blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 24
24 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaöiö Ástir og störf samlyndra hjóna Hjónin Ágústa Ragnarsdóttir og Þórarinn Gylfason hafa starfað óslitið, hlið við hlið í sjö ár. í gamla daga þóttu það ekki merkilegar fréttir að hjón ynnu saman. Þetta gerðu bændur daginn út og inn um land allt. Reyndar var verka- skiptingin alltaf skýr, en sameiginlegir hagsmunir hjónanna fólust í því að halda búinu gangandi. Nú á tuttugustu og fyrstu öldinni eru ekki mörg pör sem búa og starfa við þær aðstæður að hafa makann ,ofan í sér“ allan liðlangann dag- inn. En þó er alltaf til fólk sem kýs þennan lífsstíl. Að mörgu leyti eru kostir við að vinna með hinum, eða hinni einu sönnu. Til dæmis er tíma- skortur eitthvað sem margir kvarta yfir. Sambúðarfólki eða hjónum finnst þau ekki hittast nóg og oft er það ekki fyrr en seint á kvöldin þegar bæði lognast út af á koddanum. Svona líða heilu vikurnar og sjaldan gefst tími til að spjalla eða fá sér kaffisopa saman. Þetta verður vitaskuld ekki tilfellið þegar bæði eru á sama vinnustað. Þá er ekkert sem mælir á móti því að stutt spjall sé tekið í kaffipásunni eða að farið sé í hádegismat á einhverjum vel völdum stað í ró og næði, án barna og buru. Ágústa Ragnarsdóttir og Þórar- inn Gylfason starfa bæði sem graf- ískir hönnuðir. Þau hafa unnið á sömu auglýsingastofunni um árabil, eða síðan 1999. Eftir að fjölskyldan stækkaði um einn, vinnur Ágústa fyrrpart dagsins úti í bæ en eftir hádegi starfa þau Þórarinn hlið við hlið í vinnuherberginu sem er um 6-7 fermetrar. Þar reka þau fyrir- tæki sitt sem heitir því skemmtilega nafni Argh! „Við höfum meira eða minna alltaf unnið saman,“ segir Ágústa. „Vorum náttúrlega saman í bekk í Myndlistar og handíðaskólanum og svo rákumst við í hvort annað þar til þetta varð samfleytt árið 1999. Þetta hefur bara gengið mjög vel. Hann JUóðwi*ást VUtU' vnwna/ hve/ lctíð 'barníð pCttvar? CjOfttett, með lelðbeírÁrigiAM/frá/ci/tíLö- Auðveít V notkAArv, margcir gerðír Hamraborg 7 Sími 564 1451 unuuj.moclurast.is Hjónin Agústa Ragnarsdóttir og Þórarinn Gylfason hafa unnið saman á hverjum degi í sjö ár og láta vel af. Þau segja að það myndi ekki hvarfla að fólki að hugsa út í hvernig bændahjón færu að þessu Með þeim á myndinni er heimasætan Sigriður Fjóla.. er ágætur greyið,“ bætir hún við og elum í Reykjavík yfir helgi, jafnvel hlær. þó að við búum í borginni. Þá kúplar maður sig alveg út og er bara eins og í útlöndum. Svo förum við líka í hjól- reiðatúra og sumarbústaði og annað Lendið þið ekkert íþví aðfólk spyrji ykkurútíþaðhvernigþað séaðvinna svona saman og 99....................................................... Við tökum til dæmis stundum upp á því að gista á hótelum í Reykjavík yfir helgi, jafnvel þó að við búum í borginni. Þá kúplar maður sig alveg út og er bara eins og í útlöndum. Svo förum við líka í hjólreiðatúra og sumarbústaði og annað íþeim dúr. Þetta klassíska. búa saman? „Jú, mjög mikið. Það er daglegt brauð. Við bendum alltaf á að engum myndi detta í hug að spyrja bændur að þessu. Það hvarflar eflaust ekki að manm, segir nokkrum Þórarinn. Er ekki erfitt að aðskilja vinnu og einkaltf? „Jú, það getur sannarlega verið það. Sérstaklega þegar maður vinnur sjálfstætt. Þá er vinnutím- frjálsari,“ segir Þórarinn og svona mn Ágústa bætir við „Það verður enn minni munur á þessu þegar maður vinnur og býr á sama stað. Þá getur stundum verið erfitt að setjast niður til að horfa á sjónvarpið af því það bíður alltaf einhver vinna inni í her- bergi. Ef vinnan væri kannski ann- ars staðar þá væri maður bara heima á meðan maður væri heima og í vinn- unni þegar það ætti við.“ Hjálpistþið að með vinnuna? „Stundum. Það fer allt eftir verk- efnunum. Stundum ekki neitt. Við vinnum náttúrlega hjá ' sjálfum okkur og eigum jafn mikilla hags- muna að gæta í þessu öllu. Gerum bara það sem hentar aðstæðum best hverju sinni.“ Gefið þið ykkur sérstaklega tíma til að eiga saman gœðastundir? „Já, það gerum við svo sannarlega og þá alltaf utan heimilisins. Við reynum að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt. Tökum til dæmis stundum upp á því að gista á hót- í þeim dúr. Þetta klassíska." Getiðþið miðlað einhverri reynslu til annarra? „Kannski helst að skammta sér frítíma og láta ekki eins og hann sé synd og skömm þó að það sé eitt- hvað verkefni í deiglunni sem á eftir að ljúka. Það er allt of oft sem annað okkar hverfur inn í herbergi til að vinna, segir Ágústa. „Við höfum þó verið mjög heppin hvað varðar verkefnastöðu. Það koma alltaf hæðir og lægðir í verk- efnum hjá sjálf- stæðum atvinnu- .............. rekendum en hjá okkur hefur þetta vanalega ekki gerst hjá báðum í einu þannig að það rekist á. Annað okkar er til dæmis alltaf að .............. sinna stelpunni okkar á meðan hitt vinnur yfir daginn,“ segir Þór- arinn og Ágústa bætir því við að stór kostur við að bæði séu í sama fagi sé að gagnkvæmur skilningur ríkir á því þegar það þarf að vinna hlutina hratt og koma þeim frá sér í tæka tíð. margret@bladid. net Hollráð fyrir fólk sem býr og starfar saman: Öllum hjónum er hollt að horfa á ástina eins og hún raunverulega er, en ekki út frá draumkenndum hugmyndum um hvað hjónabandið „eigi“ að vera og þessi ráð eiga sérstaklega vel við þegar fólk er saman nánast allan daginn: Setjið það efst á forgangslist- ann að hlúa að sambandinu. Takið frá tíma sem inniheldur einhverskonar líkamlega út- rás, án þess að það reyni of mikið á. Sérstaklega er gott að gera eitthvað saman sem fær ykkur bæði til að hlæja. Til dæmis að fara saman á uppistand eða skemmtileg leikrit. Ekki taka farsímann með þegar þið farið eitthvað saman. Skiljið hann eftir eða setjið á hljótt. Berið virðingu fyrir verka- skiptingu hvors annars og virðið mörkin líkt og þið mynduð gera ef um aðra vinnufélaga væri að ræða. Ekki gagnrýna hvort annað, en ef eitthvað mikið liggur við þá er hollt að taka frá nokkrar mínútur þar sem annað ykkar fær að tala út í heilar fimm mínútur, án þess að gripið sé fram í. Þetta hjálpar pörum að hlusta á hvort annað, og um leið skilja hvort annað betur. Blaðið/Steinar Hugi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.