blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 26
26 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið Öðruvísi upplifun í œ\nntýraferð Svokallaðar cevintýraferðir verða sífellt vinsœlli enda fá ferðalangar öðruvtsi sýn á viðkomandi land aukþess sem slíkarferðir skilja heilmikið eftir sig. „Hluti af ferðinni er undirbúningurinn, að kynnast landinu, lesa sér til um það og vita hverju þú átt von á. Maður verður að fá tíma til að hlakka til og njóta þess tíma." Hugurinn þráir að skoða ókunn lönd og kynnast framandi menningu enda hafa allir gott af örlitlu menningarsjokki. f flestum blundar einhver ævintýraþrá enda hafa margir takmarkaðan áhuga á enda- lausum verslunar- eða sólar- ferðum. Hugurinn þráir að skoða ókunn lönd og kynnast framandi menningu enda hafa allir gott af örlitlu menningarsjokki. Exit.is býður upp á spennandi ævintýra- ferðir þar sem hægt er að velja þann ferðamáta sem hver og einn vill. Hægt er að ferðast eins og innfæddir eða fá nasaþef af við- komandi landi en eyða flestum nóttum á hóteli. Hrund Þorgeirsdóttir, sölustjóri, segir að Exit.is bjóði upp á ferðir til allra heimsálfanna og hægt sé að velja þann ferðamáta sem hver og einn vill. „Sumir vilja lúxusferðir á meðan aðrir vilja erfiðari ferðir. Til að mynda er ferðast í trukkum og gist í tjaldi í sumum ferðanna og það eru reyndar vinsælustu ferðirnar okkar en það er helst unga fólkið sem sækir í þær. Við erum líka með » ferðir þar sem sá ferðamáti er nýttur sem viðhefst í hverju landi fyrir sig. Þá er stundum ferðast í almennings- rútum, stundum í leigubílum, aftan í þríhjóli, á fílum eða hvað sem er,“ segir Hrund og bætir við að það sé gífurleg fjölbreytni í ferðum hjá Exit.is. „Venjulega tekst okkur að finna ferðir við allra hæfi. Aldurs- dreifingin er mjög breið hjá okkur þar sem yngsti farþeginn okkar er sennilega um 9 ára en sá elsti um sextugt. Við skipuleggjum nefnilega líka fjölskylduferðir." Ferðalangurinn gerir allt Hrund segir að það hafi breyst hverjir sæki helst í ævintýraferðir. ,Einu sinni var það aðallega ungt fólk sem fór í ferðirnar og þá oft eftir skólagönguna. Núna er þetta enginn ákveðinn hópur sem sækir í þessar ferðir. Vitanlega er unga fólkið stór hópur en núna leitar til okkar fólk á öllum aldri og þessar ferðir eru því orðnar miklu almenn- ari. Hingað kemur enginn til að leita sérstaklega að lúxusferðum enda erum við með minnst af þeim. En við erum með nóg af ferðum fyrir þá sem vilja sjá viðkomandi land eins og það er í raun og veru en ekki eins og túristarnir sjá það. Upplifunin verður því önnur, ég get tekið sem dæmi Dragoman ferðir um Afríku þar sem ferðalangurinn þarf að gera allt. Hann slær upp tjaldinu, verslar í matinn og eldar hann. Það er vit- anlega leiðsögn með í ferðinni en hópurinn skiptist á að sinna svona hlutverkum. Með þessu fær ferða- langurinn óneitanlega öðruvísi sýn á landið enda fæst þessi sýn ekki í lúxusferð þar sem gist er á hóteli. En vitanlega er hægt að segja að svona ferð sé erfiðari, það er meira krafist af ferðalangnum. En þetta skilur vit- anlega heilmikið eftir sig því þetta er meira návígi við landið.“ Tímitil að hlakka til Samkvæmt Hrund er Afríka vinsæl- ust þessa dagana en Suður-Ameríka hafði verið vinsælasti áfangastaður- inn í nokkur ár. „Reyndar er það þannig að þeir sem fara einu sinni í svona ævintýraferð fá bakteríuna. Ég man til dæmis eftir konu sem var ung þegar hún fór í fyrstu ferðina sína með Dragoman í trukkum með tjaldið og öllu sem því fylgdi. Ell- efu árum síðar kom hún aftur með manninum sínum og móður en þau voru orðin svo þreytt á að hlusta á hana segja hvað ferðin hefði verið æðisleg að þau fóru bara með henni. Það skiptið völdu þau þó aðeins auð- veldari ferð þar sem oftar var gist á hótelum." Hrund segir að betra sé að ákveða ævintýraferðir með einhverjum fyr- irvara því það sé heilmikil vinna að velja réttu ferðina. „Það þarf að skipuleggja svona ferðir hálft ár, ef ekki ár fram í tímann. Það er vit- anlega misjafnt eftir því hvaða ferð er farið í og á hvaða tíma. Hluti af ferðinni er undirbúningurinn, að kynnast landinu, lesa sér til um það og vita hverju þú átt von á. Maður verður að fá tíma til að hlakka til og njóta þess tíma.“ svanhvit@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.