blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 23
blaóió FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 VIÐTALI 23 99................................................. Fordómar byggjast yfirleitt á vanþekkingu, en ekki einungis vanþekkingu heldur undarlegu samblandi afminnimáttar- kennd, undirlægjuhætti ogþví að fylgja fjöldanum." sinn frétti ég frá virðulegum hús- mæðrum vestur í bæ að það væri svakalegt með þessa Birnu, hún ætti tvö börn sem gengu algjörlega sjálfala. Þetta var mörgum árum áður en ég eignaðist barn. Til að lifa af kjaftasögur býr maður sér til vegg og seinna koma erfiðleikar þegar maður þarf að brjóta niður þann múr. Mér tókst það. En það voru sögur og fjandsam- legt viðmót og síðan var ógerlegt að fá vinnu. Sumt af þessu er enn við lýði. Það er bara eins og það er.“ Þetta hlýtur að hafa verið erfitt. „Já og nei. Á þessum tíma eignað- ist ég mjög góða vini sem eru vinir enn í dag. Maður kemst langt á slíkri vináttu." Þoli ekki fordóma Þú hefur unnið hjá Alnæmissam- tökunum í nokkur ár og ertfram- kvœmdastjóri samtakanna. Er einhver sérstök ástœða fyrir því að hú tókst að þér starfið? „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að ég þoli ekki fordóma. Ég bara þoli þá alls ekki. Fordómar byggjast yfirleitt á vanþekkingu, en ekki einungis vanþekkingu heldur undarlegu samblandi af minnimátt- arkennd, undirlægjuhætti og því að fylgja fjöldanum. Allt er þetta mjög slæmt og stórhættulegt. Við þurfum ekki annað en að líta á sög- una til að sjá dæmi um það.“ Þú býrð ein, hvernig kanntu við það? „Við Guðmundur Ingólfsson vorum gift í átta ár og eigum tvö börn. Við skildum en ég get sagt: „He was my man“. Ég hef ekki verið í sambúð síðan. Það er meðvituð ákvörðun. Ég vildi ekki bjóða börnunum mínum upp á vesen. Ég hef svo oft séð dæmi um það að krökkum er boðið upp á hitt og þetta. Einstaklingur flytur inn á heimilið og flytur síðan út og enn annar flytur inn. Það er endalaust vesen. Ég nenni ekki að standa í þessu. Kannski er ég bara svona löt.“ Hvað hefurðu haft að leiðarljósi við uppeldi barnanna þinna? „Ást og umhyggju. Ég hef aldrei gengið út frá því að börnin mín væru gáfuðustu börn í heimi. Ég hef lagt áherslu á að þeim liði vel og væru kurteis og sýndu sjálfum sér og öðrum virðingu." Þú hefur ort Ijóð. Hefurðu alltaf fengist við skáldskap? „Nei, ég hef bara gefið út eina ljóða- bók. Birna Birna heitir hún. Eg er svo frumleg! Ég er dálítið feimin við að ræða skáldskap minn vegna þess að mér finnst góður skáldskapur svo stórkostlegur. Hann er nokkuð sem ég gæti sennilega síst verið án. Þegar ég uppgötvaði ljóð Sigfúsar Daðasonar á sínum tíma þá opnað- ist fyrir mér heill heimur. Ég elska ljóðformið, þetta knappa form sem gefur manni færi á að hugsa. Þar er ekki allt lagt upp fyrir manni. Þess vegna leiðast mér endalaust langar þvaðurbækur sem mætti stytta um tvo þriðju - ég nefni engin nöfn.“ Ætlarðu að halda áfram að yrkja? „Ég fer til Finnlands í apríl og verð þar í listamannaíbúð. Þar ætla ég að sitja og skrifa.“ Skrifa hvað? „Það verður að koma í ljós.“ Nauðsynlegt að rækta anarkistann Þú ert baráttumanneskja. Finnst þér vanta hugsjónir í íslenska pólitík? „Sem betur fer eru ekki allri steyptir í sama mótið, en þó svo að menn segist vera að berjast fyrir hinu og þessu þá er algengast að eigið skinn skipti þá mestu og þeir vilja sitja sem fastast í sínum stólum. Reykjavíkurlistinn er skýrt dæmi um þetta. Ég gerði svosem ekkert ráð fyrir stórkostlegum breytingum þegar Reykjavíkurlist- inn vann borgina á sínum tima en mér fannst nauðsynlegt að henda íhaldinu úr stólunum. En þeir sem fengu sætin breyttust smám saman í félaga Napóleon. Hann er víða.“ Hefurðu skipt um skoðun í pólitík? „Nei, í rauninni ekki. Mér finnst sífellt nauðsynlegra að rækta anar- kistann í sjálfum sér til að falla ekki inn í laga- og regluumhverfið. Ég vil ekki láta slikt umhverfi stjórna mér heldur setja mín eigin mörk og viðmið. Ég er ekki að segja að það eigi maður að gera á einhvern yfirgengilegan frekjumáta heldur verður maður að setja spurningar við ákvarðanir og meta sem ein- staklingur hvort þær eru réttar eða rangar. Þess vegna þarf stundum að ganga á móti straumnum og maður verður að vera tilbúinn til þess þó svo það sé óþægilegt. Það væri til dæmis slæmt fyrir mig að vera í því nærbýli sem við erum, ég og Birna, ef ég væri ósátt við það sem ég er að gera. Það væri hræðileg sambúð og ég myndi gefast upp á sjálfri mér.“ Finnst þér hneigð í samfélaginu til að gera alla eins? „Já, það er mjög sterk hneigð í þá átt. Ég á enga lausn aðra en þá að gefa fólki svigrúm og koma því til skila að það er allt í lagi að vera öðruvísi. Það er bara fínt.“ Hefur aldrei vafist fyrir þér að vera þú sjálf? „Mér finnst ég alveg ágæt. Ég hef aldrei gefist upp á sjálfri mér. Ég stend með mér í því sem ég er að gera. Sumt hefði ég mátt gera betur en ég sný ekki baki við sjálfri mér.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.