blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 biaóið Mynd tekin af bandaríska geimfarinu Cassini. Aö sögn sérfræöinga hjá NASA sýnir myndin uppgufun vatns frá suðurpóti Encaladusi. flugdrekar mbl.is | Yfirvöld í Punjab-héraði í Pakistan hafa bannað fólki að leika sér með flugdreka eftir að flug- beittur strengur varð fjögurra ára Wa b mM$ N rfhei heimar 6 S.5536280 ur 750 ÖÍÍÉOÍ aíía hefyina cS úÁÁuíaðitería V, ð cíc nu 390. d Ái ÁÚL er me remi aim um gömlum dreng að fjörtjóni. Basant hátíðin er haldin nú um helgina til að fagna vorkomu, en hún einkenn- ist einna helst af þúsundum litríkra flugdreka sem íbúar borgarinnar La- hore setja á loft. Margir flugdrekaeigendur styrkja strengi drekanna með vír eða gler- brotum til að standa betur að vígi í flugdrekaglímu sem er vinsæl í Lahore. Beittir strengirnir klippa þá á strengi dreka andstæðingsins. Þessir beittu strengir hafa hins vegar orðið sjö manns að bana í borginni, þar af tveimur börnum, á undan- förnum tveimur vikum. Ævareiðir borgarbúar kröfðust í kjölfarið þess að lagt yrði bann við flugdrekaflugi í héraðinu. Síðasta fórnarlamb flugdreka var aðeins fjögurra ára gamalt. Drengur sat á eldsneytistanki bifhjóls sem faðir hans ók þegar flugdreka- strengur lenti á hálsi drengsins. Hann lést áður en á sjúkrahús var komið. Eigandi flugdrekans hefur enn ekki fundist. 19 mann létust í fyrra af þessum völdum og 200 slösuðust meðan á Basant hátíðinni stóð og um það leyti. Lögreglan handtók 74 í gær fyrir flugdrekasölu, þar af 22 verslunareigendur. Vatn á tungli Satúrnusar? Geimfar bandarísku geimvísinda- stofnunar, NASA, hefur fundið vísbendingar um vatnsstróka á, Enceladusi, einu af tunglum Satúrnusar. Geimfarið Cassini tók fyrst myndir af yfirborði tungslins fyrir fjórtán mánuðum og gáfu þær til kynna að vatnsstróka væri að finna á tunglinu. {fyrstu töldu vísindamenn að um bilun í myndavélum væri að ræða en eftir að geimfarið flaug framhjá Enceladusi í júlí og í nóvember á síð- asta ári staðfestu myndir og mæl- ingar að vatnsgufa stígur upp frá suðurpóli tunglsins. Sérfræðingar NASA hafa ekki ráðið þá gátu hvað hiti vatnið undir pólnum, að því er fram kemur í grein í nýjasta hefti tímaritsins Science. Að sögn vísindamanna NASA gefa mælingarnar til kynna að þrjár forsendur lífs sé að finna á tungl- inu: vatn, varmi og lífræn efni. Uppgötvunin bendir ekki endi- lega til þess að líf sé að finna á Enc- eladusi en að sögn vísindamanna eykur hún skilning manna á því hve líf getur þrifist við ólíkar aðstæður og dýpkar skilning á því hvernig líf hafi kviknað á jörðinni. Ehud Olmert stefnir af því aö landamæri (sraels verði ákvörðuð fyrir 2010. Landamæri ísraels ákveðin eftir fjögur ár Ehud Olmert, starfandi forsætisráð- herra ísraels, lýsti því yfir í gær að stjórnvöld myndu ákvarða endanleg landamæri ríkisins innan fjögurra ára. Forsætisráðherrann sagði enn- fremur að ekkert samráð yrði haft við palestínsku heimastjórnina um ákvörðunina nema að Hamas-sam- tökin viðurkenni tilverurétt Isra- els, heiti að láta af hryðjuverkum og standi við þær samþykktir sem stjórnvöld í ísrael gerðu við fráfar- andi ríkisstjórn Palestínu. Olmert kvaðst ætla að gefa ráða- mönnum Hamas-samtakanna svig- rúm til þess að endurskoða afstöðu sína gagnvart ísrael. Hann bætti því við að ísraelsmenn gætu þó ekki beðið lengi eftir stefnubreytingu. Ef engar vísbendingar yrðu um breytta afstöðu þyrftu Israelsmenn að hefj- ast handa við að ákvarða endanleg landamæri ríkisins. Það yrði gert á vettvangi ísraelskra stjórnmála og í samstarfi við helstu bandamenn. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur Olmerts, Kadima, muni bera sigur úr býtum í þingkosning- unum sem verða haldnar eftir þrjár vikur. Þrátt fyrir að fylgið við hinn nýstofnaða flokk hafi dalað eftir að Ariel Sharon veiktist alvarlega fyrir tveimur mánuðum mælist fylgi við hann enn mest í skoðanakönn- unum. Almennur stuðningur er við þá stefnu flokksins að leggja niður landnemabyggðir á stórum hluta Vesturbakkans en að halda í stærstu byggðirnar. Mannskæðir RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol 1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. Virka m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.