blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 26
26 I VIÐTÍSt -' BlB LAUGARDAGUR ll.MARS 2006 blaðið Sjúkdómavœðing á Istaadi? Sigrún Ólafsdóttir, M.A. ífélagsfrœði, hefur rannsakað hvernig „nýir sjúkdómar" bœtast íflóru geðlœknisfrœðinnar. Sigrún Ólafsdóttir, M.A. í félags- fræði, hefur undanfarið lagt stund á rannsóknir vegna doktors- ritgerðar sinnar frá Háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum. í doktorsverkefni sínu skoðar hún hvernig og hvers vegna geðræn vandamál hafa verið sjúkdóms- vædd í vestrænum samfélögum og gerir samanburð á því hvernig opinberir aðilar, einkaaðilar, og sérfræðingar „skapa“ geðræn vandamál. Margrét Hugrún Gústavsdóttir kom að máli við Sig- rúnu og fræddist nánar um þessa athygliverðu rannsókn. ,Það má segja að ég hafi alltaf haft sérstakan áhuga á þessu máli,“ segir Sigrún þegar blaðamaður innir hana eftir því hversvegna hún valdi sér þetta rannsóknarverkefni. „Upphafið að því að ég fór að hugsa alvarlega um þetta var eflaust sú staðreynd að ég var stödd í doktors- námi Bandaríkjunum, en þar eiga kenningar um sjúkdómavæðingu upptök sín og kannski má segja að sjúkdómsvæðingin sjálf hafi náð hámarki þar. Því miðast allar kenn- ingar um sjúkdómsvæðingu við bandarískt samfélag og fjalla um leið um tengsl sjúkdómsvæðingar og kapítalisma. Því meira sem hægt er að skilgreina eitthvað sem geðrænt vandamál eða sjúkdóm, því meiri peninga er hægt að græða. Með þetta fyrir augum fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta sama ætti við á Norðurlöndum, eða þeim löndum þar sem meira jafnvægi er á milli þess valds sem læknastéttin hefur á móti t.d. stjórnvöldum. Mér fannst athyglivert að spyrja hvort sjúkdóms- væðing ætti hugsanlega erfiðara uppdráttar í löndum eins og Islandi heldur en í Bandaríkjunum, þar sem bandarískir læknar hafa vald til að skilgreina vandamál sem sjúkdóm, svo lengi sem einhver er tilbúinn að borga fyrir lausnir þeirra. Á ís- landi og annars staðar í Evrópu er því hinsvegar þannig farið að ríkis- valdið kemur inn fyrir áhrifasvæði læknastéttarinnar og hefur beinna hagsmuna að gæta þar sem borga þarf fyrir allt sem er skilgreint sem sjúkdómur. Af þessu leiðir að maður myndi ætla að ferlið á milli þeirra að- ila sem koma beint að málinu væri öðruvísi hérlendis og að það myndi leiða af sér að sjúkdómsvæðing ætti sér stað með öðrum hætti.“ Innan félagsfræðinnar þýðir „sjúk- dómsvæðing" það að vandamál séu skilgreind út frá sjónarhorni læknis- fræðinnar, að orðræða læknisfræð- innar sé notuð til að útskýra vanda- mál, læknisfræðilegar aðferðir séu notaðar til að meðhöndla vandamál. „Samfélög eru flest að breytast á þann hátt að það eru fleiri sem hafa vald til þess að koma inn og sjúkdómsvæða. Þegar ég byrjaði að velta þessu fyrir mér þá skoðaði ég sérstaklega þátt ríkisvaldsins; Hvað velur það að sjúkdómsvæða og hvernig dregur það línuna á annan hátt en læknar? í sögulegu ljósi hefur læknastéttin í Bandaríkjunum verið afar valdamikil og nánast haft algera lögsögu yfir eigin málum. Til dæmis hefur stéttin verið einráð um skilgreiningar á heilbrigðisvanda- málum og upphæðir sem fólki ber að greiða fyrir þjónustu. í raun hafa þeir haft vald yfir öllum þeim sviðum sem snúa beint að stéttinni sem slíkri. 1 sinni einföldustu mynd og kannski samkvæmt þeim róttæk- ustu sem aðhyllast kenningar sjúk- dómsvæðingar þá liggur í augum uppi að læknastéttin hefur haft mik- inn ágóða af því að skilgreina sjúk- dóma; því fleiri mein til að vinna á, því meiri peningar í kassann. Þetta landslag hefur þó verið að breytast mikið á undanförnum árum innan Bandaríkjanna,“ segir Sigrún. Eðlilegar tilfinningar skil- greindar sem sjúkdómur Hvenær fór sjúkdómavæð- ing að vera mjög áberandi í Bandaríkjunum? „Það er erfitt að nefna einhvern einn tíma þar sem þetta er söguleg þróun, en á svona síðustu fimmtán árum hefur verið töluverður stíg- andi í þessu, sérstaklega á sviði geð- sjúkdóma. Fyrir tíu til þrjátíu árum voru geðsjúkdómar lítið ræddir í mörgum samfélögum. Þá voru geðsjúkir yfirleitt skilgreindir sem mjög veikir einstaklingar; fólk sem var inni á stofnunum og oft með- höndlað á mjög ómannúðlegan hátt. 1 dag tökum við mun meira tillit til þess að geðheilsa sé eitthvað sem allir þurfa að vinna í; við getum öll átt við gæðræn vandamál að stríða á einhverjum tímapunkti, sem getur t.d. verið vægt eða alvarlegt þunglyndi eða vægur eða alvarlegur kvíði. Þessari jákvæðu þróun fylgir þó hættan á því að við förum að greina of mikið að „eðlilegum" til- finningum sem sjúkdóm. Um leið og það er viðurkennt að allir geta átt við geðræn vandamál að stríða, eða þurfa tíma til að vinna úr tilfinn- ingum sínum, þá verður kannski tilhneiging til að skilgreina allt sem sjúkdóm. Það leiðir svo hugsanlega af sér að valin er lyfjagjöf þegar aðrar aðferðir væru hugsanlega nægj - anlegar, t.d. samtalsmeðferð sem tekur oft lengri tíma,“ segir Sigrún en bendir um leið á að sjúkdómsvæð- ing nái ekki bara yfir geðsjúkdóma og að einnig hafi það komið fyrir að ákveðin svið hafi verið afsjúkdóms- vædd. I því samhengi nefnir hún samkynhneigð sem fyrir ekki svo mörgum árum var skilgreind sem geðveila samkvæmt greiningarkerfi bandarískra geðlækna. Ekki einfalt vandamál Sjúkdómsvæðingin er ekki samfé- lagsmál sem auðvelt er að vinna á og eins og í flestum tilvikum er ekki um neinar skyndilausnir að ræða. „Þróun sjúkdómsvæðingarinnar hefur marga fleti. Núna er til dæmis fullt af fólki, sem áður hefði verið lokað inni á stofnunum, að lifa í og starfa í þjóðfélaginu þökk sé réttri lyfjagjöf og bættri samfélagsþjón- ustu. Afar mikilvægt er þó að benda á að rannsóknir t.d. innan félags- fræði sýna að lyf ein og sér eru aldrei nóg til að notendur nái fullri heilsu. Þetta á sérstaklega vel við í tilfellum þunglyndissjúklinga, en flestar rann- sóknir sýna fram á að í eftirbataferl- inu þurfa þeir margskonar stuðning til að líða betur. Til dæmis getur verið mikilvægt að hafa skipulag á lífinu og markmið, að hreyfa sig og fara í áframhaldandi samtalsmeð- ferð, með eða án lyfja. Á sama tíma heyrir maður um einstaklinga sem eru komnir á geðlyf eftir eitt samtal við heimilislækni sem og einstak- linga sem hafna lyfjagjöf, þar sem þeir vita að ástæðan fyrir vanlíðan- inni tengist öðrum þáttum í lífinu sem hafa verið í ólagi.“ Hvernig stendur á því að læknar velja þennan valkostfram yfir len- gri meðferðir? „Hlutiafvandanumligguríkerfinu. Til dæmis er þjónusta geðlækna nið- urgreidd á meðan sálfræðiþjónusta er það ekki. Þannig verður beinni leið á milli þess að fara til heimilis- læknis og síðan geðlæknis, frekar en að vísað sé á aðrar úrlausnir. Einnig er ekki ólíklegt að fólk með minni fjárráð kjósi það heldur til að spara sér peninga. Eftir að árangursrík- ari lyf komu fram varð sjónarhorn læknisfræðinnar ráðandi innan geðlæknisfræði. Þrátt fyrir að aðrar læknisfræðilegar meðferðir þekkist, er það óneitanlegar lyfjagjöfin sem hefur orðið lang algengasta læknis- fræðilega meðferðin við geðrænum vandamálum. Þannig að geðlæknar hafa þá kannski tillmeigingu til að nota „einfaldar“ lausnir í formi Wmjafa? „1 mörgum tilfellum er það þannig þó ekki sé hægt að alhæfa um alla geðlækna. Einnig vitum við að eitt erfiðasta vandamál allra heilbrigð- iskerfa er að kostnaður hefur auk- ist mjög og á það til að fara upp úr öllu valdi. Þannig er það kannski ódýr lausn að einstaklingur fái lyf í stað þess að koma vikulega í sam- talsmeðferð. Oft virka lyfin líka hraðar. í mörgum tilfellum eru læknar samt einfaldlega að hugsa um hvað hjálpar sjúklingum þeirra á sem skilvirkastan hátt - ef þú færð einhvern inn til þín sem líður mjög illa þá viltu vissulega gera það sem hjálpar honum eða henni sem fyrst. En þá verður að hafa í huga að það er munur á einstökum geðlæknum og því sem þeir eru að gera fyrir sjúklinga sína og hinsvegar geð- læknastéttinni í stærra samhengi. Stétt sem á alltaf hagsmuna að gæta eins og aðrar stéttir og hefur úrslita- valdið um hvernig við skilgreinum og bregðumst við geðrænum vanda- málum. 1 mörgum samfélögum hefur tilfellið því miður verið að hagsmunir stéttarinnar sem slíkrar verða ofan á hagsmunum þeirra sem þurfa á aðstoð hennar að halda.“ 99.................................................................. Þannig er það kannski ódýr lausn að einstaklingur fái lyfístað þess að koma vikulega í samtalsmeðferð. Oft virka lyfin líka hraðar. ímörgum tilfellum eru læknar samt einfaldlega að hugsa um hvað hjálpar sjúklingum þeirra á sem skilvirkastan hátt - efþú færð einhvern inn til þín sem líður mjög illa þá viltu vissulega gera það sem hjálpar honum eða henni sem fyrst. En þá verður að hafa í huga að það er munur á einstökum geðlæknum og því sem þeir eru að gera fyrir sjúklinga sína og hinsvegar geðlæknastéttinni í stærra samhengi. Stétt sem á alltaf hagsmuna að gæta eins og aðrar stéttir og hefur úrslitavaldið um hvernig við skilgreinum og bregðumst við geðrænum vandamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.