blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðiö Laun hækka Laun hækkuðu um o,6% í febrúar miðað við fyrri mánuð samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á launavísitölunni í febrúar 2006. Frá áramótum til loka febrúarmánaðar hækkuðu laun að meðaltali um 3,7% sem m.a. skýrist af launahækk- unum um áramótin sem voru í sam- ræmi við endurskoðun kjarasamn- inga og ennfremur eingreiðslum í desember á síðasta ári. 1 febrúar mánuði 2005 mældist launavísitalan 261,9 stig en nú er hún 284,4 stig og hafa laun því hækkað um 8,6% á síðustu tólf mánuðum. Níu vilja brauðið Alls hafa níu umsækjendur sótt um embætti sóknarprests í Keflavík- urprestakalli í Kjalarnessprófasts- dæmi en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn sunnudag. Umsækj- endur eru Ástríður H. Sigurðar- dóttir, guðfræðingur, Sr. Elínborg Gísladóttir, Sr. Kjartan Jónsson, Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, Sr. Leifur Ragnar Jónsson, Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Sr. Sigfús B. Ingvason, Sr. Skúli S. Ólafsson og Sr. Yrsa Þórðardóttir. Skipað verður í embættið til fimm ára frá fyrsta maí næstkomandi. Verslunaraðilar kalla eftir málefnalegri umræðu Verðkannanir ífjölmiðlum eru neytendum gagnslausar að mati framkvœmdastjóra Sam- taka verslunar ogþjónustu. Vill gera umrœðuna um matvörumurkaðinn málefnalegri. Umfjallanir fjölmiðla og hagsmuna- samtaka um matvörumarkaðinn byggja ekki nógu mikið á málefna- legum og upplýstum grunni að mati Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ). Þetta kemur fram í sam- eiginlegri yfirlýsingu sem formenn FIS og SVÞ sendu frá sér í gær. Fram- kvæmdastjóri SVÞ segir umræðuna einkennast af gagnkvæmum ásök- unum milli sölustiga. Endurspeglar ekki ástandið Yfirlýsing FÍS og SVÞ kemur í kjölfar fréttar sem birtist í Blaðinu þann 18. mars síðastliðinn undir fyrirsögn- inni „Matvöruverslanir hirða geng- ishagnað af neytendum.“ í fréttinni var vitnað í ummæli Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings Alþýðu- sambands íslands (ASÍ), þar sem hann sagði innflutningsaðila vera of bráða í því að velta gengisrýrnun yfir á neytendur. Þá var vitnað í Andrés Bíldshöfða 5a Óskum eftir duglegu og kraftmiklu fólki til starfa á Hlöllabátum Nánari upplýsingar veitir Kolla í síma 892 9846 eða á staðnum eftir kl. 14.00. SJONARHOLL 2 í Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafharfirði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna Magnússon, framkvæmdastjóra FÍS, sem sagði verðlækkanir á heildsölust- igum ekki skila sér nema að hluta til út í smásöluna og vitnaði í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 2000 og 2005 máli sínu til stuðnings. í yfirlýsingu FÍS og SVÞ er mál- flutningur viðmælenda í frétt Blaðsins sagður vera bjagaður og í versta falli ósannur. Ummælin end- urspegli ekki það ástand sem rikir á markaðinum. Samtökin benda á að mikil samkeppni ríki á báðum sölustigum verslana með matvörur á Islandi og að hún þrýsti á það að fengisbreytingar komi fram í verði. yfirlýsingunni er fjölmiðla- og þjóðfélagsumræðu um verslun fagnað en jafnframt ítrekað að hún þurfi að vera málefnaleg og byggð á sem bestum upplýsingum. Gagnkvæmar ásakanir Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir umræðuna í þjóðfélaginu og fjölmiðlum oftar en ekki einkenn- ast af gagnkvæmum ásökunum milli sölustiga og mikið vanti upp á málefnalega umræðu. Þetta skaði alla aðila sem að málinu koma og því hafi FlS og SVÞ ákveðið að taka höndum saman og kalla eftir nýrri málefnalegri umræðu. Sigurður bendir á í þessu sam- hengi að í verðkönnunum fjölmiðla og hagmunafélaga sé oftar en ekki horft á þýðingarlaus smáatriði og niðurstöður þeirra séu einskis virði fyrir neytendur. „Verðkannanir gefa oftar en ekki ranga mynd af stöð- unni þar sem þær einblína eingöngu á einstakar vörutegundir og taka ekki tillit til heildarmyndarinnar. Þegar þær eru svo birtar eru þær úr- eldar og neytendum gagnslausar því það eru gerðar mörg hundruð verð- breytingar á hverjum degi.“ Sigurður segir að nú standi yfir undirbúningur á reglulegri útgáfu á verðvísitölu sem mæli jafnt heildsölu- verð og smásöluverð. Þessa vísitölu megi nota til að skoða þróun mat- vælaverðs út frá t.d. gengisþróun. „Það er mikilvægt að menn séu ekki alltaf með nefið ofan í einhverjum smáatriðum sem byrgja sýn á heild- ina. Með birtingu og mælingu vísi- tölu yfir heildsölu- og smásöluverð er auðveldara að sjá hvort verðþróun sé eðlileg hjá báðum aðilum." Coot var keyptur árið 1905 Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur segir að togarinn Coot hafi verið keyptur til landsins árið 1905, en ekki árið 1904 eins og greint var frá í Blaðinu í gær. Þegar Islandspóstur ákvað að gefa út frímerki árið 2004 í tilefni 100 ára afmælis togaraútgerðar á Islandi var að sögn Vilhjálms Sigurðssonar hjá frímerkjadeild íslandspósts notast við margskonar heimildir. Þær heim- ildir virðast flestar vera rangar. I ný- útkomnu tölublaði Þjóðmála skrifar Jakob F. Ásgeirsson grein sem hann kallar „Furðulegt axarskaft“ og vísar til útgáfu frímerkisins. Frímerkið er vitlaust Vilhjálmur segir að þegar ákvörð- unin var tekin hafi verið stuðst við, meðal annars, bækurnar „Öldin okkar“, „Island í aldanna rás 1900- 2000“, „Hvenær gerðist það? At- burðir og ártöl í íslandssögu“ og „20. öldin - brot úr sögu þjóðar“. Síðast- töldu bókinni var einmitt ritstýrt af Jakobi F. Ásgeirssyni. I öllum FYRSTI TOGARINN A ISLANDI - COOT 1904 Hiö umdeilda frímerki með mynd af togaranum Coot. þessum heimildum er þess getið að togarinn hafi verið keyptur árið 1904 og segir Vilhjálmur að miðað hafi verið við hvenær togarinn hafi verið keyptur til landsins. Jakob F. Ásgeirsson sagði í sam- Viðskiptalögfræði á Bifröst „Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn eftir námið i viðskiptalögfræði fann ég vel hversu frábæran undirbúning ég hafði öðlast þar. Lausn raunhæfra verkefna, gerð misserisverkefna, hópstarf með fólki á mismunandi aldri og með mismunandi bakgrunn, tækifæri til skiptináms erlendis, öflugt og skemmtilegt háskólasamfélag; allt þetta veitti mér fyrirtaks grunn til að ná árangri í m(nu starfi. Það er engin spurning; nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst er ein sú besta fjárfesting sem ég hef lagt út (." Frekari upplýsingar: www.bifrost.is Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Skatta- og lögfræðisviði Deloitte hf. BS i viðskiptalögfræði 2004 VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST tali við Blaðið að vissulega væri það rétt að á einum stað í bók hans hefði sú villa slæðst inn í annál að Coot hafi komið til landsins árið 1904. „En á blaðsíðu 29 í meginmáli sömu bókar stendur að fyrsti togarinn hafi komið til landsins þann 6. mars 1905.“ Jakob vitnar í þrjár bækur máli sínu til staðfestingar en þeim ber öllum saman um að ártalið sem um ræðir sé 1905. „Frímerkið er bara vitlaust,“ segir Jakob. Félag um togarann var þó stofnað 1904 en Jakob segir ekkert hald vera í því fyrir fslandspóst. Togarinn hafi ekki verið keyptur fyrr en í febrúar 1905, hann hafi komið til landsins í mars sama ár og við það ártal eigi að miða þegar togaraútgerðar Islend- inga sé minnst. Vinsæl uppflettirit villandl Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur fór á stúfana í kjölfar þess að málið kom upp. Hann segir það rétt hjá Jakobi að Coot hafi verið keyptur 1905. „Þegar vel er að gáð þá var þessi togari keyptur í ársbyrjun 1905 og kom til landsins í mars.“ Guðni bendir á að 1904 hafi fé- lag um togarakaupin hins vegar verið stofnað. „Það hefur greinilega ruglað menn aðeins í ríminu, auk þess sem þessa villu er víða að finna í vinsælum uppflettiritum. Þetta ætti að kenna mönnum að því nær sem menn komast frumheimildinni, því líklegra er að menn hafi hlutina rétta.“ 311Borgarnes I Sími 433 3000 Stjórnenda- og leiðtogaskóli i 88 ár

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.