blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
Átta konur í Þjóðleikhúsinu
Gamanleikurinn Átta konur eftir
Robert Thomas verður frum-
sýndur 31. mars nk. á Stóra sviði
Þjóðleikhússins. Leikstjóri er
Edda Heiðrún Backman. Verkið
er „Gæpsamlegur gamanleikur",
þar sem átta leikkonur leiða
okkur inn í kvenna-
heim, fullan af
óvæntum atburðum,
ógnum og gríni.
Þeim til fulltingis
verður hinn þekkti
látbragðsleikari
Kristján Ingimars-
son, sem kemur
sérstaklega frá Dan-
mörku til að taka
þátt í sýningunni.
Ahorfendur mega
eiga von á því að
leikkonurnar bresti
í dans og söng þegar
minnst varir.
Fögur eiginkona,
tvær ungar og óstýri-
látar dætur, aðþrengd
mágkona, gráðug tengdamamma,
dularfull ráðskona og kynþokkafull
þjónustustúlka. Húsbóndinn sjálfur
liggur sofandi í rúmi sínu uppi á lofti.
Eða hvað? Þegar sjö villtar konur eru
samankomnar og sú áttunda bætist
í hópinn getur allt gerst.
Franska leikskáldið Robert
Thomas (1927-1989) var einkum
þekktur fyrir það að tvinna saman
með góðum árangri form sakamála-
leikrita og léttra gamanleikja. Þegar
leikritið Átta konur
var sýnt í París árið
........ jpgj hlaut það leiklist-
arverðlaunin Prix du
Quai des Orfévres og
var leikið við miklar
vinsældir. Franski leik-
stjórinn Fran^ois Ozon
vann geysivinsæla
kvikmyndagerð verks-
ins árið 2002, þar sem
margar af fremstu leik-
konum Frakklands fóru
á kostum.
Sævar Sigurgeirsson
hefur unnið aðlögun
Borgarleikhúsinu. verksins og samið nýja
söngtexta. Sævar hefur
............. samið fjölda leikverka
fyrir áhugaleikhópa, en
einnig verk fyrir Hafn-
arfjarðarleikhúsið, Ríkisútvarpið og
Leikfélag Akureyrar. Hann var einn
þriggja höfunda barnasýningar Þjóð-
leikhússins Klaufar og kóngsdætur
sem frumsýnt var á síðasta leikári.
99..............
Edda Heiðrún
hefur vakið
mikla athygli
undanfarið fyrir
leikstjórn sína
á Mýrarljósi í
Þjóðleikhúsinu,
Svikum hjá LA,
LR og Sögn og
Sölku Völku í
Edda Heiðrún Backman hefur
leikið fjölmörg hlutverk bæði á sviði
og í kvikmyndum frá því hún lauk
námi frá Leiklistarskóla íslands 1983.
Hún hlaut verðlaun bæði sem besta
leikkona í aðalhlutverki og besta leik-
kona í aukahlutverki þegar Gríman
- íslensku leiklistarverðlaunin voru
veitt í fyrsta sinn árið 2003. Edda
Heiðrún hefur vakið mikla athygli
undanfarið fyrir leikstjórn sína á
Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu, Svikum
hjá LA, LR og Sögn og Sölku Völku í
Borgarleikhúsinu.
Leikendur í Átta konum eru
Birna Hafstein, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Kristján Ingimarsson, Margrét Guð-
mundsdóttir, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Nína Dögg Filippusdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir/Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir og Ragnheiður
Steindórsdóttir.
Edda Heiðrún Backman leikstýrir Atta
konum sem Þjóðleikhúsið frumsýnir eftir
rúma viku.
Andri Snær áritar
Draumalandið
Draumalandið: Sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð eftir Andra
Snæ Magnason kom út í byrjun
Andri Snær Magnason. Draumaland hans
hefur vakið mikla athygli.
vikunnar og hefur vakið gríðarlega
athygli. Bóksalar segjast ekki ein-
ungis hafa orðið varir við áhugann í
formi mikillar sölu á bókinni heldur
hafi viðskiptavinum og gestum
orðið einkar tíðrætt um innihald
bókarinnar, bæði fyrir og eftir að
hún kom út.
Andri Snær Magnason mun lesa
upp úr bókinni, árita og jafnvel
svara spurningum um efni hennar
á Súfistanum í Bókabúð Máls og
menningar í dag, fimmtudaginn 24.
mars kl. 18.00.
Sjostakovitsj hjá Sinfóníunni
1 dag, fimmtudaginn 23. mars, er
stór dagur fyrir aðdáendur Dímítríj
Sjostakovitsj því þá mun Sinfóníu-
hljómsveitin reiða fram þríréttaða
dagskrá, eingöngu með verkum tón-
skáldsins. Veislustjórinn, Rumon
Gamba, hefur notið sín fádæma vel
í hlutverki gestgjafans á stjórnenda-
pallinum þegar Sjostakovitsj er á efn-
isskránni. Líkt og margir muna ein-
setti hann sér það á fyrstu dögum
embættis síns að allar 15 sinfóníur
Metsölulistinn - erlendar bækur
3 TheHistorian
Elizabeth Kostova
2 No Place Like Home
Mary Higgins Clark
j Honeymoon
James Patterson & Howard Roughan
4 Velocity
Ðean Koontz
Philip's Concise World Atlas
Philip's
6 WithNoOneAsWitness
Elizabeth George
? Heaven & Earth
Phaidon - mini edition
The Curious Incident of the Dog
MarkHaddon
9 TheTruthaboutLove
Stephanie Laurens
10 The Ultimate Hitchhiker s Guide
Douglas Adams
Listinn er gerður út frá sölu dagana 15.03.06 - 21.03.06 i
Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum
Metsölulistinn - allar bækur
3 Draumalandið: sjálfshjálparbók
Andri Snær Magnason
7 Munkurinn sem seldi sportbílinn - kilja
■ RobinSharman
3 Plugdrekahlauparinn - kilja
' Khaled Hosseini
4 Fullur skápur af lífi
Alexander McCall Smith
5 Dýraríkið
Penelope Arlon
6 Tími nornarinnar-kilja
Árni Þórarinsson
? Sálmabók
Ýmsir höfundar
8 Móti hækkandi sól
Árelt'a Eydr's Guðmundsdóttir
? Gæfuspor
Gunnar Hersveinn
Draumaland: svefn og svefnvenjur...
Arna Skúladóttir
Listinn er gerður út frá sölu dagana 15.03.06 - 21.03.06 í
Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum
Sjostakovitsj skyldu leiknar á tón-
leikum Sl og nú er komið að þeirri
níundu og tíundu. Auk þeirra er pí-
anókonsert nr. 2 eftir Sjosjtakovitsj
á efnisskránni en gestur hljómsveit-
arinnar að þessu sinn verður sænski
píanóleikarinn Peter Jablonski.
Hann kemur reglulega fram undir
stjórn Vladimirs Ashkenazy, og
geisladiskur hans með Paganini-rap-
sódíu Rachmaninovs (undir stjórn
Ashkenazys) vann hin virtu Edison-
verðlaun. Hann er einnig afar áhuga-
samur spilari kammertónlistar, og
stofnaði eigin kammertónlistarhá-
tíð sem haldin er í Karlskrona í Sví-
þjóð á hverju sumri.
Dímítrfj Sjostakovitsj. Verk þessa merka
tónskálds verða á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í kvöld.
SUDOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1 -9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
i hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem uþþ eru gefnar.
Gáta dagsins
1 7 8 9
3 6 8 2
2 3 1
3 1 8
2 7 6 3 9
9 2 4
2 4 3
8 9 7
1
Lausn sioustu gatu
7 4 1 8 5 2 3 6 9
6 2 3 7 9 4 1 8 5
8 9 5 1 3 6 2 7 4
4 7 8 5 2 3 6 9 1
9 1 2 6 7 8 4 5 3
3 5 6 9 4 1 7 2 8
1 3 9 2 6 5 8 4 7
2 8 7 4 1 9 5 3 6
5 6 4 3 8 7 9 1 2
SHDP- IS ©6610015