landsins íbúunum til hagsbóta. Um leið þarf að huga að nokkrum atriðum. Það verður ekki farið út í framkvæmdir nema hægt sé að tryggja orkuöflun. Framkvæmdir þurfa að vera umhverfislega ábyrgar og verða að falla vel inn í efnahagslífið á hverjum tíma. Það hefur verið rætt um nokkrar stór- framkvæmdir en ekki hvarflar að neinum að ráðast i þær allar á sama tíma. Verið er að tala um uppbygg- ingu á 10-15 ára tímabili. Það tel ég bæði gerlegt og skynsamlegt." Skrípalæti á þingi Gallup könnun sýnir að einungis 43 prósent þjóðarinanr treystir Alþingi sem hlýtur að vera áfell- isdómur yfir þingmönnum. Erum við ekki með nógu góða alþingismenn? „Þetta er ákveðinn vitnisburður um það hvað fólki finnst um þann málflutning sem iðulega er stund- aður í þinginu. Þar eru því miður oft langar og ómálefnalegar um- ræður, jafnvel skrípalæti. Slíkt er þingmönnum ekki til sóma.“ Við höfum líka séð atgervisflótta úr pólitík. Finnur Ingólfsson, Ás- dís Halla Bragadóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Magnússon hcettu öll skyndilega pólitískum afskiptum. Þetta voru stjórnmála- menn sem áttu fullt erindi. Er þetta ekki ákveðið áhyggjuefni? „Jú, því það er mikilvægt að hæfir einstaklingar gefi kost á sér í stjórn- mál, annars getur farið illa. Þegar ungt og efnilegt fólk gerir upp við sig að það vilji frekar starfa við eitthvað annað, bæði vegna þess að það getur fengið betri tekjur og líka vegna þess að það vill losna við áreiti þá er tímabært að staldra við og hugsa málið: Hvað er það sem þarf að gera til að starfið verði eftir- sóknarvert eins og það hefur lengst af verið?“ Eiginkona þín Inga Jóna Þórðar- dóttir var á sínum tíma áberandi í pólitík. Er ekki kostur að vera í pólitík og eiga maka sem hefur verið beinn þátttakandi í pólit- ísku lífi? „Jú, í okkar tilviki er það óneit- anlega kostur. Við höfum alla tíð tekið ríkan þátt i lífi hvors annars, tölum mikið saman um hlutina og leggjum á ráðin. Hún er mér afar mikilvægur ráðgjafi og sú mann- eskja sem ég vil síst án vera.“ Þið eigið saman börn og svo eru stjúpbörn. Hefur þetta ekki stundum verið flókið fjölskyldumynstur? „Við Inga Jóna erum svo gæfu- söm að eiga samtals fimm börn og þar af tvö saman. Við erum komin með heilmikið safn: fimm börn og fimm barnabörn. Það er óskaplega skemmtilegt að vera afi en mér fannst líka gaman í pabba- hlutverkinu þótt það væri stundum erfiðara. Ég komst samt ágætlega í gegnum það, held ég. Borgar, sonur Ingu Jónu, var átta ára þegar við mamma hans fórum að búa saman. Okkar samband var gott frá upp- hafi, kannski hefði það orðið eitt- hvað erfiðara hefði hann verið eldri. Inga Jóna á líka gott samband við dætur mínar af fyrra hjónabandi. Ég er ekki að segja að það sé óvenju- legt hversu góð öll þessi samskipti eru en við Inga erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist hjá okkur.“ Hverniggengur þér að samrœma pólitísktlif ogfjölskyldulíf? „Þetta snýst um skipulagningu. Maður þarf að venja sig af því að taka allt að sér og hætta að segja já við öllu sem maður er beðinn um. Það er svo margt annað en pólitík sem skiptir máli í lífinu. Ég stressa mig ekki yfir því þóti ég komi ekki í fjölmiðla í einhverja daga eða jafn- vel vikur. Ég sækist ekki sérstaklega eftir fjölmiðlaumfjöllun og held sjaldan blaðamannafundi. Ef það þarf að kynna mál þá geri ég það með öðrum hætti. Ég tel mig eiga ágætt samband við þjóðina þótt ég hafi þennan hátt á.“ kolbrun@bladid. net INGARTILBOÐ á rúmum 0 áður 42:Q{ýQ I nú 29.900,- 0 áður 49:000 / nú 38.500,- 0 áöur 5870«« / nú 48.000,- áður (T9T580 / nú 59.500,- ^sjálfstœð fjöðrun áður 89t600- verð nú kr 49.600- ður 687006- verð nú kr 58.000- ður 897000- verð nú kr 79.500- agormadýna með 240 gormum á hvem skipt 15 misstif svæði. ir ípfryjm poka, sem kemur í veg fyrir að einhver og tryggir afslöppun fyrir hrygginn. madýna ýstijöfnunarefni á ð kr. 139.000,- ð kr. 159.000,- pbygging á rjgpnum. erð frá 69.000.- to O ö O oo O £ £ £ HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.