blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 18
18 I BRÉF FRÁ BRYNDÍSI LAUGARDAGUR ll.MARS 2006 blaðið ■ Ferdasaga Bryndísar Schram Kveðjustund á kœjanum BlaÖiÖ/SteinarHugi Það var drungi yfir Helsinki dag- inn, sem við kvöddum í lok október. Jyrki, þessi elska, bílstjóri sendiráðs- ins, ók með okkur niður á höfn og kvaddi okkur síðan við skipshlið. Mér fannst sárt að skiljast við Jyrki, því að hann hafði reynst mér hinn besti vinur í öll þessi þrjú ár í Finn- landi. Hann hafði leiðbeint mér um götur borgarinnar í upphafi, útskýrt fyrir mér allt sem var torskilið í fari Finna; hann hafði sagt mér sögur úr lífi þjóðar sinnar, fixað tölvuna mína, þegar hún hætti að hlýða, hjálpað mér í eldhúsinu, jafnvel eldað matinn og þjónað til borðs, þegar gesti bar að garði, - sem var ekki ósjaldan. Jyrki hafði verið ómissandi á hverju sem á gekk. Hann var búinn að ganga frá öllum pappírum, og þarna á hafnar- bakkanum hirti hann af okkur lykla og þau skírteini, sem höfðu staðfest sendiherradóm okkar síðastliðin þrjú ár. Ekki svo að ég fyndi til nokk- urs saknaðar - eiginlega fann ég bara til feginleika. Laus við öll þessi sérréttindi, sem stundum fóru svo í taugarnar á mér. Nú vorum við aftur orðin bara venjulegt fólk, búin að rífa utan af okkur þessar umbúðir, sem skapa sendiherra sérstöðu í samfélagi manna. Eða eigum við að segja ímyndaða sérstöðu? Að mörgu Þessar síðustu vikur i Helsinki voru reynd- ar ógleymanlegar. Við heimsóttum nýja og óvænta staði, og gerðum svo margt, sem aldrei hafði gefist timi til i öll þessi ár. leyti er staða sendiherra leifar af ein- hverju, sem er löngu liðið - fjarri raunveruleikanum. Mannlíf á markaðstorgi. En nóg um það. Við sigldum klukkan þrjú síðdegis á sunnudegi út úr höfn- inni, sem er í hjarta borgarinnar. Húsið sem hafði verið heimili okkar öll þessi ár rann framhjá, lífsreynt og ögn þreytulegt. Það stendur við strandveginn - Norður kæjann - í miðju borgar, fölgrænt að lit, byggt í anda hins þýska Jugend, með sívala turna, sem teygja sig til himins. Bara til skrauts. Brottför okkar breytti svo sem engu fyrir þetta hús. Gestir koma og fara. Ganga um stiga, sofa í ókunnum rúmum, eta og drekka, stundum glaðir, stundum daprir. Og svo hverfa þeir á braut einn góðan veðurdag. Rétt eins og við. Og húsið stendur bara þarna, eins og ekkert hafi í skorist. Þennan sama morgun hafði ég gert mér ferð á markaðinn við höfn- ina í síðasta sinn. Bara til að kveðja. Hingað hafði ég komið daglega til að anda að mér sjávarloftinu, lesa morgunblöðin og láta bera mér ilm- andi kaffi og nýbakaða snúða. Ys og þys, konur og karlar að höndla jafnt sumar sem vetur. Nýjar kartöflur og kál allan ársins hring, vatna- karfi frá Karelíu, flakaður silungur úr Norðursjónum. Jafnvel safala- skinn frá Síberíu eða bjarnarfeldur af steppum Hvíta Rússlands. Maður varð að gefa sér góðan tíma, og ósjaldan fann ég einhvern fáránlega fyndinn hlut, sem bættist í farteskið mitt. Þessar síðustu vikur í Helsinki voru reyndar ógleymanlegar. Við heimsóttum nýja og óvænta staði, og gerðum svo margt, sem aldrei hafði gefist tími til í öll þessi ár. Við eyddum heilum degi með vinafólki í bústaðnum þeirra á austurströnd- inni, í námunda við sumarhöll Nikulásar Rússakeisara, á meðan hann var og hét. Þar sátum við í makindum daglangt og snæddum hreindýrakjöt með rjómasósu og sultu. Drukkum heimabruggað vín og horfðum á haustsólina hverfa á bak við trén. Þetta var gamalt timburhús, byggt O % seint á nítjándu öld, með eldstó í miðju hússins og svefnstæðum allt í kring. Allt var óbreytt í þessu húsi. Arfur kyn- slóðanna gaf því lit og sögu. Eldur- inn var látinn lifa allan sólarhringinn til þess að halda hita á mannfólkinu, enda komið fram í október. Söknuður í sumarstúku. í þessu húsi var hvorki rafmagn né rennandi vatn, hugsið ykkur! Hús- bóndinn vísaði mér á „une cham- bre separée”, eða kamar (chambre og kamar eru auðvitað sama orðið), þegar mér var orðið mál, en það var lítið hallandi hús, sem stóð niðri við sjóinn. Þegar ég leyfði mér að furða mig á þessu fyrirkomulagi, spurðu hjónin, hvort þessu væri ekki svipað háttað á íslandi? Þau vildu ekki trúa þvi, að það væri rennandi vatn, raf- magn, hiti, sjónvarp og símar í ís- lenskum sumarhúsum (eða stúkum, eins og þau heita hjá þeim). I þeirra augum - og í augum Finna almennt - eru það aðeins stássstofur í borgum, sem bjóða upp á önnur eins þægindi. Finnar leita til fortíðar. Þeir þrá aft- urhvarf til hinnar óblíðu náttúru. Það er hin fullkomna rómantík. Það kom á daginn þessar síðustu vikur, að við áttum miklu fleiri vini í Finnlandi en við vissum af. Okkur voru haldnar dýrlegar veislur, sem seint gleymast, og við vorum hlaðin gjöfum, sem munu ylja okkur árum saman. Ég bauð auðvitað öllum, sem kysstu mig að skilnaði, að heimsækja olckur í Mosó! Nú er bara að vita.hvortþessir allir hafi tekið mig á orðinu! Helsinki varð æ vinalegri, auk þess sem hún var svo falleg og gjafmild þessa síðustu daga. Æ, ég var strax farin að sakna Helsinki, eiginlega áður en hún var horfin mér úr augsýn. Við stóðum við borðstokkinn og horfðum til lands, svo lengi sem birtan leyfði. Æðaslög borgarinnar fylgdu okkur langt út á haf, þung og sterk. Fram- undan voru bara - minningarnar og eftirvæntingin. Æðaslög borgarinnar fylgdu okkur langt út á haf, þung og sterk. Framundan voru bara - minningarnar og eftirvæntingin. Nú vorum við aftur orðin bara venjulegt fólk, búin að rífa utan afokkur þessar umbúðir, sem skapa sendiherra sér- stöðu / samfélagi manna. Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Þekking Reynsla Þjónusta Tvöfaldir vildarpunktar í mars Opið: mán-fim 8:00 -18:00 föst 8:00 -19:00 laugardaga 10:00 -13:00 Háaleitisbraut 58-60 • Síml 553 1380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.