blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 1
Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Bergen ” Kr. 9.500,.= www.flysas.is Aórir áfangastaöir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. _ Sími fjarsölu: 588 3600. a stah alliance member jfí ■FERÐALÖG Öðruvísi upplifun i œvintýraferð Ferðalangarfá öðruvísi sýn á landið sem heimsótt er | SlÐA 26 Farðu þér hœgtí ...þú hefur alla helgina 'daga helgi, ótakmarkaður akstur. Verð frá kr 4.067 t~ dagurínn. rbcars.is Sími: 581 1186 Frjálst, óháð & ókeypis! m t UT PARKET &GÓLF PARKET &GÓLF 68. tölublað 2. árgangur fimmtudagur 23. mars 2006 Ábendingar grunnskólanema hafa komiö lögreglu á sporið Forsvarsmaður Forvarnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík segir að upplýsingar, sem aflað sé í viðtölum hverfislögregluþjóna við unglinga, séu ekki tilefni lögregluaðgerða heldur til þess að löggæslumenn átti sig betur á stöðunni í hverfinu. Kveður hann dæmi um að slíkar ábendingar hafi leitt lögregluna á spor lögbrjóta. Eins og fram kom í Blaðinu í gær sendu Lögreglan í Reykjavík og nokkrir grunnskólar nýlega út bréf til foreldra sumra barna í 8.-10. bekk grunnskóla í Miðborgar-, Hlíða- og Háteigshverfi. Þar var kynnt að innan tíðar myndi hverfislögreglu- þjónn boða unglinga af handahófi í viðtöl á Lögreglustöðinni við Hverf- isgötu, en tilgangurinn væri að ræða forvarnarmál og „upplýsingar um stöðu mála.“ Nokkrir foreldrar, sem Blaðið ræddi við, töldu þessa mála- leitan og kynningu afar óeðlilega og töldu að með því væru yfirvöld að hvetja börn og unglinga til þess að gerast uppljóstrarar í eigin hópi. Viðbrögðin koma lögreglu á óvart Eiður Eiðsson, hjá Forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík, sagði að þessi sterku viðbrögð við bréfi lög- reglunnar kæmu sér á óvart. Svipuð verkefni hefðu verið framkvæmd í öðrum hverfum borgarinnar á undanförnum árum án þess að þau hefðu sætt gagnrýni. „Eini munur- inn er sá að nú sendum við kynning- arbréf út.“ Segir Eiður að margir hafi lesið bréfið yfir án athugasemda áður en það hafi verið sent út. „En kannski við höfum flaskað á því að lesa það ekki yfir með neikvæðum gler- augum, eins og einhverjir virðast hafa gert. Eftir á að hyggja hefði sjálfsagt mátt orða það með betri hætti.“ Að sögn Eiðs hefur verið góð reynsla af viðtölum lögreglunar við unglinga og foreldra fram til þessa og eru upplýsingarnar algert trún- aðarmál. „Við höfum notað þær upplýsingar, sem fengist hafa með þessum hætti, til þess að átta okkur á stöðunni og því hvað þurfi að gera í viðkomandi hverfi eða skóla.“ Eiður telur ekki rétt að setja málin upp með þeim hætti að verið sé að hvetjaJlörn tiEþess^að'gerast upp- ljóstrarar, enda verði ábendingar þeirra fyrst og fremst til þess að lögreglan hafi augun betur hjá sér þar sem ástæða er til. „Þessar ábend- ingar eru fyrst og fremst til þess að við áttum okkur á stöðunni og eru út af fyrir sig ekki tilefni aðgerða," segir Eiður og bætir við að farið sé með þær upplýsingar rétt eins og hverjar aðrar nafnlausar ábend- ingar, sem lögreglunni berast. Auglýsing Fokus Bank. Fokus Bank, en svo kallast Danske Bank í Noregi, virðist vera á svipuðum nótum og Glitn- ismenn. Glöggir menn þykjast nefnilega sjá ákveðið samræmi á milli herferða bankanna. Því er ekki að neita að ákveðin lík- indi eru með auglýsingunum. Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu segir að um sé að ræða ótrúlega tilviljun sem hann hafi enga skýringu á. Hann segir að norski bankinn hafi byrjað sina herferð fjórum dögum áður en Glitnis herferðin átti að hefjast. Hvíta húsið hafi unnið að herferð Glitnis í langan tíma og ekki hafi komið til greina að hætta við. Blaðið/Frikki GLITNIR Auglýsing Glitnis. Ótrúleg tilviljun Nýtt útlit og nafn bankans sem eitt sinn var kenndur við ísland hefur vakið athygli. Á einni nóttu hvarf gamla útlitið og nýtt leit dagsins ljós. Á öðru hverju húsi og í öllum strætóskýlum blasa nú við auglýsingar frá Glitni þar sem kynnt er nýtt útlit.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.