blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 4
PCv fverð fiM'mXAxgcu'gjcrfvYwv
hjcvofuu'®
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
Uií I SMARALIND
blaðite
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Neikvæð
umsögn
Skýrsla greiningardeildar Danske
Bank virðist skrifuð með það að
markmiði að sýna framtíð hins
íslenska hagkerfis í eins dökku
ljósi og mögulegt er að mati
greiningardeildar Glitnis, áður
Islandsbanka.
Greiningardeild Glitnis segir
skýrslu danska bankans draga
upp afar neikvaeða mynd af ís-
lenska hagkerfinu og aðeins sé
einblínt á neikvæða þætti. Þannig
taki skýrsluhöfundar ekki tillit til
aukins álútflutnings og bættrar
stöðu útflutnings og samkeppnis-
greina í kjölfar gengislækkunar.
Þá telur greiningardeild Glitnis
að lending íslenska efnahagslífs-
ins þegar þenslutímabilinu lýkur
verði mun mýkri en spá Danske
Bank gerir ráð fyrir.
Bladiö/Frikki
Pissað upp í vindinn
Litli strákurinn með fiskinn fær vlst ekki frf þrátt fyrir að kalt sé úti þessa dagana. Ekki liggur fyrir hvort barnaverndarsáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna taki á þessari þrælkun drengsins, en hitt er víst að styttan sem Axel Helgason, stofnandl Nestis, skapaði á sjöunda
áratugnum gleður augu þeirra sem framhjá henni ganga dags daglega.
Sérlegur saksóknari áfrýjar
Baugsmálinu til Hæstaréttar
Fjórir afsex sakborningum fara fyrir Hæstarétt. Jóhannes í Bónus
og Tryggvi Jónsson eru báðir lausir mála í bili. Ákvörðun um nýja
ákœru vegna annarra sakarefna er boðuð innan skamms.
Sigurður Tómas Magnússon, settur
ríkissaksóknari í Baugsmálinu,
sendi í gær frá sér fréttatilkynningu
þess efnis að ákæruvaldið muni
áfrýja dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur frá 16. mars til Hæstaréttar
Islands. Áfrýjunin tekur þó aðeins
til sakborninganna Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, forstjóra Baugs, Krist-
ínar Jóhannesdóttur, framkvæmda-
stjóra Gaums, og endurskoðendanna
Stefáns Hilmars Hilmarssonar og
Önnu Þórðardóttur.
I fréttatilkynningunni segir að
ákæruvaldið hafi ekki talið tilefni
til áfrýjunar hvað varðar Jóhannes
Jónsson í Bónus og Tryggva Jónsson,
fyrrverandifjármálastjóraogaðstoð-
arforstjóra Baugs. Um er að ræða sex
ákæruliði af átta sem er áfrýjað til
Hæstaréttar.
Fram kemur í fréttatilkynningu
setts ríkissaksóknara í Baugsmál-
inu að ákvörðun um hvort ákæra
Jóhannes Jónsson Tryggvi Jónsson
verði gefin út að nýju vegna þeirra
sakarefna sem vísað var frá héraðs-
dómi með dómi Hæstaréttar 10. okt-
óber 2005 verði tekin á næstunni,
en nákvæmari tímasetning er ekki
tiltekin.
„Æpandi tvískinnungur"
Áður en fréttatilkynningin var send
út hafði verjendum sakborninga
verið gerð grein fyrir áfrýjuninni.
Af því tilefni sendi Jóhannes í Bónus
frá sér yfirlýsingu um málið og varð
hann raunar á undan saksóknara að
gera ákvörðunina opinbera.
I yfirlýsingu Jóhannesar kemur
m.a. fram að málinu hafi ekki verið
áfrýjað gegn sér vegna þess að Jón
Gerald Sullenberger hafi dregið
ásakanir á hendur sér til baka í
framburði sínum. Þykir honum
því með ólíkindum að málinu skuli
áfrýjað gagnvart þeim Jóni Ásgeiri
og Kristínu og segir ákærurnar á
hendur þeim varðandi bílainnflutn-
ing eingöngu hvíla á framburði Jóns
Geralds. „Eg er fullviss um sakleysi
þeirra beggja í málinu. Tvískinn-
ungur ákæruvaldsins í þessu efni er
æpandi.“
Kvartar til umboðsmanns Alþingis
Þá segir Jóhannes að hann hafi falið
verjanda sínum að kvarta til um-
boðsmanns Alþingis yfir embættis-
færslu Jóns H. B. Snorrasonar, sak-
sóknara, og Haraldar Johannessen,
ríkislögreglustjóra. Segir Jóhannes
eðlilegt að umboðsmaður kanni sér-
staklega hvernig standi á því að ekki
hafi verið talin ástæða til að gefa
út ákæru á hendur Jóni Gerald Sull-
enberger á grundvelli framburðar
hans sjálfs fyrst hann var talinn til-
efni til að gefa út ákærur á hendur
sér og börnum sínum.
Jóhannes kvartar einnig undan
því að hann hafi enn og aftur verið
boðaður til yfirheyrslu til lögregl-
unnar vegna ásakana Jóns Geralds
Sullenbergers. Kveðst hann ætla að
sinna boðuninni enda beri sér laga-
leg skylda til þess, „en aðeins til að
gera þessum mönnum grein fyrir
því að ég hef ekkert við þá að tala“.
Sómasamlega
verði staðið að
starfslokum
Miðstjórn Alþýðusambands Islands
(ASl), lýsir yfir þungum áhyggjum
yfir horfum í atvinnulífi á Suður-
nesjum í ályktun sem samþykkt var
ígær.
„Þessi ákvörðun mun hafa mikil
áhrif á störf og afkomu um sex
hundruð launamanna og fjöl-
skyldna þeirra á Suðurnesjum sem
eru í beinni þjónustu hersins auk
hundraða annarra vegna neikvæðra
margfeldisáhrifa. Miðstjórn leggur
áherslu á að sómasamlega verði
staðið að starfslokum þeirra sem
missa vinnuna og væntir þess að
hugað verði sérstaklega að því fólki
sem Hkur eru á að eigi erfitt með
að finna annað starf, til dæmis
vegna aldurs. Miðstjórn telur afar
mikilvægt að virkar vinnumark-
aðsaðgerðir á svæðinu verði efldar,
sérstaklega með auknu fjármagni
í starfs- og endurmenntun þessa
fólks.
Miðstjórn ASl krefst þess að
íslensk og bandarísk stjórnvöld
leggi sitt af mörkum til að draga
úr áhrifum þessara breytinga fyrir
þetta starfsfólk og samfélagið á
Reykjanesi,“ segir meðal annars í
ályktuninni.
Kjararáð
ákveði laun
Sameina á Kjaradóm og kjaranefnd í
fimm manna kjararáð til að tryggja
betra samræmi í kjaraákvörðunum
samkvæmt tillögum sem nefnd um
Kjaradóm og kjaranefnd skilaði af
sér í gær.
I tillögunum er lagt til að Alþingi
skipi þrjá menn í kjararáð, einn
verði skipaður af fjármálaráðherra
og einn af Hæstarétti. Fullskipað
kjararáð mun ákveða laun forseta
íslands, ráðherra, þingmanna og
dómara. Þriggja manna deild innan
ráðsins mun siðan ákveða kjör ann-
arra sem undir það heyra.
Þá verður skerpt á því ákvæði að
kjararáð skuli við ákvarðanir sina
ætíð taka tillit til almennrar þróunar
kjaramála á vinnumarkaði. Tekið
er fram að úrskurðum og ákvörð-
unum ráðsins verði ekki skotið til
annars stjórnvalds. Ákvörðun kjara-
ráðs verður því endanleg.
I nefndinni sátu fulltrúar allra
þingflokka en hún var skipuð af rík-
isstjórninni 30. janúar síðastliðinn.
Fullt samkomulag var í nefndinni
um alla efnisþætti.
O Heiöskírt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað // Rigning, lítilsháttar :
Rigning 5^5 Súld Snjðkoma Slydda JJ Snjðél \JJ Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
05
15
03
-01
06
04
-05
-2° *
*
o° ^
-1°
*
Kaupmannahöfn 03
/ Innimálning Gljástig 3,7,20
/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
/ Gæða nálning á frábæru verði
/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Góifmálning
Gluggamálning
“ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 517 1500
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
07
11
17
0
02
16
0
08
-01
0
05
17
05
05
.P
-1'
*
+©
*
*
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursiminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
*
A morgun
_14o* -r* **
• J -2°
rV
-2