blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 14
blaðið-----------------------------------------------------
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjómarforinaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
EINRÆÐI í EVRÓPU
Ivikunni hafa stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi efnt til fjölda-
funda á helsta torgi höfuðborgarinnar, Mínsk. Fólkið krefst þess að
forsetakosningar sem fram fóru í landinu um liðna helgi verði lýstar
ógildar og þjóðin verði á ný kölluð að kjörborðinu. Erlendir eftirlitsmenn
sem fylgdust með framkvæmd kosninganna segja engan vafa á að öll lýð-
ræðisleg viðmið hafi verið skipulega hundsuð. Alexander Lúkasjenko for-
seta er enda oftlega lýst sem „síðasta einræðisherra Evrópu“. Enginn vafi
er á því að hann stendur fyllilega undir þeirri nafngift.
Það vill hins vegar oft gleymast í umræðu um Hvíta-Rússland hversu
undarlegt þetta samfélag er um margt. f landinu búa um tíu milljónir
manna og þar má með réttu segja að tíminn hafi staðið í stað en Hvíta-
Rússland var forðum eitt lýðvelda Sovétríkjanna. Landsmenn skynja sig
yfir höfuð ekki sem sjálfstæða þjóð og ítrekað hefur verið leitt í ljós að
stór hluti íbúanna þráir sameiningu við Rússland. Lúkasjenko sem var
kjörinn forseti árið 1994 stefndi í fyrstu að slíkum samruna. Raunar gaf
Lúkasjenko í skyn að sameining ríkjanna myndi gera honum kleift að
bjóða sig fram til embættis forseta Rússlands! Eitthvað hefur dregið úr
sameiningaráhuganum á síðustu árum enda sýndu Rússar því stefnumáli
lítinn áhuga. Stjórnvöld í Moskvu hafa nú hins vegar fagnað sigri Lúkasj-
enkos í kosningunum um liðna helgi og fullyrða að framkvæmd þeirra
hafi verið eðlileg. Áhugi Vladímírs Pútíns forseta á þessum undarlega ná-
granna sýnist fara vaxandi.
Á hinn bóginn er yfir allan vafa hafið að Lúkasjenko, sem stýrði
samyrkjubúi á sovétímanum, nýtur umtalsverðra vinsælda í ríki sínu.
Líklegt er að hann hefði ekki þurft að beita brögðum og hreinu ofbeldi til
að tryggja endurkjör sitt. Með því að stöðva framrás tímans í sovéskum
frystiskáp hefur Lúkasjenko tekist að koma í veg fyrir þá erfiðu aðlögun
að markaðslögmálum sem fylgt hefur stjórnmálaumskiptum í mörgum
ríkjum Austur-Evrópu, ekki síst í Rússlandi. Þetta kunna stórir hópar
í samfélaginu að meta. Lýðræðisumbætur í Austur-Evrópu hafa krafist
mikilla fórna af alþýðu manna og fjölmennir þjóðfélagshópar, t.a.m .
aldraðir, búa nú víða við verri kjör en áður.
Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sýnist hvorki búa yfir því fylgi né
þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að kalla fram breytingar. Hvíta-
Rússland heyrir til Evrópu í landfræðilegum skilningi en í hinum pólit-
íska virðist sýnt að landið verði enn um sinn utan álfunnar.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
1 IWSKUNWSAMi GuP VEitTU
MÉP STVRK TiL KoMflST
í GEGKUM t>ESSfl BflRNA- ✓
FRÆLKUN SV0 ÉG GETi \
KBYPT MÉR MP3 SPíMfí
K í B'lÚNN SBM ÉG Mfl .
KAUPA MtH., ETTír J
N
---
Pverpólitík Samfylkingarinnar
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar
við ákvörðun Bandaríkjamanna
um að draga flugsveit sína frá
Keflavíkurflugvelli eru forvitni-
leg. Vinstri grænir túlka þennan
atburð með þeim hætti að Bush,
Rumsfeld og félagar hafi nú loks-
ins - eftir 55 ár - látið undan óbæri-
legum þrýstingi frá Samtökum
herstöðvarandstæðinga, Frjáls-
lyndi flokkurinn leitar ákaft að
tengingu málsins við kvótakerfið
en Samfylkingin lætur hins vegar
eins og nú sé kominn tími til að
flokkurinn taki varnarmál lands-
ins í sínar hendur.
Á sunnudaginn var kynnti Sam-
fylkingin nýja sókn á þessu sviði.
Sérstakir vináttusendiherrar
flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Össur Skarphéðinsson,
munu fara vítt og breitt um hinn
vestræna heim og leita samninga
um varnarmál fyrir hönd þjóðar-
innar við norræna jafnaðarmenn
og meðlimi þingmannanefndar
NATO. Jón Baldvin Hannibals-
son hefur verið settur yfir þver-
pólitíska nefnd til að móta stefnu
á þessu sviði. Eins og oft áður
eru markmið Samfylkingarinnar
skýr; allir kostir skulu skoðaðir,
ekkert er útilokað og allt kemur
til greina.
Breitt yfir grundvallarágreining
Hugsanlega tekst Samfylkingunni
að fá einhverja fleiri þverpólitíska
menn til að taka sæti í nefnd Jóns
Baldvins. Það á eftir að koma í ljós.
Samfylkingunni getur eins og aðrir
flokkar að sjálfsögðu valið þá aðferð
við stefnumótun sína sem flokks-
menn telja henta. Það er hins vegar
blekking að halda þvi fram að nið-
urstaðan geti orðið eitthvað annað
og meira en innlegg af hálfu eins
tiltekins flokks í umræður um fram-
tíðarfyrirkomulag varnarmála hér
á landi. Slíkt innlegg af hálfu Sam-
fylkingarinnar væri hins vegar að
sjálfsögðu vel þegið af hálfu þeirra
sem fylgjast með þessum málum,
enda hefur flokkurinn fram til
þessa verið ófær um að móta sér
stefnu á þessu sviði. I því sambandi
er skemmst að minnast þess að á
O
landsfundi flokksins í maí sl. var
afgreiðslu á niðurstöðum Framtíðar-
hóps um varnarmál slegið á frest. Þá
gátu menn ekki einu sinni komið sér
saman um loðið og teygjanlegt orða-
lag eins og „semja skal um stöðu
íslands í öryggiskerfi Atlantshafs-
bandalagsins og Evrópu án þess að
stefna að uppsögn varnarsamnings-
ins við Bandaríkin en án þess að
hér verði nauðsynlega herbúnaður á
vegum Bandaríkjastjórnar.“
NATO, Norðurlönd, ESB
eða bara eitthvað
Vandi Samfylkingarinnar hefur
auðvitað stafað af því að innan
flokksins hafa verið uppi ólík
sjónarmið um grundvallaratriði
í varnarmálum. Þar hafa tekist
á sjónarmið gamalla krata ann-
ars vegar, sem hafa stutt aðild-
ina að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamstarfið við Banda-
ríkin, og hins vegar gamalla her-
stöðvarandstæðinga, sem eiga
uppruna sinn í Alþýðubandalagi
og Kvennalista. Afstaða þessara
hópa til varnarsamstarfs vest-
rænna þjóða hefur löngum verið
gerólík og má búast við að mis-
munandi sjónarmið þeirra muni
áfram flækjast fyrir stefnumótun
flokksins. Það er nefnilega svo,
að spurningin um áþreifanlegar
og sýnilegar varnir verður áfram
á dagskrá íslenskra stjórnmála,
bæði út frá því hvort þær eigi
að vera fyrir hendi og hvernig
eigi að tryggja þær. Ummæli
talsmanna Samfylkingarinnar
hafa síðustu daga verið mjög mis-
vísandi að þessu leyti - allt frá
því að taka upp varnarsamstarf
við Norðurlönd eða Evrópusam-
bandið til þess að telja enga þörf
fyrir sérstakar varnir umfram al-
menna löggæslu. Sumir tala um
að segja beri varnarsamningnum
við Bandaríkin upp þegar í stað
meðan aðrir tala eins og grund-
völlur sé fyrir einhvers konar
framhaldi hans, þótt forsendur
séu breyttar.
Það er því kannski engin furða að
Samfylkingin telji sig þurfa þverpól-
itíska nefnd til að móta stefnu fyrir
flokkinn á þessu sviði. Það er líklega
eina leiðin til að niðurstöður nefnd-
arinnar endurspegli þau mismun-
andi sjónarmið sem þar eru uppi.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstœðisflokksins.
Klippt & skoríð
Glitnir, sem í fyrndinni hét íslands-
banki, stendur fyrir mikilli fjárfesta-
ráðstefnu í Lúxemborg í dag og mun
þar vafalaust reyna að koma sjónarmiðum
íslenskra bankamanna á fram-
faeri. Athygli vekur að meðal
ræðumanna er skáksnillingurinn
Garríj Kasparov, sem mun vafa-
laust fjalla um refskák viðskipt-
anna, en af þeim hefur hann nokkra reynslu.
Þá mun heimsmeistarinn fyrrverandi árita
töfi handa lysthafendum. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, forseti Skáksambandsins,
hefur vafalaust átt sinn þátt í að leiða Glitni
og Kasparov saman, en nýverið undirritaði
hún tveggja ára bakhjarlssamning Glitnis við
Skáksambandið og var samstarfinu hleypt af
stokkunum með Glitnismótinu í hraðskák, sem
haldið var í minningu Haraldar Blöndals lög-
manns. Sjálf er Lilja svo góðurvinur Kasparovs
og var meðal annars boðið í brúðkaup hans...
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri DV,
fer mikinn i leiðara blaðs síns í gær
og fjallar þar um rannsókn Boga Nils-
sonar, ríkissaksóknara, á birtingu DV á hinum
víðkunnu skopmyndum Jyllands-
Posten af Múhameð spámanni,
sem mestum úlfaþyt ollu meðal
músilmanna. Vitnar Björgvin í ný-
lega grein Björns Bjarnasonar,
dómsmálaráðherra, i tímaritinu
Þjóðmálum máli sínu til stuðnings. Þar sagði
Björn meðal annars:
„I einræðisríkjum þagði fólk og hlýddi afótta,
enginn vildi sæta örlögum þeirra, sem hurfu
sporiaust. Leiðióttinn við viðbrögðin vegna
skopteikninganna í Jótlands-póstinum til þess,
klipptogskorid@vbl.is
að fjölmiðlar kjósa frekar að þegja en birta,
hafa stjórnmál óttans náð nýju stigi."
Síðustu daga hafa menn á fjármála-
markaði gagnrýnt
Morgunblaðið fyrir
fréttaflutning sinn afmálefnum |i ■■ --
bankanna og síðast tók Halldór m, - i
Ásgrímsson, forsætisráðherra,
undir það. í leiðara í gær svarar
systurblaðið fullum hálsi:
„Það er hægt að bregðast við gagnrýni á
ýmsa vegu. Það erhægtað veraósammála
henni, svara henni fullum hálsi og leiðrétta
rangfærslur. Það er hægt að taka mark á
henni og geraþær úrbætur, sem verðatilþess
að gagnrýninni linnir. Svo er auðvitað hægt
að stinga höfðinu i sandinn og hlusta ekki á
neinagagnrýni."