blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðiö MARKAÐURINN Á AÐ ÚTHÝSA DEPURÐINNI Smáborgarinn er frá litlu sjávarþorpi og er skapgerð hans og heimspeki mótuð af upprunanum, enda fær enginn flúið sinn fæðingahrepp. Eitt af þvi minnistæð- asta við að alast upp í litlu plássi var sú hluttekning sem þorpsbúar sýndu hvor öðrum i gleði og sorg: hvort sem glaðst var yfir hvalreka í mögru ári eða vottuð samúð yfir dauðdaga einhvers sem mað- uraldrei þekkti. Þessi samkennd er vissulega falleg en að sama skapi ákaflega gamaldags. Hún á ekkert erindi við hið framsækna þekkingarsamfélag sem ísland samtím- ans óneitanlega er. Samkenndina ætti að varðveita i Árbæjarsafni, það ætti að stilla henni upp á meðal klunnalegra og illa útskorinna aska á Þjóöminjasafninu og hugsanlega mætti taka til notkunar „samkenndarkompu" ef eitthvað herbergi er laust í Þjóðmenningarhúsinu. Sam- kenndin er nauðsynleg en hún á ekkert er- indi til samtima sem er drifinn er áfram af knörrum útrásarvíkinga og hugsun listamanna sem eru á heimsmælikvarða. Það vakti athygli Smáborgarans þegar fréttir bárust ofan úr, einu framsækn- asta byggðarfélagi landsins, Borgarnesi að helstu viðskiptaforkólfar og andans menn bæjarfélagsins telja hið mesta þjóðþrifamál að takmarka frelsi manna til þess að flagga tilfinningum sínum. Þetta er gert til að skapa nútímanum meira svigrúm í bæjarfélaginu. Þannig er mál með vexti að í Borgarnesi eru óvenju- margar flaggstangir og þegar sorgin vegna andláts ber að garði þá hafa íbúar bæjarfélagsins haldið þann gamla sið að flagga í hálfa. Þetta hefur gert það að verkum að þeir sem aka þjóðveginn með- fram bænum verða svo ákaflega daprir þegar þeir sjá hálfflaggaðar stangir unn- vörpum að þá langar barasta ekkert í Hyrnuna til að kaupa sér kók og snakk og snargleyma að bæta við bensíni á bílinn. Allt það sem minnir á hverfulleika lífsins er ekki gott fyrir markaðinn og er ekki sá byr sem þarf til þess að treysta yfirburða- stöðu (slands í samfélagi þjóðanna. Forráðamenn í öðrum bæjarfélögum ættu að taka Borgnesinga til fyrirmyndar. Smáborgarinn býr nú í Vesturbænum og verður einatt dapur og svartsýnn þegar hann sér höggmynd Einars Jónssonar af íslensku vísitölufjölskyldunni við hringtorgið við Þjóðminjasafnið. Slík höggmynd á varla erindi inn í íslenskan samtima. Það sama gildir um flest þau listaverk sem minna okkur á eitthvað annað en hina miklu kátínu og fram- sæknisamtimans. HVAÐ FINNST ÞÉR? Jón Bjarnason, alþingismaður Þarf að setja viðskiptaráðherra í umhverfismat? „Jú ætli það væri ekki bara rétt. En ég reikna þá með að Halldór snúi því þá bara við! En ég er þeirrar skoðunar að frumvörp og aðgerðir iðnaðarráð- herra síðustu árin séu mesta náttúruvá landsins, og stend ég við þau orð.“ Jón líkti aðgerðum Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, við náttúruvá á þinginu í gær Simpson vill hœtta að syngja Söng- og leikkonan Jessica Simpson gaf nýlega í skyn að hún sé jafnvel að fara að leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt, þrátt fyrir að vera bundin samningi um að senda frá sér þrjár plötur í viðbót. Simpson lék í sinni fyrstu mynd, The Dukes of Hazzard, í fyrra og er núna æst í að hverfa lengra inn í heim Hollywood og gera leiklist að sínu aðalstarfi. Fulltrúar Sony útgáfunnar eru ekki sáttir við ráða- brugg söngkonunnar og krefjast þess að hún að minnsta kosti klári samning sinn hjá fyrirtækinu. „Tónlist verður alltaf ástríða mín, en ég þarf ekki að hafa hana að at- vinnu,“ sagði Jessica Simpson í viðtali um málið. „Ég Iít ekki lengur á tón- listina sem feril, mér finnst eins og ég ætti að fara hvíla hana og snúa mér að kvikmyndunum.“ Ford vill Clooney Indiana Jones sjálfur, Harrison Ford, hefur mikinn áhuga á að vinna undir leikstjórn George Clooney eftir að hann sá kvikmyndina Good Night, And Good Luck sem Clooney var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir að leik- stýra. Ford viðurkennir að hann sé ekkert sérstaklega mikið fyrir að fara í bíó en leikstjórn Clooneys heillaði hann upp úr skónum. „Ég sá Good Night, And Good Luck nýlega og mér fannst hún frábær, æðisleg saga til að segja á okk: ar tímum,“ sagði Harrisori Éord í samtali við kvikmyndatímaritið Empire. „Mig langar virkilega að vinna með honum.“ Mamman Aguilera Söngkonan sykursæta Christina Aguilera upplýsti nýlega að hana dreymir um að vera ung móðir og kom þannig orðrómi um þungun sína heldur bet- ur af stað. Slúðurritin í Los Angeles hafa mikið velt sér upp úr málinu og hafa nán- ast lýst yfir að hún sé ólétt þar sem hún gifti sig athafnarmanninum Jordan Bratman á síðasta ári og hefur að miklu leyti dregið sig úr sviðsljósinu síð- astu mánuði. „Mig hefur alltaf langað til að vera ung móðir,“ sagði Aguilera í samtali við breska útgáfu Elle tímaritsins. „Þegar mig langar í eitthvað fer ég og næ í það.“ Miðvikudaginn 15. mars Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnaisdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net eftir Jim Unger 5-23 O Jim Unger/dist. by Unlted Media. 200t Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Þeir koma ekki nálægt mér síðan ég gaf þeim smákökur konunnar. HEYRST HEFUR... Framsóknarmenn í Reykja- vík búa sig nú af kappi und- ir borgarstjórnar- kosningarnar i maí. f , v f Birni Inga Hrafns- A > syni hefur nú bæst m ■ liðsauki sem er Pét- m ™ ur Gunnarsson. Pétur var um árabil blaðamað- ur á Morgunblaðinu og síðar fréttastjóri Fréttablaðsins. Þá náði framsóknarmaddaman að klófesta hann og síðast var hann upplýsingafulltrúi félagsmálaráð-H herra. Þegar Árni _ 39 Magnússon fékk I nóg af því starfi hætti Pétur enda ráðning hans tímabundin. Nú situr hann í herráði Björns Inga og leggur á ráðin enda þykir Pét- ur öflugur maður og búa yfir miklum pólitískum greiningar- hæfileikum. Skrítin frétt birtist í Morg- unblaðinu á fimmtudag en þar var sagt frá ársskýrslu Stíga- móta. Nýjum málum fjölgaði á síðasta ári hjá samtökunum og leituðu 543 menn þangað eftir aðstoð. í máli talskonu Stíga- móta kom fram að „ungur aldur ofbeldismanna [væri] áhyggju- efni” og þessi var fyrirsögn frétt- arinnar. Einhver hefði einhvern tíma sagt að ofbeldið og áhrif þess á fórnarlömbin væru frekar áhyggjuefai en aldur þeirra sem það fremja. Ur röðum Vinstri grænna í Reykjavík heyrum við að áhyggjur fari vaxandi. Fram- bjóðendur í borgarstjórnarkosn- ingunum þykja því sem næst ósýnilegir og í síðustu könnun mældist fylgi flokksins aðeins 7%. Einhverjir segja að brott- hvarf Bjarkar Vil- helmsdóttur, sem nú fer fram sem i óháður fulltrúi ; tengdur Samfylk- 1 ingunni, eða þann- ig, hafi greinilega verið þungt högg fyrir róttæklingana. Hins vegar heyrum við einnig úr röð- um vinstri grænna að þeirra fólk hafi vissulega kosið Björk i jrófkjöri Samfylkingarinnar en rað geti ekki hugsað sér að kjósa )ann flokk í vor. Hvar liggur þá retta fylgi? Kristján G. Arngrímsson, blaðamaður á Morgunblað- inu, hefur skipað sér í hóp bestu dálkahöfunda dagblaðanna. Kristján skrifar reglulega í dálk- inn Viðhorf sem birtist í Morg- unblaðinu. Skoðanir sínar setur hann fram af heimspekilegum þunga og er óvæginn í gagnrýni sinni ef svo ber undir. I Viðhorfi fimtudagsblaðs gerir Kristján, sem hefur doktorspróf í heimspeki, gagn- rýni Gauta Kristmannssonar, bókmennta- og þýðingarfræð- ings að umtalsefni. Gauti ritaði fyrir skömmu grein í Morgun- blaðið um tvítyngisumræðuna á íslandi og fann henni flest til foráttu. Sagði Gauti hana ein- kennast af því að sjálfskipaðir en ekki raunverulegir „sérfræðing- ar“ hefðu blaðrað um málið í fjöl- miðlum og hefði „eldhússpekin' verið yfirþyrmandi. Kristján fer hörðum orðum um grein fræði- mannsins og gerir sérstaklega athugasemd við þá staðhæfingu Gauta að tungumálið hafi verið „fundið upp“. Það telur Kristján að fái alls ekki staðist og legg- ur fram rök máli sínu til stuðn- ings. Staðan er í-o Kristjáni í vil en áhugamenn hljóta að vona að í uppsiglingu sé áhugaverð ritdeila tveggja skoðanaglaðra manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.