blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 35
blaðið FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006
AÝÍÞREYING I 35
Upp meö grímurnar
Byltingin hefst í Sambíóunum í
kvöld þegar V for Vendetta verður
frumsýnd. Myndin er gerð eftir
samnefndri myndasögu Alan
Moore og David Lloyd. Einnig
ratar Tristan og ísold á hvíta
tjaldið sem og söngleikurinn The
Producers.
V for Vendetta gerist á Bretlandi
í ótilgreindri framtíð. Hún er ekki
fjarri í tíma en samt sem áður
víðsfjarri í menningu. Sögusviðið er
London en svipur borgarinnar hefur
breyst mikið í kjölfar styrjaldar.
Eftir styrjöldina var upplausn í
samfélaginu og dugði ekkert gegn
henni nema einræðisstjórn. Sú
stjórn hefur náð haldi á Bretum
og virðast flestir ánægðir með það,
fyrir utan V.
V er aðalpersóna myndarinnar,
greinilega lærður maður en að
öðru leyti þekkja áhorfendur hann
ekki. Hann hefur megna ímugust á
stjórnarháttum og vill frelsi umfram
allt.
Natalie Portman leikur unga konu
sem V bjargar úr háska og tekur
undir sinn verndarvæng. Myndin
fjallar um hvernig Evey (Portman)
kemst smám saman að bakgrunni V
og kynnist málstað hans.
V for Vendetta hefur víðast hvar
fengið jákvæða dóma og stökk hún
beint í efsta sæti aðsóknarlistans í
Bandaríkjunum um síðustu helgi.
V for Vendetta er frumsýnd í
kvöld.
Sígild ástarsaga
Tristan & fsold er framleidd af
bræðrunum Ridley og Tony Scott.
f aðalhlutverki er hin unga stjarna,
James Franco úr Spider Man
myndunum.
Hér er á ferðinni sígild og
spennandi ástarsaga um forboðið
samband ungra elskenda sem
blandast inn í stríð og valdabaráttu
kónga og riddara. Myndin
hefur fengið afbragðs dóma hjá
gagnrýnendum, meðal annars
Rogert Ebert, sem líkti henni við
Rómeó og Júlíu og The Gladiator.
Fyrsta sýning á myndinni
í Laugarásbíói verður sérstök
styrktarsýning að viðstöddum
leikstjóranum sjálfum, Kevin
Reynolds. Allar tekjur af sýningunni
munu renna óskiptar til samtakanna
Einn af fimm.
Geggjað grín
Grínmynd helgarinnar er frumsýnd
annað kvöld í Smárabíói og
Regnboganum á morgun. Þar fer
nýjasta mynd spaugarans Mel
Brooks. Hann hefur ákveðið að fara
skothelda leið að nýjustu myndinni
sinni, tók Broadway söngleik,
frægustu leikara Hoílywood og
sauð saman heilsteypta grínsuðu.
Einvala lið liggur að baki myndinni
og er valinn maður í hverju rúmi.
„Hugmyndin er einföld," segir
leikstjórinn, handrits-, laga- og
textahöfundurinn Mel Brooks.
„Þeir eru búnir að safna miklu
meiri peningum en þarf til að setja
sýningu á svið. Siðan þurfa þeir
að framleiða versta leikrit sem
sést hefur. Því ákveða þeir að sýna
verkið Hitler að vori sem er tekið
úr sýningum samdægurs og þeir
geta hlaupið á brott með fjármuni
fjárfestanna"
Aðafleikarar eru Matthew
Broderick, Uma Thurman, Will
Ferrell og Nathan Lane.
Garðar Thór og
Katherine Jenkins
Miðasalan
hefst í dag
Miðasala fyrir tónleika tenórsins
Garðars Thórs Cortes hefst í dag
á vefsíðunum www.midi.is og
www.concert.is og í verslunum
Skífunnar á slaginu kl. 10.00.
Tónleikarnir fara fram
laugardagskvöldið 29. apríl
næstkomandi í Laugardals-
höll með 32 manna hljóm-
sveit undir stjórn Garðars
Cortes, föður Garðars Thórs.
Síðast seldist upp á ör-
skömmum tíma á tónleika
Garðars Thórs svo ljóst er að
barist verður um bestu sætin.
Skær gestastjarna
Sérstakur gestur á þessum tón-
leikum verður Katherine Jenldns,
ein skærasta stjarna klassískrar
tónlistar i Bredandi í dag.
Katherine er ung að aldri
en á að bald stórbrotinn feril
á sviði klassískrar tóniistar.
Hún hefur sent frá sér tvær
plötur, Premier og Second
Nature, en sú síðarnefnda
var á toppnum í Bretlandi
i níu mánuði og var valin
plata ársins á Klassísku
BRIT verðlaunahátíðinni.
5LUXUS .
.akk, 18“ álfelgur, PDC fjarlægðarskynjari, Xenon Ijós, leðurinnré|þng, sjálfskjptii^SetvotæftTcffeftst^
erðastýri (m/cruise control), sport leðurstýri, samlitir hurðahúnar, viðannf&tstVíríCj. rafmagn í sætum, hiti í
amsætum, tölyustýrð miðstöð m/loftkælingu, sjálí^kkjasÖF-ihnispegill. E&uetooth simkerfi, reg.n^y^JajtiSí'
ýOttakerfi á framljósum, toppboggrjjyá
jos, BMW geislaspilari og
Ráðlagður dagskammtur af LÚXUS
www.bmw.is
Sheer Driving Pleasure
BMWX5
BMWX5 LÚXUS kr. 6.500.000
Aukahlutir að verðmæti kr.1.740.000
fylgja nú öllum BMWX5 LÚXUS.
B&L
Grjóthálsi 1
sfmi 575 1 200
www.bl.is