blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL LAUGARDAGUR ll.MARS 2Ö06 blaóið Pólitíkin skiptir ekki öllu máli Geir H. Haarde utanríkisráð- herra er þessa dagana í opinberri heimsókn í Noregi. Faðir Geirs, Tomas Haarde var norskur, frá Sandeid sem er þorp á vestur- strönd Noregs en Geir hyggst fara þangað í heimsókn á ferða- lagi sínu. „Ég hlakka heilmikið til þess. Ég fór aldrei til Noregs með föður mínum, eins og bræður mínir tveir gerðu. Eitt af því sem ég sakna er að hafa ekki átt kost á því,“ sagði Geir þegar blaðamaður hitti hann nokkrum dögum fyrir Noregsheimsóknina. Faðir Geirs lést árið 1962, en þá var Geir ellefu ára. Bernhard, bróðir Geirs, hafði látist tveimur mánuðum fyrr. „Þeir voru báðir með krabbamein og létust á sjúkrahúsi í Osló,“ segir Geir. „Ég hafði gert mér grein fyrir því að bróðir minn væri dauðvona en andlát föður míns varð óvænt- ara. Ég vissi ekki hvert stefndi og var mjög sleginn þegar hann dó.“ Heldurðu að þessi mikli missir á unga aldri hafi markað þig? .Áreiðanlega, en ég geri mér ekki ná- kvæma grein fyrir því. Mér hefur verið hugsað til feðganna á nánast hverjum degi síðan og það hefur oft veitt mér styrk og hvatningu. Allir upplifa sorgina einhvern tíma á æv- inni. Ég fékk bara nokkuð stóran skammt fyrr en margir aðrir.“ Fyrir skömmu misstir þú móður þína. Voruð þið náin? „Við vorum mjög náin alla tíð. Það tók vitanlega á hana að missa eig- inmann og son með svo skömmu millibili en hún hafði séð hvert stefndi og var undir þann missi búin. Hún var 91 árs gömul þegar hún lést, var heilsuhraust lengst af og naut þess að vera til. Hún var fé- lagslynd manneskja og gaf mikið af sér til afkomenda sinna og hafði velferð þeirra að leiðarljósi. Ég get ekki annað en þakkað fyrir svo langa samfylgd en missi fylgir samt alltaf söknuður. Ég held að hún hafi verið sátt við að kveðja og séð fyrir sér annars konar samvistir." Hvaða viðhorf hefurðu til dauðans. Ertu trúaður eða jarðbundinn? „Ég tel mig vera jarðbundinn mann en þykist ekki kunna skil á öllum leyndardómum tilverunnar. Það er fólk í kringum mig sem trúir á líf eftir dauðann. Eg hef alltaf verið efasemdarmaður 1 þeim efnum en tel mig ekki geta útilokað neitt.“ Pólitískur frá blautu barnsbeini Ef þú hefðir ekki farið i pólitík hvað hefðirðu þá gert? „Ætli ég hefði ekki unnið í mínu fagi, hagfræðinni. Annar möguleiki hefði verið að fara í blaðamennsku. Ég var í blaðamennsku í sex sumur ✓------------------------------- N V V. Blaöiö/Frikki 99.................. Maður þarfað venjasig afþví að taka allt að sér og hætta að segja já við öllu sem maður er beðinn um. Það ersvo margt annað en pólitík sem skiptir máli ílífinu" á Morgunblaðinu og var þar síðan viðloðandi í fimm ár og skrifaði erlendar fréttir einu sinni í viku. Á Morgunblaðinu eignaðist ég vini sem ég á enn. Matthías Johannes- sen er mér ógleymanlegur. Persóna hans hafði mikil áhrif á blaðið og þá sem þar unnu. Matthías gerði gríðarmiklar kröfur, ekki bara til sjálfs sin heldur einnig til annarra. Ég hlakkaði alltaf til að mæta í vinn- una og mér þykir mjög vænt um þennan tíma í ævi minni.“ Varðstu snemma pólitískur? „Strax sem barn varð ég áhuga- samur um pólitík. Það varð til að efla mjög pólitískan áhuga minn að strax og ég varð læs las ég öll flokks- blöðin því þau komu inn á heimilið. Þannig fékk ég ólík sjónarhorn á at- burði og gat smám saman lagt eigið mat á hlutina. í þingkosningunum 1963, var ég tólf ára og vakti eins lengi og ég gat til að fylgjast með kosningaúrslitum. f kosningum til borgarstjórnar 1966 var ég orðinn það gamall að ég gat hjálpað aðeins til og gerðist sjálfboðaliði í bílaþjón- ustu Sjálfstæðisflokksins. Þegar fólk hringdi og bað um bíl til að komast á kjörstað sat ég frammí og liðsinnti því. Kannski má segja að þá hafi pólitísk afskipti mín hafist. Þá var ég fimmtán ára. Þegar ég kom í menntaskólann kynntist ég áhugamönnum um pól- itík eins og Kjartani Gunnarssyni en við urðum góðir vinir strax í þriðja bekk og höfum átt samleið æ síðan. Davið kynnist ég tveimur árum seinna. Hann var þá þegar orðinn áberandi og umdeildur, eignaðist mikla og góða stuðnings- menn, þar á meðal mig, og svo harða andstæðinga." Hvernig líkar þér að vera borinn saman við Davíð, eins og margir gera óhjákvæmilega þar sem þú tókst við formennsku afhonum? „Menn eru bornir saman á alls konar forsendum og ég kippi mér ekkert upp við það. Eg verð bara að vera ég sjálfur og svo kemur í ljós hvernig mér gengur. ” Ertu að breikka Sjálfstæðisflokkinn? „Ég er ekki alveg dómbær á það, það getur vel verið og ef svo er þá er það fínt. Ég vil að flokkurinn sé stór og hafi mikið fylgi en það verður að vera á grundvelli þeirrar stefnu sem flokkkurinn fylgir. Ef ég hef persónufylgi sem hreikkar flokkinn þá fagna ég þvi.“ Samfylkingin er ekki að ná fylgi frá ykkur. Verður hún ekki að gera það ef hún ætlar að verða stór jafnaðarmannaflokkur? „Ég vil sem minnst um hana tala. Það verður hver að liggja eins og hann hefur um sig búið.“ Óttast ekki harða lendingu Sem stjórnmálamaður og ut- anríkisráðherra hefur þú hitt marga erlenda stjórnmálmenn. Hverjir eru eftirminnilegustu persónuleikarnir?. „Condoleezza Rice er mögnuð per- sóna. Lágvaxin kona sem maður veit að hefur alist upp við erfiðar aðstæður en hafist upp af sjálfri sér. Hún er mjög áhrifamikil í nálægð. Sumir stjórnmálamenn þola ekki nálægðina. Hún er ekki þannig. Hariri, forsætisráðhera Líbanon, sem var myrtur fyrir ári, hafði líka magnaða nærveru. Það var einnig Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.