blaðið - 23.03.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 blaöiö
Evrópusambandið
ræðst gegn mengun
af völdum pípuorgela
Evrópskir orgelsmiðir óttast að til-
skipun frá Evrópusambandinu geri
að verkum að þeir þurfi að snúa
baki við aldagömlum hefðum sem
hafa þróast frá einni kynslóð til
annarar við smíði pípuorgela. Til-
gangur tilskipunarinnar, sem tekur
gildi n.k júlí, er að minnka innihald
hættulegra efna í raftækjum og
koma þannig í veg fyrir að urðuð
efni leki út í grunnvatn.
Sérfræðingarnir sem sömdu til-
skipunina gerðu ekki ráð fyrir að
hún tæki einnig til pípuorgela. Meðal
þeirra efna sem tilskipunin nær yfir
er blý. Mikið blýinnihald er í orgel-
pípum og vindurinn sem fer um þær
er knúinn áfram af rafmagnsviftum.
Það að rafmagnsknúnar viftur tóku
við af lofti knúnu af mannafli er ein
af fáum tækninýjungum sem hafa
komið fram í orgelsmíði undan-
farnar aldir. Þótt það tíðkist lítt að
urða pípuorgel og þau séu sjaldan
notuð í landfyllingar innan Evrópu-
sambandsins hefur tilskipunin þær
afleiðingar að evrópskir orgelsmiðir
verða að finna önnur efni en blý í
pípurnar.
Bæði franskir og breskir hljóðfæra-
smiðir hafa mótmælt þessu harðlega
og halda þvi fram að það sé einmitt
blýið sem ljær pípuorgeli sinn ein-
staka tón. Vilji orgelsmiðir halda í
blýið hafi þeir þann möguleika að
smíða pípuorgel sem er knúið áfram
af mannafli í stað raforku.
Barbara Helfferich talsmaður Evr-
ópusambandsins í umhverfismálum,
sagði í samtali við bresk-bandaríska
dagblaðið International Herald
Tribune í gær að orgelsmiðir gætu
haldið áfram að gera við gömul pípu-
orgel og gætu hugsanlega sótt um
undanþágur frá tilskipuninni. En
hún bendir á að eitt sinn hafi menn
haldið að skip gætu ekki flotið án
asbest. Nú sé asbestið bannað en
skipin fljóti eigi að síður.
Yfirvofandi mengunarvá afstýrt?
vdo
.is
VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúni 36 - s:
Frakkar játa
fordóma
Samkvæmt nýrri könnun franskra
mannréttindasamtaka viðurkenna
33% Frakka að þeir séu haldnir for-
dómum gagnvart öðrumkynþáttum.
Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar frönskum stjórnvöldum og
almenningi í gær.
Á síðasta ári var gerð sambærileg
könnun og nemur aukningin á milli
ára um 8%. Niðurstaða könnunar-
innar hefur vakið mikla athygli í
ljósi þess að óeirðir innflytjenda
og viðbrögð lögreglu skóku Frakk-
land í fyrra auk þess sem að þjóð-
ernissinnuð stjórnmálaöfl hafa átt
auknu fylgi að fagna í Frakklandi
undanfarin ár.
Frönsk yfirvöld halda ekki skrá
yfir uppruna eða trúarbrögð rík-
isborgara landsins enda er það
talið grafa undan stoðum þeirra
hugsjóna sem stjórnkerfi ríkisins
byggir á. Óopinberar tölur benda
til þess að í Frakklandi búi stærstu
minnihlutahópar gyðinga og mús-
lima í Evrópu. Talið er að um fimm
milljónir múslima búi í landinu og
'rúm hálf milljón gyðinga.
Mannréttindasamtökin sem
stóðu að könnuninni telja að nið-
urstöður hennar bendí til þess
að félagsleg spenna sé til staðar í
Frakklandi og að hún fari vaxandi.
Samtökin vara við því að stjórn-
málamenn notfæri sér þessa spennu
og ýi að tengslum á milli fjölda inn-
fly tjenda í landinu og bágs efnahags-
ástands, fjölgunar smáglæpum og
húsnæðisskorts.
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
143x60cm
163x60cm
Hvítur
Stál
178x60cm
rncim
Hvítur
Stál
190x60cm
PFAFF BORgArLJOS
Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími 414 0400 • www.pfaff.is