blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 18
18 I MATUR FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið FJÓRIR DISKAR - FJÖOUR CLÖS » SlLUNCS CONFITME© STÖKKRI SKORPU OC STEIKTUR HUMAR MEÐ REYKLAXAFROÐU ■ KENCÚRU Carpacoo með tómat oc lárperusalsa ■ Crillaðar nautalundir með bakaðri kartöflu oc litríku SALATI • HEILOC ÞRENNINC SÚKKULAÐIS: DÖKK SÚKKULAÐIMÚS KRYDDUÐ ANIS OC VANILLU, LJÓS SÚKKULAÐIÍS MEÐ KANIL OC KARDIMOMMUM, HVÍTT SÚKKU- LAÐIBRÚLÉE TÓNAÐ MEÐ ENCIFER ■VERO: KR. 6.300,- SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI KR. 2.900,- Barónsstígur 11, síma 5519555 Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. ' SU VUUIHDRK Frábær köld meö kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góö á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA ÖNDVEGISELDHÚS BlaÖiO/Frikki Nú eru margar mæður stressaðar út af fermingunum sem eru að skella á á næstu dögum og þá er að sjálfsögðu að mörgu að hyggja. Eitt af því eru veitingar í einhverri útgáfu en algengustu veislurnar eru kaffiveislur með kökum og brauði. Síðan eru það hlaðborðin með köldu kjöti og fiski ásamt heitum mat í alls kyns útgáfum. Mér finnst alltaf skemmtilegast að fara í veislur þar sem í boði eru svokallaðar „Pinna- veislur eða Tapasveislur", þar sem margir mismunandi smáréttir eru á boðstólum s.s. litlar snittur, spjót, salöt, litlar kjöt- eða fiskibollur eða bara hvað sem er. Þetta er hægt að borða þægilega með höndunum án þess að þurfa að skipta um föt i miðri veislu en það er líka sniðugt að vera með litla diska og gaffla því þá er enn frekar hægt að bæta við tegundum og fjölbreytnin verður meiri. Ef slíkar veislur eru gerðar með einhverjum metnaði þá ætti að vera blanda af kjöt- réttum, fiskréttum ásamt grænmetis- réttum, brauði og góðum ídýfum og ekki að hika við að prófa hvað sem manni dettur í hug. Fyrir þá sem ætla að elda fyrir sínar veislur sjálfir þá getur verið meiriháttar skemmtilegt að und- irbúa slíkar veislur því þar er allt leyfilegt, svo framarlega sem það er ætt. Flestum þykir nú skemmtilegt að smakka eitthvað nýtt og ef það er vel heppnað þá getur maður flaggað því að þetta hafi maður gert sjálfur og verið ánægður með sig. Ef svo eitt- hvað klikkar þá er mjög sniðugt að segjast hafa keypt þetta tilbúið ann- ars staðar. Uppskriftin sem fýlgir með í dag er af mismunandi spjótum þar sem hægt er að þræða nánast hvað sem er upp á. Það er afar skemmtilegt að bera spjót fram í svona veislum auk þess sem að í slík spjót getur maður leyft sér að nota ódýrari partana af hráefninu t.d. læri af kjúklingi í stað bringu og frampart af lambi í stað læris svo einhver dæmi séu tekin. Kjúklingaspjót í appelsínu-tery- aki marineringu; (ca 10 spjót) 500 g smátt skorið kjúklingakjöt (tilvalið að nota læri) 2 msk appelsínuþykkni 6 msk teriakysósa Kjötið er þrætt upp á spjótin. Að því loknu er appelsínuþykkni og teriakysós- unni blandað saman og spjótin lögð í mar- ineringuna. Kjúklingurinn þarf að iiggja í marineringunnni f lágmark hálftíma fyrir steikingu. Eftir það er spjótið steikt á heitri pönnu þar til það er tilbúið. Sveppaspjót með jógúrtmarineringu Blandaðir sveppir skornir í litla bita (flúða- sveppir, ostrusveppir, shiitakesveppir) 1 dolla hrein jógúrt (2 dl) 1 sléttfull tsk karrý 1 sléttfull tsk paprikuduft 1 sléttfull tsk kúmenduft 1 sléttfull tsk hvítlauksduft 1 sléttfull tsk salt Sveppirnir eru steiktir á pönnu f smá stund til að mýkja þá svo það verði auð- veldara að þræða þá upp á spjótin. Þá er jógúrtinni og kryddinu blandað saman og spjótin lögð í jógúrtina og síðan steikt á vel heitri pönnu f olfu þar til að jógúrtin tekur léttgylltan lit. Laxaspjót í sítrónu og engifer- marineringu (ca 10 spjót) 500 g Ferskur lax skorinn í litla bita (roð- flettur og beinlaus) Safi úr 2 sftrónum Safi úreinni lime 4msk ólífuolfa 1 tsk rifið engifer 1 tsk kóríander ffnt saxað 'h tsk ffnt saxað rauttchilli salt ogpipar Blandið saman marineringunni og þræðið laxinn á spjótin og látið hann liggja f lág- mark 10 mín áður en borðað er. Þennan rétt á ekki að elda. \ ö <íf> 7°0% VIÐ^ JURTAOLÍÚ'J'0^ 19 Ljl-y. t ^aeiningum^ s" fnyr/a Létt med smjörbragöi www.smyrja.is Kveðja Raggi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.