blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 6
6 I mWLEWDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaöiö
DAS og SÍBS greiði vinninga í reiðufé
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar happdrœttum að greiða vinrt-
inga sína í reiðufé. Forsvarsmenn annarra happadrœtta segja þetta ákaflega góð tíðindi.
Vatn fyrir alla
Færa verður lagaumgjörð um
vatn í þann búning að hver
maður eigi rétt á aðgengi að
hreinu vatni. Þetta kemur
fram í erindi samtakanna Vatn
fyrir alla sem þau afhentu
Jóni Kristjánssyni, formanni
stjórnarskrárnefndar, í gær.
I erindinu kemur fram að sam-
tökin telji nauðsynlegt að festa í
stjórnarskrá íslands ákvæði um
skyldur og réttindi stjórnvalda
og almennings hvað varðar
réttindi, verndun og nýtingu
vatns. Þá vilja samtökin að lög
og reglugerðir um nýtingu vatns
taki mið af ákvæðum sem viður-
kenna rétt einstaklinga til vatns.
Alls standa 14 félagasamtök
að samtökunum Vatn fyrir alla.
Vantar þig leið til þess að koma
jafnvægi á líkamsstarfssemina?
fZhena's Gypsy Tea
gæti hjálpað
Prófaðu Fireside Chai
Koffínlausa kraftaverkið
Sölustaðir
Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí,
Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Cjafir
Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind,
Kaffi Berg, La Vida, Maður Lifandi,
Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill,
Kaffi Rós á Akureyri.
Englatár - Listhúsinu - 551 8686
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra,
hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frum-
varp sem heimilar Happdrætti DAS
og Happdrætti SÍBS að greiða vinn-
inga sína út í reiðufé. Hingað til hefur
þessum happdrættum verið gert að
greiða sína vinninga út í formi vara
og hefur Happdrætti Háskólans haft
einkaleyfi á peningahappdrætti. For-
svarsmenn happdrætta DAS og SIBS
segjast fagna framkomu frumvarps-
ins enda hafi það verið baráttumál
þeirra í mörg ár að fá þessu breytt.
Bflar, búvélar og búpeningur
Sigurður Ágúst Sigurðsson, for-
stjóri Happdrættis DAS, segist vera
ánægður með að skriður sé að kom-
ast á málið. „Ég er að heyra þetta
núna í fyrsta skipti og þekki því ekki
innihald frumvarpsins, en þetta eru
gleðifréttir fyrir mig.“ Sigurður segir
að happdrættið hafi lengi barist
fyrir því að fá þessa heimild. „Þetta
er mikill gleðidagur því þetta hefur
verið mikið baráttumál og nú virðist
réttlætið hafa náð fram að ganga.“
Sigurður segir gamla fyrirkomulagið
hafa gert þeim mjög erfitt fyrir. „Við
höfum meðal annars staðið frammi
fyrir þvi að vera kærðir fyrir Sam-
keppnisstofnun vegna þess að við
höfum auglýst vinninga í krónum.
Lögin eins og þau eru núna segja
hins vegar að vinningar okkar eigi
að einskorðast við bíla, búvélar og bú-
pening.“ Sigurður segir augljóst að
slíkar takmarkanir gangi ekki í nú-
tíma samfélagi. „Fjórar mjólkandi
geitur í garðinum eru ekki eitthvað
sem hugnast fólki í dag.“ Sigurður
segist því fagna því að þessar reglur
verði færðar í nútíma horf.
Bíður spenntur
Hjá happdrætti
SÍBS voru menn
ánægðir þegar
þeir heyrðu frétt-
irnar. Pétur Bjarna-
son, framkvæmda-
stjóri Happdrættis
DAS, sagðist í sam-
tali við Blaðið hafa
frétt af því í fyrra að
til stæði að breyta lögunum. „Við
höfum oft á tíðum reynt að fá leyfi
til þess að leggja vinningsupphæðir
inn á reikninga viðskiptavina okkar
sem greiða miðana sína með þeim
sömu reikningum. Það hefur hins
vegar ekki verið heimilað vegna þess
að lög segja þetta vöruhappdrætti.
En í síðasta svari sem okkur barst
var okkur sagt að í vændum væru
lög sem myndu leysa þennan vanda.“
Pétur segist því vera ánægður með
fréttirnar. „En það er mjög ólíklegt
að nokkur lög breyti aðstöðu okkar
til hins verra.“ Hann segir að svo rót-
tækbrey ting myndiliðka mjög mikið
fyrir starfsemi happdrættisins.
Pétur segir að hafa verði í huga
að öll happdrættin séu rekin í sama
augnamiði, sem sé að spara Ríkis-
sjóði peninga og nota það fjármagn
sem inn kemur til góðra verka. „Við
höfum stundum verið dálítið argir
yfir glímunni við hið opinbera, sem
að við erum náttúrlega að vinna
fyrir,“ sagði Pétur sem greinilega er
ákaflega sáttur með þessar fréttir.
] i i i 4-í ] í J
Í~T" :|
I ? é
1;. ' MŒ?*f < t
W 'V
rLg*. . / 9^ | I
Listadagar í Garðabæ
Bladid/lngó
Þessir kátu krakkar mættu í gær til opnunar á myndlistarsýningu á Garðatorgi í Garðabæ. Sýningin var opnuð við tónlistarundirleik og
ávarpaði bæjarstjóri gesti og gangandi. Sýningin er hluti af listadögum barna og ungmenna sem nú standa yfir í bæjarfélaginu.
Pylsubarinn LaugardaTs
JtSS**'*"**
(sien<Hfl9ai
0DÖröo 2
éiÉ&ó Pylsubarínn Laugardal
"‘"bestu pylsurnar í bænum!
Dagsbrún
kaupir Kögun
Dótturfélag Dagsbrúnar hf.
hefur keypt 51% hlutafjár í
ráðgjafar og hugbúnaðarfyrir-
tældnu Kögun hf. Þetta kemur
fram í tilkynningu Dagsbrúnar
til Kauphallarinnar í gær. Sam-
kvæmt tilkynningunni mun hlut-
höfum í Kögun hf. verða boðið
að selja hluti sina í félaginu á
genginu 75 samkvæmt nánari
skilmálum í tilboðsyfirliti sem
birt verður innan íjögurra vikna.
Ásamt því að bjóða upp á
ráðgjöf og hugbúnaðargerð
á öllum sviðum upplýsinga-
tækni hefur Kögun hf. frá
stofnun sinnt þróun og viðhaldi
Islenska loftvarnakerfisins
(LADS) samkvæmt samningi
íslenskra stjórnvalda við NATO
og bandaríska flugherinn.
Kaupin eru gerð með fyrir-
vara um samþykki Samkeppn-
iseftirlitsins. Dagsbrún er
móðurfyrirtæki 365 ljósvaka- og
prentmiðla og Og Vodafone.
H ÚSGAGNA
Bæjarlirid 14-16, Kópavogi
LINDIN
10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð
sjálfstæðan smekk
Þú velur sófa
Þú velur stól
Þú velur áklæði
Þú velur lit
Þú hannar
Bara gaman
Xavira Sessalong + 3 púðar Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar
Áklæði frá kr 48.000 Áklæði frá kr 104.000
Leður frá kr 77.000 Leður frá kr 172.000