blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
Hef aldrei gefist upp á sjálfri mér
99.............................................
Stundum fannst mér eins og einstaka lögreglumenn sæju
rauttþegar ég birtist. Alveg eins og sagt er að gerist þegar
rauðri dulu er veifað framan í naut og það ærist."
Fyrir fjórum árum sagði Birna
Þórðardóttir upp sem útgáfu-
ritstjóri Læknablaðsins eftir
sautján ára starf og stofnaði eigið
fyrirtæki Menningarfylgd Birnu.
,Eg vissi að ég gæti ekki hugsað
mér að vera áfram í þessari
ágætu vinnu sem ég var í. Þetta
var spurning um geðheilsu eða
bankareikning og ég valdi geð-
heilsuna. Þrátt fyrir ágæta hæfi-
leika hef ég ekki getað gengið í
vinnu og ekki fengið vinnu þótt
ég hafi sótt um vítt og breitt. Kalt
mat mitt var að ég yrði að skapa
mér atvinnutækifæri sjálf,“ segir
Birna. „Ég stofnaði því eigið fyr-
irtæki og býð upp á þá þjónustu
að ganga með fólki um miðbæ-
inn, tala um Reykjavík og sögu
hennar og allt það yndislega sem
miðborgin býður upp á. Reyndar
verð ég að gera ýmislegt fleira
með þessu.“
Hvernigfékkstu þessa hugmynd?
„Ég var á ráðstefnu í Belfast og
írskur heimilislæknir fór með mig í
sýningarferð um borgina í tvo tíma.
Hann ræddi um borgina á þann
hátt að ég skynjaði væntumþykju
hans. Vegna þekkingar og ástar
hans á svæðinu fannst mér eins og
ég vissi heilmikið um Belfast, sem
ég hefði annars ekki vitað. Fyrir
vikið fór mér að þykja vænt um Bel-
fast. Róm og París eru borgir sem
mér þykir líka vænt um. Ástæðan er
sú að ég hef kynnst þessum borgum
innan frá, gegnum einstaklinga
sem bjuggu þar og gátu miðlað mér
meiru en ég hefði nokkurn tíma
haft tök á að kynnast, nema þá með
áralangri dvöld. Ég hugsaði með
mér: Þetta vil ég gera í Reykjavík.
Aumingja Reykjavík á það skilið.“
Finnst þér miðborgin falleg?
„I ljótleika sínum er hún falleg.
Oft finnst mér fólk ekki skilja mik-
ilvægi þess að halda í það sem gerir
Reykjavík öðruvísi en allar aðrar
bogir því þótt sumt af því sé hallær-
islegt og jafnvel ljótt, þá er sjarmi
yfir því. Mér finnst þetta ótrúlega
skipulagsleysi í byggingum mjög
sjarmerandi. Maður veit ekki hvort
húsin eru að koma eða fara eða
hvort þau vilja vera þarna áfram
eða ekki. En þau eru þarna og það
á að taka þeim eins og þau eru og
njóta þeirra og þess sem umhverfið
hefur upp á að bjóða.“
Mánuður utan NATÓ
Nú er óhætt að segja að þú sért
einn þekktasti herstöðvarandstœð-
ingurþessa lands, efekki sá þekkt-
asti. Ertu ánægð i dag nú þegar
herinn er aðfara?
„Það er enginn fullnaðarsigur
unninn. Það þarf að segja upp her-
stöðvarsamningnum og svo verður
ísland að segja sig úr NATÓ.“
Finnst þér ekki óraunhæft að ís-
land gangi úr NATÓ?
„Nei, ég geng út frá því að hægt
sé að segja upp aðild að hernaðar-
bandalagi. Annars væri þjóðin í
fjötrum um aldur og ævi. Það er
skelfilega dapurleg hugsun sem ég
vil ekki láta hvarfla að mér. Ég er
orðin svo gömul að ég hef lifað einn
mánuð utan NATÓ og það var fyrsti
mánuður lífs míns því ég fæddist
í lok febrúar 1949. Eg ætla mér að
eiga fleiri mánuði utan NATÓ. Ég er
alveg ákveðin í því.“
Varðstu herstöðvarandstæðingur
mjög ung?
„Ég ólst ekki upp við flokkspólit-
iska umræðu. Ég er alin upp við það
að annað fólk kemur manni við og
að maður beri samfélagslega ábyrgð.
Ég held að mannúðleg sjónarmið
séu grunnurinn í lífsviðhorfum
mínum. Þetta eru sjónarmið sem
geta gengið þvert á alla pólitíska
flokka, sem betur fer. Oft finnst mér
ég vera afskaplega einföld mann-
eskja því ég geri sterkan greinar-
mun á réttu og röngu. Sumt er rangt
og ljótt og maður tekur ekki þátt í
því og berst gegn því. Mér finnst því
miður að fólk sé i of miklum mæli
hætt að gera siðferðilegar kröfur
en vonandi er það einungis tíma-
bundin þróun. Þótt lífið gangi ekki
i hring þá verð ég vör við að hluti
ungs fólks er að spyrja siðferðilegra
spurninga. Þegar þetta unga fólk
mótmælti innrásinni í Irak og öm-
urlegri aðild íslands þá fannst því
ákvörðun íslenskra stjórnvalda ein-
faldlega vera röng. Mér finnst það
rétt viðmið í stað þess að þvælast út
um allar koppagrundir og taka pól-
itíska ákvörðun miðað við aðstæður
sem menn hafa engar forsendur til
að meta.
I raun og veru var það Víetnam
stríðið og annað sem því fylgdi á
árunum 1967-1968 sem gerði mig
að herstöðvarandstæðingi. Fyrsta
pólitíska uppeldið á vinstri væng
stjórnmálanna fékk ég hjá Jóhanni
Páli Árnasyni sem var kennari í
Menntaskólanum á Akureyri vet-
urinn 1967-68. Við nemendurnir
vorum á fundum með honum á laug-
ardögum. Hann hafði lært í Tékkó-
slóvakíu og var mjög gagnrýninn
á báknið í Austur-Évrópu. Ég varð
það sömuleiðis og drakk í mig Isac
Deutcher og sögulegt yfirlit hans og
gagnrýni á stalínismanna og skrif-
ræðisóskapnaðinn sem þar þróaðist.
Ég hafði því engar glýjur i augum
hvað það varðaði. Þegar ég kom til
Reykjavíkur 1968 gekk ég í Æsku-
lýðsfylkinguna og varð strax virkur
þátttakandi.“
Blallð/FMi
Lögreglumenn sáu rautt
Þú varst mjög áberandi mótmæl-
andi, lentir í átökum við lögreglu
og varst handtekin. Þetta var bar-
átta. Fylgdi henni heift?
„Stundum fannst mér eins og
einstaka lögreglumenn sæju rautt
þegar ég birtist. Alveg eins og sagt er
að gerist þegar rauðri dulu er veifað
framan í naut og það ærist. Ég fór
í taugarnar á ákveðnum lögreglu-
mönnum. Ég veit ekki af hverju.
Strax á einum fyrsta baráttufund-
inum sem ég tók þátt i 1968 var ég
barin í hausinn úti á Áusturvelli.
Mótmælafundur gegn Víetnamstríð-
inu og hernum hafði verið í Tjarnar-
bíói og við fundarmenn vorum að
ganga yfir Austurvöll þegar átök
urðu við lögreglu. Sigurður A. Magn-
ússon, sá mikli óspektarmaður,
eða hitt þó heldur, var handtekinn.
Sagan segir að ég hafi sparkað i lög-
reglumann. Ég veit það ekki. Ég var
bara að forðast að vera troðin undir
en var barin í hausinn."
Fannstu fyrir andúð almennings á
þessum árum?
„Ég fann mjög fyrir andúð en
reyndar líka mikilli ást. Það voru
endalausar sögur í gangi. Ég heyrði
sjálfsagt minnst af þeim. Eitt
V/
Undirföt
H \
I
1
Full búð of nýjum vörum
k/t
Síðumúlo 3, sími: 553 7355
Opið virko dogo kl: 11 - 18, lciugardcigci kl: 11-15
Sundföt
Bíkini - Tonkini - Sundbolir - í skólostærðum. fl/B, C/D, DD/€, F/FFF