blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaðið
SMÁBORGARINN
ER DRAMA-
DROTTNING
Smáborgarlnn er í mikillí sálarskoðun þessa
dagana og er í rauninni að taka sig alveg í
gegn. Smáborgarinn er nefnilega frekar
mikil dramadrottning og leitar upp vanda-
mál til að láta sér líða illa yfir. Þetta hefur
Smáborgarinnalltaf gertogyfirleitt gengið
frekar vel. Kannski er þetta einhvers konar
vanmáttartilfinning hjá Smáborgaranum,
að honum finnist hann ekki eiga fyllilega
skilið að vera hamingjusamur. Tilfinning
sem margir þjást af og hindrar þá kannski í
að ná eins langt og þeir mögulega geta.
Grasið er grsnna hinum megin
Sjálfur skoðar Smáborgarinn alltaf aðstæð-
ur sínar og reynir að finna eitthvert vanda-
mál svo hann geti vorkennt sér. Það var svo
mikiðað gera í skólanum að Smáborgarinn
vildi hætta og fá sér vinnu. Það var svo
leiðinlegt í vinnunni að Smáborgarinn vildi
hætta og fara í skóla. Það var svo einmana-
legt að vera einhleypur að Smáborgarinn
vildi finna sér maka. Það var svo þvingandi
að vera í sambandi að Smáborgarinn vildi
vera einhleypur. Það er þetta týpíska „Gras-
ið er grænna hinum megin" vandamál sem
hefur alltaf þjáð Smáborgarann. En nú
eru aðstæður Smáborgarans þannig að
það eru bara svo asskoti fá vandamál sem
hann getur leitað uppi....en engar áhyggjur,
Smáborgarinn heldur áfram að reyna. I dag
er líf Smáborgarans 1 ágætis jafnvægi. Vin-
irnir eru til staðar og eru traustir, þó svo að
Smáborgarinn hitti þá alltof sjaldan, bæði
vegna lítils frítfma og eins vegna þess að
Smáborgarinn er aðeins of heimakær. Fjöl-
skylda Smáborgarans er líka alltaf til staðar
og hann hittir hana nú reglulega. Smáborg-
arinn er í góðri vinnu með skemmtilegum
vinnufélögum svo það er lítið hægt að
kvarta yfir því. Svo er Smáborgarinn í sam-
búð með manneskju sem hentar honum
bara asskoti vel.
Svona er lífið
Auðvitað gæti Smáborgarinn búið til vanda-
mál úr því að makinn taki ekki nógu oft til
og safnar í kringum sig drasli. Gamli Smá-
borgarinn gerði það en nýi Smáborgarinn
ætlar að reyna að hætta að vera drama-
drottning. Þess í stað keypti Smáborgarinn
fleiri ruslatunnur á heimilið svo makinn
eigi auðveldara með að losa sig við ruslið,
þar sem þessir löngu 3 metrar að ruslinu
voru álitnir óyfirstíganlegir í augum mak-
ans. Svo má reyndar alltaf tína til þær stað-
reyndir að Smáborgarinn nennir sjaldan að
taka til, hefur safnað á sig of mörgum auka-
kílóum og er alltaf blankur. En svona er lífið
bara. Já, Smáborgarinn er að reyna að átta
sig á að lífið er bara alveg ágætt þó það sé
vitanlega ekki fullkomið enda væri nú litið
varið í fullkomið líf. Hvað myndi þá halda
vöku fyrir aumingja Smáborgaranum á
þynglyndum síðkvöldum?
___________
HVAÐFINNSTÞÉR?
Sigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður.
Er ekki fyrir neðan þína virðingu
að lýsa Eurovision?
„Það er ákveðinn misskilningur fólginn í spurningunni. Það vita það allir að
Eurovision er að verða eitt stærsta „trend“ rokkara. Sannir rokkarar rokka
í Eurovision."
Sigmar hefur tekiö að sér aö lýsa Eurovision keppninni í maí. Sigmar hefur hingað tii verið talinn hallast að annarskonar tónlist
en á upp á pallborðið í Eurovision. Hann var til dæmis lengi viðloðandi rokkstöðina X-ið og sjaldan kallaður annað en Simmi á
X-inu.
Raunveruleikaþœttir
rœkta ómenningu
Leikkonan snoppufríða, Jennifer Aniston, segir raunveruleikaþætti sem tengjast
fræga fólkinu auka fátækt mannsandans. í framhaldinu fái fólk heim þeirra á heil-
anum.
Aniston, sem töluvert hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla síðustu mánuði vegna skiln-
aðar hennar og Brad Pitt, segir áhuga almennings á fræga fólkinu sjúklegan og er hún
orðin svo þreytt á raunveruleikaþáttunum að hún er hætt að horfa á sjónvarp.
„Hvað varð um hina frábæru hálftíma grínþætti?,“ spurði Aniston, steinhissa. „Allir
þættir í dag snúast um stjörnurnar og þeir sem fjalla ekki um þær snúast um að niður-
lægja fólk. Hvað er að gerast?“
Makaleit á netinu
Hin 72 ára gamla Joan Rivers hóf nýlega leit að ástinni á Netinu. Rivers sagði
aðstoðarmann sinn, Matt Stewart, hafa hjálpað sér að setja upp auglýsingu
á Match.com, sem er ein vinsælasta stefnumótasíða heims.
„Ég vonast til að hitta þennan eina rétta,“ sagði Rivers. „Ég hef hingað til
ekki fengið ein einustu skilaboð, en kannski situr einhver og bíður eftir mér
í austurhluta New York.“
I auglýsingunni frá Rivers segir að hún leiti að manni á aldrinum 65 til 75.
Hún er þó ekki tilbúin til að gifta sig aftur en hún var gift kvikmyndafram-
leiðandanum Edgar Rosenberg sem framdi sjálfsmorð árið 1987.
Sharon Stone mannleg
Eilífðarskvísan Sharon Stone segist hætt að leita sér að kærasta þar sem karlmenn séu
með óraunhæfar væntingar til hennar.
Stone, sem orðin er 47 ára gömul, hefur heillað margan karlmanninn en segir þá
ekki gera sér grein fyrir að þrátt fyrir að hún leiki glamúrgellur á hvíta tjaldinu sé hún
samt mannleg.
„Maður er búin að vera með einhverjum í þrjá mánuði og fær flensu og hann brjál-
ast,“ sagði Stone í viðtali við New York Daily News. „Hann kaupir sér miða á fremsta
bekk á körfuboltaleik án manns vegna þess að hann vill ekki vera með konu sem fær
flensu. Ég er bara mannleg, karlmenn skilja það ekki.“
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILANNA
Mánudaginn 27.mars.
■■■■■■■■■■■■■■■ _ — ^ ^ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Auglýsendur, upplýsingar veita:
eftir Jim Unger
Ég verð að fá ný gleraugu. Ég hélt
hann væri risavaxin önd.
© Jim Ungsr/dlst by United Medla. 2001
HEYRST HEFUR...
Endurkoma
Jóns Baldvins
Hannibalssonar í
íslensk stjórnmál
hefur orðið ýms-
um umhugsunar-
efni. I kaffistofu þingsins segja
menn að þannig vilji Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir friða gamla
krata í Samfylkingunni með
því að stilla upp þessum gamla
kaldastríðshauki, þó áhugi
hans á vestrænni samvinnu
virðist raunar hafa minnkað
með árunum. Gangi allt eftir
muni hann svo fara í framboð
í Reykjavík og sækjast eftir 2.
sætinu, en þannig myndi hann
velta Össuri Skarphéðinssyni
úr efsta sæti síns kjördæmis. Á
hinn bóginn mun Jón Baldvin
engan áhuga hafa á því að fara
í prófkjör og horfa menn þvi
frekar til Suðvesturkjördæmis
fyrir hann...
Suðvesturkjördæminu
Kraganum svonefnda - leita
Samfylkingarmenn nýrrar
forystu, en Guðmundur Árni
Stefánsson er farinn og Rann-
veig Guðmundsdóttir mun
ekki sækjast eftir endurkjöri
og gatan því greið í efsta sæt-
ið og meira til, en þær stöllur
Katrín Júlíusdóttir og Þór-
unn Sveinbjarnardóttir þykja
ólíklegar til þess að blanda sér
í toppslaginn. Hefur verið rætt
um að kalla mætti Margréti
Frímannsdóttur úr Suðurkjör-
dæmi til þess að styrkja listann,
sem aftur gæti kallað á spenn-
andi prófkjör í Suðurkjördæmi
milli Björgvins G. Sigurðsson-
ar, sem þykir mjög hafa sótt
í sig veðrið, og Lúðvíks Berg-
vinssonar, sem nú er í 2. sæti.
I Kraganum kann hins vegar
annar Lúðvík að stíga fram á
sviðið. Lúðvík Geirsson, hinn
vinsæli bæjarstjóri Hafnarfjarð-
ar, þykir líklegur til þess að
vinna kosningasigur í vor, en
stuðningsmenn hans eru mjög
áfram um að hann blandi sér í
landsmálin að ári. En auðvitað
gæti Jón Baldvin breytt þessu
öllu...
Hitt er annað mál að menn
hafa einnig staldrað við til-
efni endurkomu Jóns Baldvins.
Hann á að leiða „þverpólítísk-
an vinnuhóp um sjálfstæða
utanríkisstefnu“, en í ljósi þess
að hópurinn er á vegum Sam-
fylkingarinnar hafa menn efa-
semdir um hversu þverpólitísk-
ur hann verður. Ekki síst í Ijósi
þess hve stefna flokksins hefur
verið loðin. Landsfundurinn í
fyrra ályktaði svo um þau mál:
„Hagsmunum íslands er best borgið með
þvl að samskipti þjúða byggistsem mest
á samstarfi og samráði innan alþjóða-
stofnana [...] á borð við Sameinuðu
þjóðirnar, Norðurlandaráð, Atlantshafs-
bandalagið, Heimsviðskiptastofnunina,
Evrópuráðið og Evrópusambandið."
Að öðru leyti er ekki vikið
að NATO, en á varnarmál-
in er ekki minnst einu orði.
Framtíðarhópur Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur fjallaði
ýtarlegar um þessi mál, en ekki
varð stefnan skýrari:
„Um afstöðu til herbánaðar Bandaríkja-
stjórnarálslandi eru skiptar skoðanir
innan hópsins. Sumir vilja helstslíta öllu
hernaðarsamstarfi við Bandaríkin, en
aðrir vilja viðhalda því eins og kostur
er. Við teljum ráðlegt að viðurkenna
þennan ágreining hiklaust en sameinast
jafnframtumstefnu
sem fiestir flokksmenn
teljahorfatilhins
betra og næstum allir
getasættsigvið."